Alvarleiki Wintris eru hagsmunir SDG viđ haftalosun
12.5.2016 | 13:55
Sigmundur Davíđ hefur haldiđ ţví fram ađ Wintris félag konu hans hafi alltaf greitt skatta. Ţađ má vera. Ţađ mál snýst um einhverjar milljónir. Stóramáliđ er hins vegar ađ kona Sigmundar hafđi sem eigandi Wintris og ţví kröfuhafi í föllnu bönkunum fjárhagsmuni ađ gćta í haftalosunarferli eiginmanns síns. Ţađ mál varđar hundruđ milljarđa.
Deilt er um hvađa hagsmuni Sigmundur lét víkja viđ val á leiđum til haftalosunar, hagsmuni landsmana eđa fjárhagsmuni konunnar hans. Sjálfur segist hann hafa fórnađ hagsmunum konu sinnar. Ekki er ţó deilt um ađ á síđustu stundu í haftalosunarferli ríkisstjórnar Sigmundar ţá var skipt um stefnu. Í stađ ţess ađ leggja útgönguskatt á alla kröfuhafa ţá var kröfuhöfum bođiđ ađ greiđa stöđugleikaframlag í stađ stöđugleikaskatts. Framlag kröfuhafanna varđ 384 milljarđar í stađ stöđuleikaskatts upp á 620 milljarđa, samkvćmt Fjármálaráđuneytinu og Seđlabanka Íslands.
Kona Sigmundar hefur sagt opinberlega ađ hún sé kröfuhafi og makar hafa alltaf fjárhagslega hagsmuni af fjárhag maka síns ţó ađ um séreign sé ađ rćđa. Ţađ eru alţjóđlega viđurkenndir góđir stjórnhćttir ađ fólk sem velji ađ fara međ almannavald forđist svona hagsmunaárekstra, en sé ţađ ómögulegt ađ upplýsa ţá um ţá. Hjónin gátu ekki bćđi haldiđ í sitt, Sigmundur í drauminn um sćti í ríkisstjórn og konan hans í kröfur Wintris, án ţess ađ búa til hagsmunaárekstra sem alţjóđasamfélagiđ hefur sameinast um ađ skuli réttilega forđast. Sigmundur ćtlađi skiljanlega ekki ađ sleppa stjórnmálaferlinum, en félög eins og Wintris eđa kröfur ţeirra er hćgt ađ selja. En ţau ákváđu bćđi ađ halda í sitt og hafa hljótt um ţađ.
Stóru hagsmunirnir eru ekki skattskil konu Sigmundar, alvarleiki Wintrismálsins er fyrst og fremst ađ sem ćđsti valdamađur landsins hafđi Sigmundur Davíđ hagsmuni ađ gćta beggja vegna borđsins ţegar kökunni var skipt milli landsmanna og kröfuhafa viđ losun hafta og hélt ţví leyndu fyrir ţjóđinni.
![]() |
Hátt í 400 milljónir í skatta |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Hver getur endurreist Framsóknarflokkinn?
30.3.2016 | 18:16
Ţegar velja á fólk í framlínuna er farsćlt vita hvort ţađ beri sömu gildi og ţú fyrir brjósti, hvort ţađ sé nógu frambćrilegt til ađ halda ţeim á lofti og hve vel ţví sé treystandi til ađ vinna ţeim brautargengi. Hvađ frambjóđandi setur í forgang, hvort hann sé frambćrilegur og traustsins verđur skiptir kjósendur máli.
Ţegar Sigmundur fór fyrst fram í flokknum töluđu Framsóknarmenn um ađ nýi leiđtoginn vćri kominn. Mörgum landsmanna er annt um ţau gildi sem Sigmundur Davíđ setur í forgang og hann var frambćrilegur sem ţingmađur í stjórnarandstöđu. Sem forsćtisráđherra hefur honum ekki tekist ađ halda á lofti sínum helstu baráttumálum, og ţar sem Sigmundur hefur stađiđ hvađ sterkastur, í baráttunni viđ kröfuhafa, hefur hann verulega tapađ trúverđugleika.
Nú mun Framsóknarfólk spyrja sig hvort Sigmundur Davíđ sé enn nógu sterkur í oddinum til ađ vinna fleiri kosningasigra, eđa hvort einhver annar vćri sem leiđtogi bćđi beittari og minna brothćttur.
Ţađ má vera ađ Sigmundur Davíđ nái ađ spila góđa nauđvörn í umrćđunni um heimilin, kröfuhafana og afnám hafta, en ólíklegra er ađ hann geti aftur međ trúverđugum hćtti veriđ séđur sem skjöldur heimilanna og sverđiđ í stríđinu viđ kröfuhafana.
Hvađ hefur Sigmundur ţá til ađ koma flokkinum aftur í sterka stöđu? Stríđ um nýjan spítala á nýjum stađ? Barátta viđ leyndarhyggju fyrri ríkisstjórnar? Ţađ eru mál sem brenna á mörgum. Óttinn viđ suma útlendinga hefur líka skilađ Framsóknarflokkinum atkvćđi. En ekkert af ţessu er í samanburđi viđ skuldaniđurfellingu fyrir heimili landsins í stríđinu viđ hrćgamma, eins og fyrir síđustu kosningar.
Ef engin annar stígur fram ţá mun Sigmundur eflaust fara áfram međ formennsku Framsóknarflokksins. Í besta falli mun hann stunda góđa nauđvörn og finna sér nýtt stríđ fyrir nćstu kosningar. Í versta falli mun hann vera bitur og bitlítill og brotna á slćmum tíma fyrir flokkinn. Í öllu falli er harla ólíklegt ađ Sigmundur Davíđ endurreisi Framsóknarflokkinn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
Praktísk stjórnmálaţáttaka 101
27.1.2016 | 10:54
Vinur minn vildi vita hvernig hann gćti "tekiđ virkari ţátt í pólitík." Hann er á annarri önn í stjórnmálafrćđi í Háskóla Íslands og vantađi praktísk ráđ. Hann bauđ mér upp á kaffi og tćkifćri til ađ taka saman ţađ praktískasta sem rekiđ hefur á mínar fjörur til ađ ná árangri í stjórnmálastarfi.Ţekktu sjálfan ţig.
Til ađ ná árangri í ţví sem krefst langtíma vinnu er mikilvćgt ađ ţekkja sjálfan sig. Peter Drucker fađir nútímastjórnunar sagđi ađ fólk sem ţekkir sín gildi, styrkleika og starfsumhverfi sem ţađ ţrífst vel í veit hvort og hvernig ţađ getur unniđ verk. Ţađ sóar ekki tíma sínum og orku í ţađ sem skilar ekki hámarks árangri.
Í 'Managing Oneself' tekur Drucker saman ţessa ţrjá grundvallar hluti til ađ vita um sjálfan sig.
Hér er svo samantekt sem ég tók saman á einni blađsíđu.
Hér ađ lokum er svo besta verkfćri sem ég hef rekist á til ađ finna ţessa ţrjá ţćtti um sjálfan sig.
Ţekktu "leikinn" og leikmennina.
Leikir eins og skák skapa ramma, hugtök og vettvang til ađ skilja og ţjálfa hugsun sem skilar árangri í hernađi, já og pólitík. Rétt eins og lobbýistar hafa atvinnu af ţví ađ hafa áhrif á ţá sem fara međ pólitískt vald, ţá má skilgreina stjórnmálamenn sem ţá sem hafa atvinnu af ţví ađ koma sér í stöđu sem fer međ pólitískt vald. Ţađ skiptir ţví stjórnmálamenn sköpum, ţegar nćr dregur kosningu eđa skipan í valdastöđur, ađ vera álitinn ákjósanlegasti kosturinn hjá ţeim sem ráđa hver situr hvar. Slíkt álit má kalla pólitískt kapítal. Til ađ áćtla og hafa áhrif á ţađ hvernig stjórnmálamađur beitir áhrifum sínum og völdum ţá er nauđsynlegt ađ sjá hvađ veldur honum álitshnekki og kostar hann ţví pólitískt kapítal, og hvernig hann getur vaxiđ í áliti og orđiđ sér ţannig úti um meira af ţví.
Nánari útskýring á praktískri nálgun á skiptimynd stjórnmálamannsins, pólitískt kapítal, má lesa í grein sem ég tók saman um ţingstarfiđ.
Dýpri greining á stjórnmála"leiknum" er hćgt ađ lesa um í bók sem ég skrifađi 2008, The Game of Politics - A Game Manual, sem öllum er frjálst ađ hala niđur og deila án endurgjalds.
Byggđu á árangri.
Ekkert er eins árangursríkt og árangur - 'Nothing succedes like success'. Drucker benti á ađ einblína á ţađ sem ţú getur gert sem skilar hámarks árangri. Sér í lagi ef ţađ er eitthvađ sem engin getur gert jafn vel.
Stjórnmálaflokkar eru knúnir áfram af sjálfbođaliđum. Sér í lagi flokkar sem hafa ekki verđi í ađstöđu til ađ skipa sitt fólk í launađar stöđur hjá hinu opinbera. Biblían um árangur viđ skipulag í sjálfbođaliđastarfi er Managing the Non-Profit Organization eftir Drucker.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)