Aðalritari Sameinuðu Þjóðanna: "Íraksstríðið ólöglegt."

Kofi Annan sem Aðalritari Sameinuðu Þjóðanna sagði innrásina í Írak: "ekki samræmast sáttmála Sameinuðu Þjóðanna, frá okkar sjónarhorni, og frá sjónarhorni sáttmálans þá var hún ólögleg."

Sáttmáli Sameinuðu Þjóðanna sem Ísland hefur verið aðili að frá 1946 heimilar ekki árás á annað fullvalda ríki nema það ríki hafi sjálf þegar ráðist á annað ríki. Í því ljósi heimiluðu Sameinuðu Þjóðirnar árás á Írak í persaflóastríðinu 1991 eftir að Írak hafði ráðist á Kúweit. Írak hafði ekki ráðist á annað ríki þegar bandalag hinna viljugu þjóða, með Ísland samábyrgt, hóf innrás í Írak 20. mars 2003

Rúmlega 76% landsmanna voru andvíg stuðningi Íslands við innrásina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband