Þingsköpin 1: Breytingartillögur við tekju- og útgjaldafrumvörpin
24.10.2014 | 15:58
Ef þetta er ekki lagað þá hafa óbreyttir þingmenn ekki í raun getu til að gera faglegar breytingartillögur við stærstu frumvörp stjórnvalda.
Þetta er fyrsti pistillinn af mörgum um þingsköpin (leikregur þingsins og innra starf).
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.11.2014 kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Unglingadrykkja minnkað samhliða auknu aðgengi fullorðinna
21.10.2014 | 22:54
Það vekur athygli að engin þingmaður í umræðunni segist vilja snúa klukkunni til baka um tuttugu ár með því að fækka sölustöðum og stytta opnunartíma sem mun klárlega minnka aðgengi fullorðinna að áfengi eins og Helgi Hrafn þingmaður Pírata hefur þráspurt þingmenn um.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.10.2014 kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Gátan um þögulu mennina í fjármálastöðuleikaráði.
6.10.2014 | 19:12
Gátan um þögulu mennina í fjármálastöðuleikaráði er einföld útgáfa af gamalli gátu um græneygða dreka sem lögð fyrir eðlisfræðinema í Harvard (hér er lausnin á henni).
Nýja gátan hljómar svona:
"Þar sem fjármálastöðuleikaráð skal meta áhættu í fjármálakerfinu og birta fundarefni, fundargerðir og tilmæli sín til stjórnvalds nema birting þeirra geti haft neikvæð áhrif á fjármálastöðugleika. Hvaða ályktannir má draga af því að ráðið virðist ekki fjalla um eða birta neitt um mál sem meðlimir þess klárlega vita að geta skapað áhættu í fjármálakerfinu?"
Nú veit fjármálaráðherra að dómur í dómsmál HH gegn ÍLS um ólögmæti útfærslu nánast allra verðtryggðra neytendalána (m.a. öll húsnæðislán frá 2001) á Íslandi mun falla í Hæstarétti á næsta ári. Ætla má að hinir tveir aðilar ráðsins, seðabankastjóri eða forstjóri FME, viti það líka. Ef þeir virðast ekkert ræða um málið í fjármálastöðuleikaráði hvað eigum við að halda um afstöðu þeirra um áhrif þess á fjármálastöðuleika landsins?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.10.2014 kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)