Aðalritari Sameinuðu Þjóðanna: "Íraksstríðið ólöglegt."

Kofi Annan sem Aðalritari Sameinuðu Þjóðanna sagði innrásina í Írak: "ekki samræmast sáttmála Sameinuðu Þjóðanna, frá okkar sjónarhorni, og frá sjónarhorni sáttmálans þá var hún ólögleg."

Sáttmáli Sameinuðu Þjóðanna sem Ísland hefur verið aðili að frá 1946 heimilar ekki árás á annað fullvalda ríki nema það ríki hafi sjálf þegar ráðist á annað ríki. Í því ljósi heimiluðu Sameinuðu Þjóðirnar árás á Írak í persaflóastríðinu 1991 eftir að Írak hafði ráðist á Kúweit. Írak hafði ekki ráðist á annað ríki þegar bandalag hinna viljugu þjóða, með Ísland samábyrgt, hóf innrás í Írak 20. mars 2003

Rúmlega 76% landsmanna voru andvíg stuðningi Íslands við innrásina.


Sanngirni, sómakennd og Davíð Oddsson

Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segir að: "við verðum að vera menn til þess að standa við það sem við höfum sagt." Morgunblaðið hefur eftir Davíð daginn áður en Íraksstríðið hefst að hann hafi þá þegar sett Ísland á lista hinna viljugu þjóða.

Í viðtali á Hringbraut sem forsetaframbjóðandi 20. maí síðastliðinn stendur Davíð ekki við það sem hann hafði sagt eftir að hann gerði Ísland samábyrgt í stríði. Hann segist þar hafa gert það "eftir að stríðið var hafið." Níu dögum síðar í viðtali á Eyjunni segir Davíð við Guðna Th forsetaframbjóðenda: "Guðni, elskulegur Guðni, ef þú ætlar að bjóða þig fram til forseta þá máttu ekki hlaupa frá öllu sem þú hefur sagt, þú bara mátt það ekki. Ég geri það ekki, og þú mátt það ekki, það er ekki sanngjarnt."

Ísland þurfti ekki að vera samábyrgt í þessu stríði. Davíð Oddsson ákvað að setja okkur á listann. Íslendingar eru stoltir af því að vera friðsælt og friðelskandi fólk. Síðar í mánuðinum sjáum við hvort að landsmenn vilja sjá sem sameiningartákn þjóðarinnar og andlit Íslands á alþjóðavettvangi þann mann sem gerði Ísland samábyrgt í stríði sem kostaði hundruð þúsunda lífið.

 

Bush sagði Davíð gera Ísland samábyrgt í Írakstríðinu

Davíð og Bush.png

Íslendingar eru herlaust og friðelskandi fólk sem Davíð Oddsson setti á lista bandalags hinn viljugu þjóða í árásarstríði á Írak.

Kvöldið fyrir innrás bandamanna í Írak ávarpaði Bush þjóð sína. Þar lýsir hann að loftárásir væru hafnar og að "Hver einasta þjóð í þessu bandalagi hefur valið að axla ábygðina og deila heiðrinum við að standa vörð um sameiginlegar varnir okkar."

Noregur, Frakkland, Þýskaland og flest ríki í vestur Evrópu skrifuðu sig ekki á listann. Costa Rica lét fjarlægja sig af listanum eftir að stjórnlagadómstóll úrskurðaði að vera landsins á listanum bryti í bága við meginreglur landsins um friðsemi. Þátttaka í stríðinu fylgdi ekki því að vera NATO meðlimur og Sameinuðu Þjóðirnar studdu stríðið ekki.

Ísland þurfti ekki að vera samábyrgt í þessu stríði. Davíð Oddsson ákvað að setja okkur á listann, sem var birtur 18. mars 2003, og það áður en málið var rætt á ráðherrafundi og í utanríkismálanefnd Alþingis 21. mars 2003 eins og lög og stjórnarskrá kveða á um.

17 grein Stjórnarskrár Íslands segir: "Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni." Svo annað hvort er stjórnarskráin það gölluð að tveir ráðherrar geta gert Ísland samábyrgt í stríði með því að segja þá ákvörðun ekki vera "mikilvæg stjórnarmálefni" eða að Davíð braut stjórnarskránna.

Íslendingar eru stoltir af því að vera friðsælt og friðelskandi fólk. Síðar í mánuðinum sjáum við hvort að landsmenn vilja sjá sem sameiningartákn þjóðarinnar og andlit Íslands á alþjóðavettvangi þann mann sem gerði Ísland samábyrgt í stríði sem kostaði hundruð þúsunda lífið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband