Við forgangsröðun í heilbrigðismál er öryggi lágmarkskrafa
11.12.2015 | 12:33
Grein Sigmundar Davíðs forsætisráðherra í Fréttablaðinu í dag er skólabókardæmi um hvernig skal blekkja með hálf-sannleika.
Það er satt sem SDG segir að: "Framlög til spítalans hafa aldrei verið meiri og það sama á við um heilbrigðiskerfið."
Ef krónurnar eru taldar, Já. Ef hrun krónunnar er talið með, þá Kannski lítillega.
En á meðan að framlögin hafa í raun hækkað lítið sem ekkert þá hefur þörfin aukist verulega með auknum meðalaldri þjóðarinnar og uppsöfnuðum vandamála vegna fjársveltis hrunáranna. Þetta vita SDG og stjórnarliðar.
En það segir ekki einu sinni alla söguna.
Framlög stjórnvalda í dag miðað við þörfina tryggja ekki öryggi sjúklinga. Og það hlýtur að vera lágmarkskrafa við forgangsröðun skatttekna og úthlutunar þeirra, að tryggja öryggi sjúklinga. Annars eru menn klárlega ekki að forgangsraða í heilbrigðismál eins og 90% landsmanna vilja.
Stjórnarflokkarnir hafa sýnt það aftur og aftur að þeir forgangsraða öðru á undan raunverulegri fjárþörf heilbrigðiskerfisins:
- Lægri veiðigjöld fyrir sjávarútvegsfyrirtækin hefur meiri forgang.
- Það hafði afnám auðlegðarskattsins líka.
- Lækkun skatta á álfyrirtækin var forgangsverkefni fjármálaráðherra 1. maí.
- Svo vildi hann forgangsraða því svigrúmi sem lægra vaxtabyrði ríkissjóðs skapar til þess að lækka skatta.
- 3 milljarða vantaði til að veita nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, skv öllum forsvarsmönnum heilbrigðiskerfisins, en fjárlögin voru höfð hallalaus um 3,4 milljarða.
Örugg fyrsta flokks heilbrigðisþjónusta er ekki í forgangi hjá þessari ríkisstjórn.
![]() |
Sigmundur Davíð: Toppari þráir athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Stjórnarflokkarnir hættulegir heilsu og lífi landsmanna
10.12.2015 | 11:31

Það er afgerandi vilji landsmanna að forgangsraða sínu skattfé í heilbrigðiskerfið eins og fram kemur í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir þingflokk Pírata fyrir ári og núna aftur í haust. Þetta á við alla aldursflokka, alla tekjuflokka, kjósendur allra flokka og úr öllum kjördæmum, konur og karla. Meira en 90% landsmanna setja heilbrigðiskerfið í forgang á fjárlögum.
Heilbrigðiskerfið á Íslandi er veikburða eftir áralangt fjársvelti. En þrátt fyrir mikinn niðurskurð, lág laun, lélegan aðbúnað og mikið vaktaálag í gegnum kreppuna þá hefur heilbrigðistarfsfólkið okkar haldið öllum þáttum heilbrigðisþjónustunnar grænum samkvæmt alþjóðlegum þjónustustuðlinum Euro Health Consumer Index 2014 sem landlæknir styðst við samkvæmt lögum og reglum. Ákvörðun stjórnvalda að forgangsraða ekki nægu skattfé í að hækka laun heilbrigðisstarfsmanna til að koma í veg fyrir fyrsta læknaverkfall Íslandssögunnar og önnur verkföll heilbrigðisstarfsmanna hefur sett landsmenn í hættu.
Landlæknir sendi stjórnvöldum þrjú formleg bréf í vor um að ástandið í heilbrigðiskerfinu sé komið út fyrir þau mörk að hægt sé að tryggja öryggi sjúklinga og aðgerðir sem binda enda á verkfall án þess að samningar náist leysa ekki vanda heilbrigðiskerfisins þegar til lengri tíma er litið. Ríkisstjórnin batt samt endi á verkfallið með lögum í stað samninga.
![]() |
Fjársveltið þjóðinni til skammar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Staksteinar Moggans: Borgaralaun frumleg lausn
8.12.2015 | 15:44
Þar sem ágreiningur í stjórnmálum er óhjákvæmilegur þá er heillavænlegt að finna lausnir sem sætta sjónarmið samhliða því að verja réttindi einstaklinga og vinna að almannahag.
Dæmi um mögulega lausn í þá veru er skilyrðislaus grunnframfærsla, oft nefnd borgaralaun, sem yfirvöld í Finnlandi eru að skoða sem arftaka félagsbótakerfisins, eins og kemur fram í Staksteinum Morgunblaðsins í dag.
Tölvur og róbótar munu taka yfir helming starfa á næstu áratugum. Það mun setja gríðarlegt álag á óskilvirkt félagskerfið á sama tíma og verðmætasköpun sjálfvirkninnar mun gera samfélög nógu rík til að skipta í skilvirkari heildarlausnir á borð við skilyrðislausa grunnframfærslu.
Fólk á vinstri kanti stjórnmálanna sér þetta sem uppfyllingu á lágmarks framfærslu og á hægri kantinum sér fólk hluta óskilvirkt skriffinnskubákn sem hnýsist í einkalíf fólks á bak og burt.
Píratar hafa lagt fram í annað sinn þingsályktun um að stjórnvöld skoði leiðir til að tryggja öllum borgurum landsins skilyrðislausa grunnframfærslu.
ATH: Í myndskeiðinu segi ég 50 ár á meðan hið rétta er 20 ár.