Hægt að lækka tolla á matvæli án þess að skaða búvöruframleiðslu
17.9.2014 | 20:18
Afnám tolla á matvæli, sem 61% landsmanna er fylgjandi samkvæmt nýlegri könnun Viðskiptablaðsins, mun:
- Auka kaupmátt heimilanna. (Yfirlýst markmið frumvarps fjármálaráðherra og samrýmist grundvelli stjórnarsamstarfsins).
- Einfalda og auka skilvirkni skattkerfisins. (Sem eru tvær af forsendum fjármálaráðherra fyrir uppbyggingu skattkerfis).
- Efla atvinnulífið í gegnum aukin umsvif. (Sem er annað yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar).
Ef tryggt er að heildar ígildi stuðnings við búvöruframleiðslu minnki ekki, þá ætti framsóknarflokkurinn að geta sætt sig við þessa lendingu. Þetta er hægt með því að auka framlög á móti.
Við Píratar erum að skoða ýmsar útfærslur á þessari mótvægisaðgerð, í það minnsta að því marki að koma í veg fyrir 2,5% hækkun á verði matvæla sem frumvarp ríkisstjórnarinnar mun annars orsaka samkvæmt fjármálaráðherra, sem sagði jafnframt í fyrstu umræðu um fjárlög á mánudaginn: "Það væri sjálfsagt að ræða mótvægisaðgerðir og fara ofan í saumana á því."
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.7.2015 kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Réttarstaða fólks sem flýja þarf myglueitruð heimili ekki tryggð.
15.9.2014 | 17:58
(Sá uppfærslu að neðan)
Réttarstaða eldri borgara, barna og fullorðinna sem flýja verða heimili sín sökum myglueitrunar eru ýmist ekki varin í lögum eða þeim lögum ekki framfylgt af ráðherra.
Ásta Guðjónsdóttir, sem hefur ekki geta lagað leka í íbúð sinni í sameign vegna hindanna 52% eiganda, bíður þingmönnum og Eygló Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra í vettvangsferð á föstudaginn kemur kl. 14:00, til að skoða hve illa leikin heimili fólks geta orðið af myglueitrun án þess að lögin tryggi raunhæf úrræði.
____________
Uppfærsla 18.09.2014. kl. 13:23
Eftir fund með 52% eigenda fjölbýlisins í gær varð ég áskynja um nýja vídd á þessu vandamáli myglueitrunar á heimilum fólks. Lög og reglur í dag eru ekki fær um að taka fyllilega á þessu vandamáli, og vandamál er ekki að hverfa þar sem WHO (Alþjóðaheilbrigðisstofnunin) hefur tekið á málinu og almenningur verður upplýstari um hættur mylgueitrunnar.
Ég greindi Eygló Harðardóttur stuttlega frá því í dag að staða fólks sem á í fjölbýlishúsi væri líka slæm því eðlilega getur það illa réttlætt fyrir sinni fjölskyldu að fara út í dýrar framkvæmdir án sannanna um að þær væru nauðsynlegar á meðan fólkið í fjölbýlinu sem veikist bregst réttilega ókvæða við þegar það sér heilsu fjölskyldunnar vera í hættu og fara hrakandi.
Mér er sem þingmaður Pírata gert í grunnstefnunni að taka vel upplýstar ákvarðannir og mun því þyggja boð í vettvangsferð í íbúðina á morgun og mun í kjölfarið geta leiðrétt ef ég hafi farið með rangt mál ræðu í þinginu (sjá að neðan).
Ég mun áfram fylgja þessu máli eftir og uppfæra þetta blog. Verum lausnamiðuð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.9.2014 kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dómsmálaráðherra hefur sagt af sér
31.8.2014 | 11:22
Forsætisráðherra segir fyrrverandi dómsmálaráðherra hafa fullvissað sig að hann hafi ekki á nokkurn hátt ætlað að hafa áhrif á rannsókn lögreglu. Þrátt fyrir það segir forsætisráðherra hann hafa farið yfir strikið með því að ræða rannsóknina við lögreglu.
"Við erum ríkisstjórn sem setur sér háan standard." segir forsætisráðherra eftir að hafa tekið við afsögn dómsmálaráðherra. "Ég er kosinn til að halda á lofti þeim gildum sem ég trúi á. Sjálfstæði lögreglurannsókna er grundvallar þáttur í okkar lagaramma. Aðgerðir fyrrum dómsmálaráðherra er til þess fallnar að kasta vafa á það sjálfstæði."
Hér er myndskeið af forsætisráðherra Nýja Sjálands eftir afsögnina (hér má sjá myndskeiðið í fullri stærð):
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)