Davíð búinn. Grín með stríðsfórnarlömb er útslagið.

Davíð Oddsson setti Ísland á lista hinna viljugu bandamanna í Íraksstríðinu.
Þjóðirnar á listanum voru samábyrgar fyrir stríðinu samkvæmt George Bush.
Stríðið var ólöglegt samkvæmt Kofi Annan aðalritara Sameinuðu Þjóðanna.

Davíð sem sækist eftir því að verða forseti Íslands gerir ábyrgð sína og tölu látinu í stríðinu að hlátursefni á kosningafundi í gær; aðeins þrjá daga í kosningarnar.

Íslendingar munu ekki velja slíkan mann sem sameiningartákn þjóðarinnar og andlit Íslands á alþjóðavettvangi. Þetta er búið hjá Davíð.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona menn á að vera í fangelsið fyrir stríðsglæpi.

Salmann Tamimi (IP-tala skráð) 23.6.2016 kl. 18:07

2 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Þetta er hefðbundin átakapólitík gamla tímans. Gera andstæðingi upp skoðanir og berjast af hörku á móti þeim. Það sem sést ef klippan er skoðuð er að Davíð og fundargestir hlæja að bullinu í Ástþóri. Þar fyrir utan er klippan útbúin af Ástþóri. Þeir sem í alvöru trúa því að Davíð sé með 3,5 miljónir mannslífa á samviskunni ættu að kanna málið aðeins nánar.

Sorglegt að sjá Pírata falla í þennan fúla pytt.

Finnur Hrafn Jónsson, 24.6.2016 kl. 01:53

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sammál þér Finnur og nú kveður við skothríð og það úr fullkomnari stríðstólum en einhverjum rjúpna rúnkara.

En friðarsinnin Ástþór sagði mér ofl. að hann ætlaði með flugvél á Norður pólinn og henda þar sprengjum svo flæddi yfir öll Bandaríkin. Fyrir hvað fá þessi friðarsamtök hans framlög.? 

Helga Kristjánsdóttir, 24.6.2016 kl. 03:21

4 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Já Finnur, Davíð og fundargestir eru að henda gríni að Ástþóri. Grínið snýst um tölu látinna stríðsfórnarlamba og ábyrgðinni á dauða þeirra. 

Ef þú ert heiðarlegur við sjálfan þig og okkur hér í athugasemdum við færsluna finnst þér í alvörunni ekki óviðeigandi hjá frambjóðenda til embættis forseta Íslands að grínast með stríðsfórnarlömb jafnvel þó að gríninu er hent að mótframbjóðenda?
____

Hitt atriðið. Að "gera andstæðingi upp skoðanir og berjast af hörku á móti þeim" er klassísk og ómálefnaleg rökvilla sem, eins og þú réttilega nefnir, er notuð í átakapólitík. Rökvillan er nefnd strámaður. Greinum færsluna og sjáum hvort þá rökvillu sé þar að finna.

Bloggið er þrjár málsgreinar og eitt vídeó. 


Fyrsta eru þrjár staðreyndir með linkum í heimildir.
1. Morgunblaðið
2. George Bush
3. Kofi Annan

Önnur málsgreinin er byggð upp af:
1. Staðreynd: Davíð er í forsetaframboði.
2. Setningarbút: "gerir ábyrgð sína og tölu látinu í stríðinu að hlátursefni á kosningafundi í gær." 
3. Og svo annarri staðreynd: það voru þrír dagar í kosningar.

Þriðja málsgreinin er: 
póitískt mat um að Íslendingar vilja ekki mann forseta sem grínast með stríðsfórnarlömb.

Vídeóið er upptaka af Davíð að halda ræðu á kosningafundi.

Fyrirsögnin á blogginu er svo: "Davíð búinn. Grín með stríðsfórnarlömb er útslagið."

Engin setning gerir Davíð upp skoðun. Tvær nefna hins vegar að hann hafi grínast með stríðsfórnarlömb.

