Þetta eru gildi landsmanna Sigmundur Davíð
25.6.2015 | 16:35
Á þjóðfundinum 2009 komu saman 1231 landsmenn valdir af handahófi til að safna saman hugmyndum og tillögum af því samfélagi sem Íslendingar vilja sjá vaxa og dafna á komandi árum. Af þeim 30.000 tillögum og hugmyndum var heiðarleiki afgerandi mikilvægasta gildið. Þar á eftir komu virðing, réttlæti og jafnrétti. Á fundinum varð til framtíðarsýn á hverju borði og voru orðin samfélag, menntun, heilbrigðisþjónusta og auðlindir landsmönnum mikilvæg.
Á þjóðfundinum 2010 komu saman 950 landsmenn valdir af handahófi til að fjalla um þau gildi sem leggja skyldi til grundvallar nýrri stjórnarskrá og ræða innihald stjórnarskrárinnar út frá þeim. Þar var mikið kallað eftir virkara og beinna lýðræði, meiri valddreifingu og aukið aðhald með valdhöfum.
Það kom því ekki á óvart að meirihluti landsmanna í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 vilja grundvalla nýja stjórnarskrá á tillögum Stjórnlagaráðs sem vann tillögur þjóðfundarins að miklu leiti áfram inn í lagafrumvarp.
Gildi og framtíðarsýn landsmanna eru bæði mannúðleg, réttlát og skynsöm. Grunnstefna Pírata snýst um að landsmenn geti gert þessa sýn að veruleika.
![]() |
Sigmundur: Fólk orðið leitt á leiðindum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.6.2015 kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Stjórnarþingmenn hafna að ræða hættuna í heilbrigðiskerfinu
23.6.2015 | 13:16
Forseti Alþingis hefur vanrækt að virkja lögbundna eftirlitsheimild þingmanna til að eiga sérstakar umræður við ráðherra í þinginu um framkvæmdir stjórnvalda (49, 50 og 60.gr Laga um þingsköp). Þingmenn Pírata, Samfylkingar og Vinstri Grænna óskuðu því eftir að eiga slíkar umræðu um mikilvægustu málefni líðandi stundar eins og hættuna í heilbrigðiskerfinu vegna uppsagna yfir 200 heilbrigðisstarfsmanna í kjölfar lagasetningar á verkfall þeirra.
Stjórnvöld forgangsraða ekki skattfé landsmanna í heilbrigðiskerfið eins og 90% landsmanna vilja og stjórnarmeirihlutinn á Alþingi kaus í gær gegn því að ræða hættuna sem stefna stjórnvalda er að skapa í heilbrigðiskerfinu. Tillagan verður borin aftur upp í dag.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.9.2019 kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frumvarp um ráðstöfun fiskveiðiauðlindar til lengri tíma en eins árs.
18.6.2015 | 16:28
Makríll er ný fiskveiðiauðlind í fiskveiðilögsögu Íslands. Henni hefur ekki verið ráðstafað með lögum. Makríl lagafrumvarpi Sjávarútvegsráðherra hefur verið harðlega mótmælt og 51.000 landsmenn hafa skorað á forseta Íslands að:
Stjórnarliðar eru byrjaðir að ræða breytingartillögu við makrílfrumvarpið sem þeir vilja fá í gegn núna á næstu dögum um að makríl skuli ráðstafað með lögum eins og öðrum fiskveiðiauðlindum með úthlutun aflahlutdeildar í heildarkvóta sem samkvæmt sérfræðingum getur tekið 6 - 30 ár fyrir þjóðina að afturkalla til sín.
Stjórnarliðar vilja að með lögum sem Alþingi samþykkir skuli fiskveiðiauðlind (makríl) ráðstafað með því að úthluta aflahlutdeild til lengri tíma en eins árs, og það áður en ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni hefur verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra.
Lykilatriði er þetta:
Ef Makríll er settur inn í núverandi kvótakerfi mun taka 6 - 30 ár að ná honum aftur til þjóðarinnar. Það er ráðstöfun með lögum til lengri tíma en eins árs.
Hvetjum fleiri til að skrifa undir.
![]() |
Makríll á borði atvinnuveganefndar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)