Það verður rannsókn á einkavæðingu bankanna allra.

Það er meirhluti á Alþingi fyrir rannsókn á einkavæðingu Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar á bönkunum 2002.

Alþingi kallaði eftir því 2012. Benedikt fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar hefur kallað eftir því í vikunni. Valgeður Sverrisdóttir þávernadi ráðherra framsóknar líka. Meira að segja fyrrum kaupandi Landsbankans, Björgólfur Þór, hefur kallað eftir því.

Þeir sem vilja stöðva rannsóknina eru ekki í sterkri stöðu.


Réttmætt að landsmenn viti um raunverulega eigendur banka.

Mögulega vissu stjórnvöld og Alþingi ekki um blekkingar á eignarhaldi þeirra sem ríkið seldi eignarhlut í Búnaðarbankanum. Til að endurtaka ekki þau mistök þarf eignarhald þeirra sem kaupa í bönkum á Íslandi að vera gegnsærra.

Stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar segir: "upplýsingaskylda opinberra aðila gagnvart almenningi efld. Ríkisstjórnin mun í öllum störfum sínum hafa í heiðri góða stjórnarhætti og gagnsæja stjórnsýslu."

Frumvarp Pírata um tilkynningarskyldu fjármálafyrirtækja kallar eftir þessu gegnsæi. Fyrirspurn mín (er í lestri á nefndarsviði, útbýtt á morgun) til fjármálaráðherra kallar eftir hans aftöðu um að landsmenn fái að vita hverjir séu raunverulegir kaupendur af eignarhlut ríkisins nýverið í Arion banka.

Svo er mikilvægt og í dag kölluðum við Smári McCarthy þingmaður Pírata eftir því að þingnefndir fái upplýsingar Fjármálaeftirlitsins um raunverulegt eignarhald aðilanna sem keyptu í Arion banka sem þingnefndir geta gert samkvæmt 51.gr. laga um þingsköp.

Í kjölfarið getur Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd gert athugun á ákvörðunum og verklagi fjármálaráðherra við söluna á hlutnum í Arion banka samkvæmt 8. lið 13.gr. laga um þingsköp, í ljósi reynslunnar frá rannsóknarnefndinni og í ljósi þess að eignarslóð kaupenda endar á aflandseyju. Og kallaði ég eftir því á opna fundinum sem horfa má að neðan.


mbl.is Kanna verklag ráðherra vegna sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífeyrissjóðir: Aðhald með yfirstjórn og valfrelsi sjóðsfélaga.

Sjóðsfélagar eru lögbundnir að greiða í lífeyrissjóð og hafa réttmæta kröfu um frelsi til að velja lífeyrissjóð til að greiða í og lýðræðislega þátttöku í að kjósa yfirstjórnir sjóðanna og víkja frá þeim sem misst hafa taust sjóðsfélaga.

Án kosningaréttar í stjórn lífeyrissjóðs skortir sjóðsfélaga bein áhrif á hagsmunagæslu sína í sjóði þar sem þeir hafa mikla hagsmuna að gæta.

Án valfrelsis launafólks í hvaða lífeyrissjóð lífeyrisgreiðslur þeirra fara eru markaðslögmál samkeppnis óvirk.

Linkur a stjörnugjöf okkar Ragnars Þórs Ingólfssonar nýkjörins formanns VR um góða stjórnarhætti lífeyrissjóða: Öruggari Lífeyrir


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband