Kjararáðsmálið. Hætta á uppsögn kjarasamninga.

Staðan rétt eftir miklar hækkannir kjararáðs á launum ráðamanna á kjördag.

SAASÍHeildarsamtök bæði launþega og atvinnurekenda hafa krafist þess að Alþingi hafni hækkun launa frá Kjararáði.
- Samtök Atvinnulífsins segja að: „Kjararáð stuðlar að upplausn á vinnumarkaði [og] skora á nýtt Alþingi að hafna nýlegum ákvörðunum kjararáðs og leggja málið í sáttaferli.“ 
- Alþýðusamband Íslands sagði að: „ASÍ krefst þess að ákvörðun kjararáðs verði dregin til baka [...] Að öðrum kosti verður óstöðugleiki og upplausn á vinnumarkaði í boði Alþingis.“


Viðbrögð Alþingis við hækkuninni er ekki nóg.

Forsætisnefnd fékk fyrir jól það hlutaverk frá formönnum allra flokka á Alþingi að endurskoða kjör þingmanna til að stuðla að sátt um laun þingmanna. 
Fyrir þremur vikum lækkaði forsætisnefnd loks kjör þingmanna inn fyrir mörk um almenna launaþróun frá 2006. Ég varaði þar við að þetta væri ekki nóg á meðan aðrir launþegar þurfa að miða við hækkun frá 2013. Viðvörunin var borin upp munnlega, og bókuð og skjalfest. Forsætisnefnd ætlar í framhaldinu að endurskða þetta heildstætt (sem þýðir að málið getur auðveldlega tafist út í hið óendanlega).


Staðan núna, rúma viku í mögulega uppsögn kjarasamninga.

RÚV fréttMiðstjórn ASÍ minnir áfram á að forsenduákvæði kjarasamninga eru til endurskoðunar nú í febrúar og hækkanir til alþingismanna og æðstu embættismanna geta sett framhald kjarasamninga alls þorra landsmanna í uppnám. Miðstjórn Alþýðusambandsins mótmælir hálfkáki forsætisnefndar þingsins og krefst þess að Alþingi taki málið upp og afturkalli hækkanir kjararáðs. Það er rúm vika til stefnu fyrir Alþingi. Eftir það gætu kjarasamningar þorra launafólks verið brostnir, með tilheyrandi óstöðuleika fyrir allt hagkerfið.

Fyrr í mánuðinum benti ég á í fréttum að ef aðilar vinnumarkaðarins segja að úrskurður Kjararáðs hafi valdið eða geti enn þá valdið upplausn á vinnumarkaði er ljóst að Alþingi þurfi að bregðast við enn frekar. Það hefur nú gerst. 

Forsendur kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambands Íslands (ASÍ) eru í hættu og verða forsendur metnar í vikunni. Krafan er að Alþingi fyrirskipi Kjararáði að lækka launin með lögum, og ekki aðeins hjá þingmönnum, heldur ráðherrum, embættismönnum og forstöðumönnum ríkisstofnana einnig sem fengið hafa tugprósenta hækkun á síðasta ári. Annars verður það að hluta til á ábyrð Alþingis ef kjarasamningum verður sagt upp. Ef það gerist þá er ljóst að Kjararáð skapaði ekki aðeins hættu á að raskka kjarasamningum þorra launafólks (sem var lögbrot), ráðið var þá einn þeirra sem orsakaði uppsögn 70% kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og þá kæri ég Kjararáð.

Framhaldið, hvað er líklegt að gerist.

AlþingiVið Píratar höfum lagt fram frumvarp sem (eins og 2008) fyrirskipar kjararáði að lækka laun alþingismanna og ráðherra fyrir 28. febrúar næstkomandi. Launalækkunin skal samsvara því að laun þeirra fylgi almennri launaþróun frá 11. júní 2013 og kjararáð skal svo eins fljótt og mögulegt er endurskoða kjör annarra er undir það heyra til samræmis. Eitt af tvennu mun svo gerast:

1. Kjarasamningar halda í lok mánaðarins og Forseti Alþingis hleypir málinu ekki á dagskrá. Hún ræður nema meirihluti Alþingis samþykkji annað. Við munum leggja til að fá málið á dagskrá.

2. Kjarasamningum þorra launafólks er sagt upp og náist þeir ekki aftur fyrir lok apríl byrja verkföllin. Meirihlutinn á Alþingi er þá meðábyrgur fyrir að setja kjarasamninga þorra launafólks í uppnám og hefur fram á vor til að bregðast við. Þá er orðið pólitískt mjög dýrt fyrir stjórnarþingmenn að halda í eigin launahækkun sem er að valda upplausn á vinnumarkaði en sætta sig ekki við og setja lög á verföll þegar þorri launafólks biður um sambærilegar hækkannir.

Í athugasemdunum að neðan er samantekt fyrir málsóknina.


Bjarni Ben forsætisráðherra neitar eftirlit Alþingis


Bjarni BenLög um þingsköp útfæra meðal annars eftirlitvald Alþingis með ráðherrum. Sem er eðlilega þar sem fyrsta grein stjórnarskrár Íslands segir "Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn."


Í 49 grein laganna segir að:
"Alþingi, þingnefndir og einstakir alþingismenn hafa eftirlit með störfum framkvæmdarvaldsins."

Og í 19 greininni er skýrt að:
"Nefnd getur óskað eftir því að núverandi eða fyrrverandi ráðherra [...] komi á opinn fund og veiti nefndinni upplýsingar. Fari að minnsta kosti fjórðungur nefndarmanna fram á slíkan fund [sem hefur verið gert] skal formaður nefndarinnar leita eftir því með hæfilegum fyrirvara við þann sem beðinn er að koma á opinn fund að hann verði við því [...]"

Það er því ljóst að þingnefndin getur kallað Bjarna Ben á opin fund sem fyrrverandi fjármálaráðherra.

Fyrsta verk nýs forsætisráðherra, Bjarna Benediktssonar, er að segja "Nei" við eftirliti Alþingis. Hann segist ekki ætla að mæta til að svara fyrir mögulega valdmisnotkun í starfi, þegar hann beið með að birta skattaskjólsskýrsluna fram yfir kosningar. Honum finnst réttara að hann sem ráðherra túlki hvort og hvenær Alþingi eigi að hafa eftirlit með því hvort hann sem ráðherra hafi misfarið með vald sitt.

Ef svona hegðun ráðherra fær að viðgangast þá skapast slæmt fordæmi sem skemmir fyrir eftirlitshlutverk Alþingis. Það munu skemma fyrir öllum þingstörfum.

Forsætisráðherra þarf að leiðrétta þessi mistök.

 


Lausn sem setur kjósendur í forgang.

Stjórnmálahefðin er að fyrir kosningar er kjósendum lofað og eftir kosningar svíkja flokkar til að komast í ríkisstjórn.

Píratar hafna þessari hefð og bjóða upp á lausn sem setur kjósendur í forgang:

Að flokkarnir segi kjósendum fyrir kosningar hvað þeir ætli að gera saman eftir kosningar ef þeir fara í stjórn saman.

Sjálfstæðisflokkurinn getur og mun einhvern tíman stjórna landinu aftur. Sú stjórn verður farsælli eftir að búið er að leiða í lög öflugar varnir gegn spillingu og að efla samkeppni- og skattaeftirlit í landinu.

Vinstri Grænir og Samfylkingin hafa sýnt að þau geta líka stýrt landinu í gegnum stærstu efnahagskrísu síðari tíma. En flokkarnir sviku kjósendur ítrekað til að geta starfað saman.

Björt Framtíð og Viðreisn vilja breytingar í stjórnmálum. Þetta er breyting sem setur kjósendur í forgang.

Með þessari leið missa flokkarnir ákveðið svigrúm til að svíkja kosningaloforðin til að komast í ríkisstjórn. Eftir 11 daga (tvo daga í kosningar) kemur í ljós hvaða flokkar eru tilbúnir að svíkja kjósendur til að komast frekar til valda og hvaða flokkar setja kjósendur í forgang.


mbl.is Píratar útiloka stjórnarflokkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband