Flóttafólkið sem flýr ofbeldisfullar trúaröfgar

gullna_regnan_1268519.pngFólk sem vill koma fram vilja sínum með ofbeldi beitir oft fyrir sig völdum köflum úr trúarbókum til að réttlæta sínar öfgar.

Íslamska Ríkið er nærtækasta dæmið um slíkt. Stjórnarfarið þar, rétt eins og hjá öðru ofbeldisfullu öfgafólki, er fasískt; ofbeldisfullt stjórnlindi.

Í Sýrlandi, rétt eing og í Írak, hefur fólk bæði nauðugt og viljugt gengið til liðs við Íslamska Ríkið. "Ríkið" hefur tekið vel á móti öfgafólki.

Þeir sem hins vegar flýja núna heimili sín í Sýrlandi eru aðalega trúað fólk sem er hvað líklegast til að hafna ofbeldisfullum trúaröfgum.

Í öðrum trúarbrögðum rétt eins og í Kristni þá er það trúaða fólkið sem hafnar ofbeldisfullum trúaröfgum sem heldur hvað helst á lofti því friðsæla og kærleiksríka í trúarbókunum og heldur öfgunum og talsmönnum þeirra í skjefnum.

Fólk sem vill forðast fasisma mun gera samfélagið okkar farsælla.


mbl.is „Ég ætla ekki að nefna einhverja tölu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástæðan fyrir því að gegnsæi og lýðræði eru framtíðin

Þegar breytt eftirspurn er aðeins stormur sem stendur stutt yfir þá geta ráðandi öfl beðið hann af sér.

En þegar þær breytingar eru til komnar vegna grundvallar veðurfarsbreytinga - grundvallar breytinga á gildismati fólks í kjölfar tæknibyltingar. Þá munu þeir sem þrjóskast við að leyfa þessu gildum að rísa, þeir munu sökkva.


FYRIR virkara lýðræði, frekar en GEGN ráðandi öflum

styrmir_gunnarsson.jpgStyrmir Gunnarsson er með góða greiningu í Morgunblaðinu um helgina. Í titli greinarinnar spyr hann hvort yfir standi uppreisn gegn ráðandi öflum? Svarið er 'Já' en það er aðeins hálft svarið.

Fyrst og fremst stendur yfir bylting FYRIR gildum eins og auknu gegnsæi og beinna lýðræði, í stað þess að byltingin standi GEGN ráðandi öflum.

Styrmir skrifar af skilningi:
  "Ef þetta er að einhverju marki rétt lýsing á því sem kalla má hjartslátt þjóðfélagsins blasir við að aðferðin til að veita þessum straumum út í samfélagið í uppbyggilegan farveg er að breyta stjórnskipan landsins á þann veg að beint lýðræði verði grundvallarþáttur hennar, að fólkið í landinu taki sjálft ákvarðanir um megin stefnu í grundvallarmálum, sem Alþingi útfæri svo í smáatriðum í löggjöf.
  Meginþáttur í slíkri stjórnskipan er bylting í upplýsingamiðlun til almennings, sem getur með nútímasamskiptatækni haft aðgang að öllum sömu upplýsingumum málefni þjóðarbúskaparins og „hin ráðandi öfl“ hafanú.
  Skilja stjórnmálaflokkar þetta?"


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband