Miðflokksmaðurinn sem stendur við #MeToo-áliktun þingsins

Birgir ÞórarinssonDegi eftir að Bergþór Ólason Miðflokki ákvað að sitja áfram í trúnaðarstöðu Alþingis sem nefndarformaður hefur Birgir Þórarinsson samflokksmaður hans:

1. bæði gefið út yfirlýsingu að ekki sé rétt að Bergþór og Gunnar Bragi gangi að trúnaðarstöðum á Alþingi vísum, og

2. skorað á þingmennberj­ast gegn kyn­ferðis­legu áreiti og of­beldi gegn þing­kon­um.



Í kjölfar #HöfumHátt og #MeToo umræðunnar á Íslandi #ÍSkuggaValdsins
þar sem konur í stjórnmálum lýsa fjandsamlegri hegðun gagnvart sér á vettvangi stjórnmálanna samþykkti Alþingi samhljóða þingsályktun að:

"þingmenn skuldbindi sig til þess að leggja sitt af mörkum til að skapa heilbrigt starfsumhverfi innan þings sem utan, sem sé laust við kynbundna og kynferðislega áreitni [...] Jafnframt að það sé skylda hvers og eins þingmanns að hafna slíku hátterni."

Þingmenn allra flokka voru meðfluttningsmenn tillögunnar. Fyrir Miðflokkinn var það Þorsteinn Sæmundsson, sem sagði í ræðu um málið að það væri:"[...] rétt og góð ákvörðun að lýsa því yfir strax [...] að Alþingi Íslendinga ætli ekki að þola [...] kynferðislegt áreiti og dólgshátt [...] í stjórnmálunum."

Áliktanir Alþingis eru ómarktækar, og þingmenn sem hana samþykktu ómerkir orða sinna, ef þingmenn sem svíkja #MeToo-áliktun þingsins fá áfram að gegna trúnaðarstöfum fyrir Alþingi.

Birgir ætlar greinilega að standa við #MeToo-áliktun sem hann gaf þingi og þjóð síðasta vor. Hvað með Þorsteinn Sæmundsson?


mbl.is Meinsemd sem viðgengst hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón.

Það er mikið gleðiefni að guðfræðingurinn
Birgir skyldi sjá sér fært að mæta til Alþingis
enda erindið brýnt að ná sér nú almennilega
niðri á samflokksmanni sínum Bergþóri sem hann
tapaði svo eftirminnilega fyrir á sinni tíð.

Sveiattan!


.

Húsari. (IP-tala skráð) 31.1.2019 kl. 00:06

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er nú ansi tvíbent finnst mér. Virkar bara þannig að Birgir sé að reyna að upphefja sig á kostnað samflokksmanna sinna, og það bara sumra - hann handvelur þá meira að segja. Metoo upphlaup hans í gær sannaði það eiginlega endanlega og orð hans um að flokksfélagar hans bæru ábyrgð á kynbundnu ofbeldi. Klaustursmenn eiga vissulega að skammast sín, en þetta er frekar ódýr pólitík finnst mér nú. 

Þorsteinn Siglaugsson, 31.1.2019 kl. 09:31

3 identicon

Heldur er þetta ódýr og ómerkileg pólítík. Dálítið í ætt við pólítík pírata. Og heldur þykir mér þingmaðurinn gengisfella hugtakið ofbeldi.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 31.1.2019 kl. 10:57

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Þetta er allt hið versta mál. Hvernig gengur annars með málaferlin vegna svívirðilegrar hækkunar kjararáðs á launum síðuhafa og annara opinberra starfsmanna? Sér fyrir endann á þeim málaferlum einhvern tímann á næstunni, eða berst síðuhafi áfram eins og ljón, eða bara sem Jón, til ógildingar hækkuninni? Er einhver styrktarreikningur í gangi til að standa straum af lögfræðikostnaði og öðru sem til leggst í svona hugsjónastarfi gegn hinu opinbera?

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 31.1.2019 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband