Bjarni Ben lofaði líka heilbrigðismálum í forgang 2013.

Núna þegar formaður Sjálfstæðisflokksins lofar heilbrigðismálunum í forgagn "á næsta kjörtímabili" er gagnlegt að vega og meta hversu líklegt er að hann standi við þetta kosningaloforð, sem fokkurinn hans gaf líka fyrir síðustu kosningar.

Fyrir síðustu kosningar samþykkti landsfundur Sjálfstæðisflokksins "að leggja skattfé fyrst í þau verkefni sem eru brýn og áríðandi. Örugg heilbrigðisþjónusta, góð menntun og trygg löggæsla skal vera í forgrunni."

Fyrsta flokks heilbrigðiskerfi er í forgangi hjá 90% lands manna í könnunum sem Gallup hefur gert fyrir þingflokk Pírata síðustu 3 ár. Stjórnarflokkarnir hafa hins vegar sýnt það aftur og aftur að þeir forgangsraða öðru fyrst.

Það er kýr skýrt að örugg heilbrigðisþjónusta er ekki í forgrunni hjá þessari ríkisstjórn eins og lofað var fyrir síðustu kosningar.


mbl.is Heilbrigðismálin í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka þér fyrir að minna á fyrri loforð Sjálfstæðisflokksins.

Þorsteinn Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 17.7.2016 kl. 12:57

2 identicon

Sæll Jón Þór - sem og aðrir gestir, þínir !

Jón Þór Malbikunar frömuður !

Þú skautar létt: yfir þá staðreynd / að í hverju málinu á fætur öðru, sbr. viðskiptabannið háðulega, Skagfirzka fíflsins Gunnars Braga Sveinssonar í fyrrasumar gagnvart Rússneska Sambands lýðveldinu, voruð þið Pírtar INNGRÓNIR í brall hinna flokkanna 5, á þingi, í þeirri aðför, að áratuga gömlum viðskiptatengzlum, þar eystra.

Og - hafið ekki beðið landsmenn ennþá afsökunar, á því gönuhlaupi ykkar.

Enda: vart við því að búast, þar sem sum ykkar, eruð innvinnkluð í áróður fyrir útbreiðzlu eiturlyfjaneyzlu, eða höfðu verið,  og fylgið fremur en hitt, framboði þess óþverra, á meðal ísl. ungmenna / sem annarra ístöðulítilla, t.d.

Því miður - Jón Þór, eruð þið HRÆSNINNI ofurseld, sem þorri liðsfólks hinna Grútar flokkanna, á þingi !

Með kveðjum samt: þó í þyngra lagi séu, - af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.7.2016 kl. 14:44

3 identicon

.... Píratar: átti að standa þar, vitaskuld.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.7.2016 kl. 14:46

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

þörf áminning

Rafn Guðmundsson, 17.7.2016 kl. 15:29

5 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Raforkuskattur og auðlegðarskatturinn var ekki framlengdur og þvi erfitt að skella skuldinni á núverandi stjórn aðeins. Framlenging raforku skatts  2012 var brot á áður umsömdu atriði. Hækkun veiðigjalda gerði það að verkum að minni fyrirtæki hættu rekstri eða voru seld stærri aðilum. Svo var nauðsynlegt að lækka skattbyrði og enn i dag virðist það vera svo að við greiðum háa skatta en fáum litið i þjónustu fyrir skattana okkar.

það sem Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn, síðasta ríkisstjórn og Píratar eru og ætla að klikka á er að þeir fara i smá breytingar en laga ekkert. Það þarf að taka á veiði löggjöfinni frá grunni og endurskipuleggja heilbrigðiskerfið. Það er að vissuleyti verið að gera það en það vantar meira til. Það fer meirihluti af útgjöldum ríkis i heilbrigðisþjónustu. Fyrst allt er svo ömurlegt þá þarf nú fyrst að nýta fjármunina betur. Byrja a þvi að efla heimilislækningahlutan og vinna svo a málum þaðan. Og  það sest alveg að buið er að gera margt gott þar. 

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 17.7.2016 kl. 23:10

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sæll Jón Þór. Það er ekkert að marka neitt sem verið er að blekkja landslýð með. Það er orðið nokkuð skýrt.

Er ekki tímabært að láta dómarastýrða og lögfræðingavarða ráðuneytisstjórana standa fyrir svörum, og taka ábyrgð á gjörðum sínum?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.7.2016 kl. 23:34

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvernig dettur þér í hug Anna Sigríður að ráðherrar, þingmenn og ráðuneytisstjórar vilji bera ábyrgð á afglöpum sínum. Fyrr frís í helvíti áður en það gerist.

Kveðja frá Seltjarnarnesi.

Jóhann Kristinsson, 18.7.2016 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband