Jón Sigurðsson var mótmælandi
20.11.2014 | 21:18
Gleymum ekki að einn merkasti Íslendingurinn sem við öll virðum var mótmælandi og ötull talsmaður freslsis einstaklingsins, þ.m.t. tjáningafreslisins. Trúir því einhver sem hugsar þá hugsun til enda að Jón Sigurðson Forseti myndi álasa mótmælendur fyrir að krota með krít á styttustandinn?
Krotað á gimstein þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það var svívirðing að krota "Bylting" risastórum stöfum á stall styttunar hans Jóns.
Ungæðisleg róttækni virðist nú ekki beint viðhorf Jóns Sig.:
[Um frelsi og agaleysi (hver segir svo, að Jón Sigurðsson forseti sé úreltur?)]
Ef þú, ágæti nafni, ert farinn að kynna þér Jón Sigurðsson, má líka spyrja: Ertu þá kannski sammála þessu viðhorfi sem hann hafði þegar náð þroska til að temja sér 32 ára (1843 – og hélt sér við síðan): Því verður ekki neitað, að það er hinn mesti galli, að engar varnir eru á landinu.
Jón Valur Jensson, 20.11.2014 kl. 21:34
... stall styttunnar ... !
Jón Valur Jensson, 20.11.2014 kl. 21:38
Jón var það róttækur að mótmælta lögmætri ákvörðun Trampe. Trúir þú því að Jón Forseti hefði kyppt sér upp við krít á styttustall?
Jón Þór Ólafsson, 20.11.2014 kl. 21:48
Hann var róttækur í varðstöðu um landsréttindi.
En hann vildi líka siðlega umræðu og virðulega framkomu.
Virðing Alþingis
"Það er skylda þingmanna, bæði við landið og þjóðina, við þingið og sjálfa sig, að þola enga ósiðsemi á þeim stað, eða neitt, sem getur rýrt tign eða álit þingsins meðal alþýðu, og þetta ætla ég muni vera hægt, eins á Íslandi og annars staðar."
Jón Sigurðsson (1845), tilvitnun hér úr ritinu Jón Sigurðsson í ræðu og riti, útg. Vilhjálmur Þ. Gíslason, Ak. 1944, s. 323.
Jón Valur Jensson, 20.11.2014 kl. 22:03
Sem núlifandi nákominn ættingi Jóns heitins fullyrði ég að hann hefði verið hæstánægður með þetta framferði og um leið frábið ég mér (og honum) þetta kjaftæði um skrílslæti og eignaspjöll. Þeir sem halda slíku fram ættu að líta í eigin barm. Hin eiginlegu skrílslæti og eignaspjöll eru framin af núverandi ríkisstjórn og ritstjórn þess auma áróðurssnepils sem birtir þessa frétt. Þetta fólk ætti að skammast sín fyrir að beita nafni frænda míns og átta sig á því að það er ekki fulltrúar hans, heldur miklu fremur nútíma útgáfa af Trampe greifa.
Björn Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 20.11.2014 kl. 23:13
Í mótmælum á Austurvelli haustið 2009 útbíuðu gáfnaljós alþingishúsið. Síðan hreinsuðu önnur gáfnaljós það með þrýstisprautu sem fyllti allar holur með vatni sem fraus um veturinn. Þetta olli jafnmikilli veðrun á húsinu og urðu á 100 árum á undan. Málarar þrýstisprauta aldrei hús að utan frá seinni hluta sumars til vors.
Það á að sýna mannasiði þótt mótmælt sé annars fer trúverðugleikinn lönd og leið.
Aðalsteinn geirsson (IP-tala skráð) 20.11.2014 kl. 23:20
Þú ert þó ekki að segja að mótmæli með krít á styttustand uppfylli skilyrði Jóns á ósiðsemi? (Taktu þó eftir að hann er að tala um á Alþingi en ekki mótmæli við ákvarðannir teknar á þeirri stofnun). Ertu kannski að segja að orð hans um mikilvægi "tign eða álit þingsins meðal alþýðu" réttlæti takmarkannir alþýðunnar á því að mótmæla?
Þú getur kannski gefið okkur söguskýringu. Var það ekki dónalegt á þeim tíma að mótmæla Trampe eins og Jón gerði?
Jón Þór Ólafsson, 20.11.2014 kl. 23:28
Nei, það var ekki "dónalegt", enda tók þingheimur mestallur undir orð Jóns, þegar hann mótmælti þeirri lögleysu, sem Trampe greifi hafði þarna í frammi.
Jón Valur Jensson, 21.11.2014 kl. 01:38
Takk Jón Þór þú ert sannur.
Sigurður Haraldsson, 21.11.2014 kl. 01:39
Ég leyfi mér nú að vitna í Vísindavefinn:
Í skrifum sínum þar barðist hann [Jón Sigurðsson] fyrir stjórnfrelsi, kjörfrelsi, málfrelsi, verslunarfrelsi og atvinnufrelsi til handa Íslendingum og birti ótal hvatningargreinar til Íslendinga um hvaðeina sem verða mátti landinu til viðreisnar. Hann taldi þó að frelsi án banda, án takmörkunar, væri ekki frelsi, heldur agaleysi og óstjórn.
