Þrjár rangfærslur SDG um eftirlitsheimildir þingmanna
22.10.2015 | 19:25
Í fréttum á RÚV í dag segist forsætisráðerra Íslands víst vilja ræða við þingmenn stjórnarandstöðunnar um verðtrygginguna. Hann bendir á að þingmenn hafi til þess ýmsar leiðir, og nefnir fyrirspurnir til ráðherra og beiðni um skýrslu frá ráðherra. Svo segir hann að "þá liggur það fyrir; það vita það allir; þegar um er að ræða þennan lið, sem þau hengja sig í, sérstakar umræður, þá er það ráðherran sem er að vinna í því máli á þeim tíma sem fer í þær umræður."
Þetta er ekki bara rangt hjá forsætisráðherra. Lögin um leikreglur þingsins - lög um þingsköp - lögfesta andstæðuna við það sem forsætisráðherra segir í fréttum. Lögin segja að fyrirspurnum og skýrslum skal beina til ráðherra sem fer með málaflokkinn, en engin slík takmörkun er við sérstakar umræður.
Þingmenn báðu þingforseta lögum samkvæmt að ræða við forsætisráðherra um afnám verðtryggingar. Ef þingforseti eða meirihluti þingsins heimilar þá sérstöku umræðu þá getur forsætisráðherra ekki hafnað því að taka þátt án þess að brjóta lög.
_____________________________
Sjá lagagreinarnar sem þetta varðar hér að neðan, og lögin um þingsköp í heild hér.
Í 49.gr. laganna er fjallað um allar þrjár eftirlits heimildirnar:
"Eftirlitsstörf alþingismanna fara fram með fyrirspurnum, skýrslubeiðnum og sérstökum umræðum samkvæmt ákvæðum þessa kafla þingskapa"
Í 57.gr. er fjallað um fyrirspurnir:
"Fyrirspurn skal vera skýr, um afmörkuð atriði og mál sem ráðherra ber ábyrgð á og sé við það miðað að hægt sé að svara henni í stuttu máli. Alþingismaður segir til um það hvort hann óskar skriflegs eða munnlegs svars. Stutt greinargerð má fylgja fyrirspurn ef óskað er skriflegs svars."
Í 54.gr. er fjallað um skýrslubeiðnir:
"Níu þingmenn geta óskað skýrslu ráðherra um opinbert málefni. [...] Forseti tilkynnir hlutaðeigandi ráðherra um beiðni um skýrslu sem leyfð hefur verið."
Í 60.gr. sem er hér birt í heild er þingmönnum heimilað að biðja um sérstaka umræðu með ráðherra að eigin vali:
"[Forseti getur sett á dagskrá þingfundar sérstaka umræðu þar sem þingmenn geta fengið tekið fyrir mál hvort heldur er í formi yfirlýsingar eða fyrirspurnar til ráðherra. Þingmaður skal afhenda forseta skriflega beiðni hér um. Við slíka umræðu skal ráðherra vera til andsvara. Sé málefni, sem tekið er fyrir skv. 2. mgr., í senn svo mikilvægt, umfangsmikið og aðkallandi að það rúmist ekki innan umræðumarka sérstakrar umræðu, sbr. [95. gr.],2) getur forseti heimilað lengri umræðutíma og rýmri ræðutíma hvers þingmanns og ráðherra en ákveðinn er í [95. gr.]2) Skal forseti leita samkomulags þingflokka um ræðutímann, en sker úr ef ágreiningur verður.]3)"
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2015 kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sérhagsmunaaðilar sem vilja fjölga föngum
21.9.2015 | 12:22
Peter Drucker, faðir nútímastjórnunar, sagði tilgang fyrirtækja að búa til og halda í kúnna.
Við viljum hafa minna af kúnnum þegar kúnnarnir eru fangar. Við viljum því ekki hafa hagsmunaaðila í samfélaginu sem hafa hag af því að fjölga föngum. Þannig er það í Bandaríkjunum. Þar hefur sprottið upp gríðarlega stór og sterkur iðnaður sem hefur áhrif á löggjafann til þess að fá fleiri kúnna.
Í góðum rekstri þá ræðst form rekstursins af tilgangi hans. Uppbygging teima ræðst af tilgangi verkefnisins. Það er ekkert lýðræði í skurðstofuteiminu, og réttilega. Ef einn af megintilgangi fangelsiskerfisins er að betrumbæta fanga og þar með fækka þeim og afbrotum, þá er óheillavænlegt að nota rekstrarform sem í eðli sínu hefur hag af því að fjölga föngum.
![]() |
Koma stórskuldugir úr fangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ógeðfeldasta birting Morgunblaðsins hans Dabba
1.9.2015 | 20:53
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)