Davíð gerði ekki grín að fórnarlömbunum. Hann gerði "ábyrgð sína og tölu látinu í stríðinu að hlátursefni" og uppskar hlátrasköll úr salnum hvað eftir annað.

Er það 
ekki óviðeigandi hjá frambjóðenda til embættis forseta Íslands?

Jón Þór Ólafsson, 24.6.2016 kl. 04:04

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er það sem upp í minn hug kemur í sambandi við Davíð og hans áhangendur. 

1.
Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann,
þá segðu aldrei ákveðnar skammir um hann,
en láttu það svona í veðrinu vaka,
þú vitir, að hann hafi unnið til saka.

2.
En biðji þig einhver að sanna þá sök,
þá segðu að til séu nægileg rök,
en náungans bresti þú helst viljir hylja,
það hljóti hver sannkristinn maður að skilja

3.
og gakktu nú svona frá manni til manns,
uns mannorð er drepið og virðingin hans,
og hann er í lyginnar helgreipar seldur,
og hrakinn og vinlaus í ógæfu felldur,

4.
en þegar svo allir hann elta og smá,
með ánægju getur þú dregið þig frá,
og láttu þá helst eins og verja hann viljir,
þótt vitir hans bresti og sökina skiljir.

5.
Og segðu hann brotlegur sannlega er
en syndugir aumingja menn erum vér,
því umburðarlyndið við seka oss sæmir,
en sekt þessa vesalings faðirinn dæmir.

6.
Svo leggðu með andakt að hjartanu hönd,
með hangandi munnvikjum varpaðu önd,
og skotraðu augum að upphimins ranni,
sem æskir þú vægðar þeim brotlega manni.

7.
Já, hafir þú öll þessi happsælu ráð,
ég held þínum vilja þú fáir náð,
og maðurinn sýkn verði meiddur og smáður,
en máske að þú hafir kunnað þau áður.

(Páll J. Árdal )

 



Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2016 kl. 08:22

6 identicon

Sæll Jón Þór Malbikunar fræðingur - sem og aðrir gestir, þínir !

Í ljósi einna BEZTU tíðinda frá Bretlandseyjum: í mjög langan tíma, hljóta þjóðfrelsissinnar á Hægri vængnum að fagna mjög / og það:: að verðugu, hér á landi, sem um veröld víða.

Rétt - að skila því til Salmanns Tamimi (kl. 18:07, 23. VI.), að hann og aðrir vinir hálfmána kreddunnar fari svo að hypja sig, til sinna réttu heimkynna: Saúdí- Arabiu og nágrennis, skili sínum ríkisbrogararéttindum hér, sem víðar, og láti Kristnar þjóðir, sem Bhúddískar og Hindúískar og aðrar í friði, héðan í frá.

Beztu árnaðaróskir: til Engil- Saxa, með úrsögnina úr ESB, skulu hér með ítrekaðar / að sjálfsögðu !!!

Með beztu kveðjum af Suðurlandi, utan Salmanns Tamimi, og annarra ámóta Heimsvaldasinna /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.6.2016 kl. 10:38

7 identicon

.... og Davíð Oddsson: ætti að gera LANDRÆKAN, fyrir hryðjuverk hans á innlendum / sem og erlendum vettvangi, á síðasta áratug 20. aldarinnar, sem og á þeim 1.:: hinnar 21. aldar !

Sem og - þau lagshjú hans, Jón Baldvin Hannibalsson og Vigdísi Finnbogadóttur, fyrir EES gjörningana, ekki hvað sízt !  

Svo - fram komi einnig, gott fólk !!!

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.6.2016 kl. 11:19

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Helfi ég vil líka senda þeim árnaðaróskir held að þeir stigi þarna gæfuspor. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2016 kl. 11:41

9 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Jón:

"...Davíð gerði ekki grín að fórnarlömbunum..." Ok gott og vel.

