Ásta Helgadóttir varaþingmaður Pírata kemur inn á í ESB umræðuna.
10.3.2014 | 11:02
Ásta Helgadóttir varaþingmaður okkar Pírata kemur inn á fyrir mig þessa viku. Hún er Pírati inn að beini, eldklár, beitt og hugrökk. Hún hefur hleypt heimdraganum, ratað víða og reynslu í stjórnmálum hefur hún m.a. sem aðstoðarmaður Evrópuþingmanns sænskra Pírata Amelíu Andersdóttur. Hún kemur því sterk inn í ESB umræðuna þessa vikuna.
Ásta mun taka við af mér á næsta ári og bjóða sig fram á lista okkar Pírata í næstu kosningum. Hér er linkur á beina útsendingu Alþingis til að fylgjast með þessum upprennandi þingmanni Pírata: http://www.althingi.is/vefur/beinutsending.html
Evrópumálin tekin fyrir í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sænskur ESB-sinni í staðinn fyrir þig, á alþingi?
Hvers konar bull er eiginlega í gangi, Jón Þór minn?
Þekkir fólk almennt, hvernig undiralda Sænsku ESB-stefnunnar er í raun? Vopnasölu-hagnaður og hernaðar-hertökur utan ESB-ríkja!
Það var svosem ekki á öðru von, en að svona ekta dreng eins og þér, yrði skipt út í stóru málum Pírata! En þú ert nú enn sami flotti hugsjónadrengurinn Jón Þór. Sumir selja sem betur fer ekki hugsjónir sínar fyrir sæti í sínum upprunalega flokki ruglings og blekkingaplana.
Gangi þér sem allra best í framtíðinni, utan blekkinga-flokkafársins, Jón Þór. Alvöru fólk fer ekki auðveldu leiðirnar, því réttlætisvegurinn er torfær og kostar persónulegar fórnir.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.3.2014 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.