Menn geta svo túlkað þetta eins og þeir vilja.
Wilhelm Emilsson, 21.11.2014 kl. 07:23
og hefur stjórnmálasiðferðið eitthvað breyst síðan á dögum Jóns Sigurðssonar? Þeir sem lesa Dægradvöl Benedikts Gröndal hnjóta um þá staðreynd að það var annar Jón Sigurðsson og ekki eins gljáfægður og Omegamaðurinn hér að ofan lýsir honum.
HK (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 09:06
Ég er með áleitna spurningu.
Hvernig geta mótmælendur gagnrýnt virðingarleysið og vantraustið sem ríkir á þinginu ef það svo sjálft er ekki til fyrirmyndar?
Guðni Karl Harðarson, 21.11.2014 kl. 13:24
Jón Þór minn. Óttalega erum við mannabörnin nú illa sett, að það skuli virkilega vera hægt að etja okkur kjánunum saman eins og nautum í skipulögðu, siðlausu og tilgangslausu söguhönnunar-ati. Ég er enn á þeim stað að leyfa mér að reiðast yfir ýmsu rugli sem er í gangi, þrátt fyrir að ég viti að það er einungis olía á skemmtanaeld skrattans.
Hann Nonni Sigurðs hefði líklega verið stoltur af þeim sem berjast af hugsjón, eru dyggir verkamenn, og láta sig varða hvernig samfélagið er í veraldar-sveit sett.
Þeir ættu að athuga sinn gang, sem voru með hugmyndir um syndastein á Austurvelli, fyrir nokkrum árum síðan. Eða hvað? Hvernig geta syndugir og breyskir menn gert slíkar kröfur til annarra syndugra samborgara?
Sá sem syndlaus er í löglausu landi blekkinga og lyga, kasti fyrsta steininum í syndarann? Er ekki Biblíu/Kóran-ævintýra-ritskoðunar-viska, (tekin úr heildar-samhengi), notuð á tyllidögum hjá sumum syndugum Biblíu/Kóran-túlkurum stríðsöfganna?
Þar sem enginn þekkir raunverulega sannleikann, þar er það einungis náungakærleikur og umburðarlyndi þekkingar, sem getur virkað rétt til friðar og farsældar fyrir samfélögin.
Ég bið andana miklu og góðu að hjálpa okkur öllum, syndugum og breyskum. Misnotkunar-völd peninga eru verri en engin völd, í stóra veraldar-samfélags-samhenginu.
Ísland er því miður keyrt áfram á tómri glæpalyginni og yfirdrætti bankaræningja alþjóðabankans kúgunareinokandi, en það gengur bara alls ekki lengur. Við erum komin á endastöð, og við Íslandsbúar erum öll sek, á einn eða annan hátt. Við höfum ekki tekið ábyrgð á frelsinu, vanþakkað frelsið, misnotað frelsið, horft framhjá siðleysinu, og bent á alla hina. Við sjálf erum "hinir".
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.11.2014 kl. 18:09
Og svo má líka minnast þess, að ekki ómerkilegri maður en Jesú Kristur var líka mótmælandi. Hann mótmælti ríkjandi viðhorfum valdhafa.
Pétur (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 22:51
Að mótmæla því illa er akkurat sem við viljum. Ég mótmæli inngöngu í ESB, Icesave stuldinum úr bönkunum,að vogunarsjóðir fái peningana án þess að borga útgönguskatt. Að pólitískar hreyfingar fái peninga úr ríkissjóði til að fjármagna framboð sín,það verður að hætta.
Helga Kristjánsdóttir, 22.11.2014 kl. 07:09
"Sem núlifandi nákominn ættingi Jóns heitins fullyrði ég...."
Ef þetta er ekki það fyndnasta sem ég les í dag, þá verður dagurinn góður.
Einhver á internetinu, telur sig vegna vensla, betur fallin til að tjá sig um skoðanir manns sem fæddist fyrir rúmum 200 árum, en aðrir.
Annars er ég þeirrar skoðunar að Jón Sigurðsson hafi ekki verið stuðningsmaður vandalisma, en hvað veit ég, ekki var ég samtímamaður Jóns, og sat ekki við fótskör hans í baðstofunni, ólíkt náskyldum ættingjum.
Hilmar (IP-tala skráð) 22.11.2014 kl. 09:17
Ertu að tala um baðstofu séra Sigurðar (frænda afa míns) og mad. Þórdísar á Rafnseyri (náfrænku afa míns), hr. Hilmar?
Svo geturðu ekki afsakað vanþekkingu þína með þessu, úr því að þú hefur þörf fyrir að rita hér. Lestu rit Jóns, ævisögur hans og greinar, og sannfærstu!
Jón Valur Jensson, 25.11.2014 kl. 00:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.