En fyrirsögnin inniheldur: "...Grín með stríðsfórnarlömb..."

Segjum sem svo að Davíð og flestir þjóðarleiðtogar hefðbundinna bandalagsþjóða okkar hefðu ekki stutt innrásina. Á þeim tíma var talið að Saddam réði yfir gereyðingarvopnum. Hann hafði sýnt vilja og getu til að nota þau áður. Hefði þá átt að gera Davíð og aðra þjóðarleiðtoga ábyrga fyrir því að stoppa ekki Saddama ef hann hefði drepið meira til dæmis af Kúrdum með eiturgasi? Upplýsingar sem hafa komið fram seinna hafa leitt til ómældrar eftiráspeki sem ég hirði ekki að ræða um.

Talan 3,5 miljónir er líka algjör steypa. Klippan var klippt og framleidd af Ástþóri þar sem þessi tala fékk að standa án athugasemda. Iraq Body Count sem oftast er vitnað í varðandi mannfall óbreyttra borgara í Íraksstríðinu áætlar mannfall óbreyttra borgara um 120 þúsund.

NATO og þar með Ísland hefur verið aðili að stríðsátökum til dæmis í Kosovo og Líbíu. Vissulega hefur það kostað mannfall óbreyttra borgara. Fríðþægingarstefna gagnvart blóðþyrstum einræðisherrum getur líka valdið mannfalli hjá óbreyttum borgurum.

Þjóðarleiðtogar standa stundum frammi fyrir erfiðum ákvörðunum um aðgerðir eða aðgerðarleysi. Gagnrýni á Davíð vegna Íraksstríðsins finnst mér ómakleg, sérstaklega þegar hún birtist í öfgakenndu formi eins og hjá Ástþóri.

Finnur Hrafn Jónsson, 24.6.2016 kl. 13:37

10 identicon

Finnur.

Það skiptir ekki máli hvaðan klippan kemur.  Tilfellið er að þessi orð lét Davíð falla.  

Stríðsreksturinn í Írak upp úr 2003 var ekki studdur af Nató.  Það sést á því að stór hluti bandamanna okkar kærði sig ekki um að taka þátt í þeim stríðsrekstri,  dæmi um það eru Frakkland, Þýskaland og hin Norðurlöndin svo eru mörg fleiri.  

Enda fundust engin gereyðingarvopn.  Allur sá stríðsrekstur var byggður á blekkingum.  Sá stríðsrekstur sem þar fór fram lagði alla innviði Íraks í rúst og hver sem fjöldi fallinna er leggur þessi stríðsrekstur grunnin að því sem nú er ISIS.

Átök í Kosovo og Líbíu eru allt annars eðlis þar sem þau voru háð af Nató.  

Indriði Ingi Stefánsson (IP-tala skráð) 24.6.2016 kl. 21:07

11 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Gleymdi því að mánuði eftir að Davíð tók þessa ákvörðun hlaut ríkisstjórnin endurnýjað umboð kjósenda. Ástþór telur þá væntanlega alla þessa kjósendur samábyrga um fjöldamorð á 3,5 miljónum manna.

Finnur Hrafn Jónsson, 24.6.2016 kl. 21:41

12 Smámynd: Már Elíson

Finnur....Hafðu vit á því að skammst þín, og það sérstaklega fyrir hugsanahátt þinn sem hefur nú þegar sýkt huga þinn. - Læknir er næstur hjá þér.

Már Elíson, 26.6.2016 kl. 12:51

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Finnur Hrafn Jónsson á hér góð innlegg, á heiður skilinn fyrir að mæla gegn bullinu og þeim mun fremur sem hann á hér engra hagsmuna að gæta.

Már Elíson er ekki svaraverður með ómálefnalegt innlegg sitt.

Um þetta mál hef ég fjallað hér: Þöggunar- og lygasamsæri Rúv.

Jón Valur Jensson, 6.7.2016 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband