Ný vefsíða um stjórnmál á íslensku

Á nýrri stjórnmála vefsíðu GlobalCitizens.is getur þú tjáð þig hvað þér finnst um pólitíska hegðun og skoðanir stjórnmálamanna.

gc_logoEr Geir H. Haarde virkilega hægrimaður?

Hvað veit þjóðin um nýja formann Framsóknarflokksins Jón Sigurðsson?

Hvernig efnahagskerfi vill Ingibjörg Sólrún Gísladóttir?

Myndi Steingrímur J. Sigfússon láta banna áfengi með kláminu?

Hvar stendur formaður Frjálslyndaflokksins Guðjón Arnar Kristjánsson í innflytjendamálum?

Nú þegar Ómar Ragnarsson er kominn í pólitíkina, hvernig pólitíkus er hann?


Fimm vísbendingar að barnið þitt þurfi nýtt menntaumhverfi

Einkennin hér að neðan eru vel þekkt í Prússneska skólakerfinu sem við höfum á íslandi, enda var það hannað til móta þegna sem hlýða skilyrðislaust, en ekki vekja áhuga þeirra og forvitni.

Sýnir barnið þitt eitthvert þessara einkenna?

Áhugaleysi1. Segist krakkinn þinn hata skólann?
Ef svo, þá er líklega eitthvað að því að krakkar eru að eðlisfari nemendur. Þegar þau eru ung er erfitt að koma í veg fyrir að þau læri. Ef krakkinn þinn segist hata skólann, hlustaðu þá á hann.

2. Kemur krakkinn þinn þreyttur heim úr skólanum?
Þetta er vísbending að menntaupplifun hans sé ekki hvetjandi, og sé í raun sljóvgandi.

3. Kvartar krakkinn þinn um ágreining sem hann átti í skólanum og ósanngjarnar aðstæður sem hann mátti þola?
Þetta er vísbending um að skólinn hafi ekki samskiptaferli til að leysa úr ágreiningsefnum á
viðeigandi hátt.

4. Frestar krakkinn þinn heimavinnunni sinni til síðustu stundar?
Þetta er vísbending um að heimavinnan sé ekki sérlega áhugaverð, uppfylli ekki þarfir hans, og gæti hæglega slökkt náttúrulega forvitni hans.

5. Segir skóla hjúkkan eða ráðgjafinn að krakkinn þinn hljóti að hafa einhvern sjúkdóm, eins og ADD (Attention Deficit Disorder) þ.e. athyglisbrest, og honum skyldi gefa Rítalín eða eitthvert annað lyf?
Í þessari stöðu er líklegra að skólinn sé haldinn sjúkdómnum EDD (Educational Deficit Disorder) þ.e. Menntunarbrest

 

Ef krakkarnir þínir sýna nokkur af þessum einkennum, er kominn tími til að skoða aðra valkosti við menntun þeirra.

readingEins og er eru til bæði leik og grunnskólar hér á landi sem starfa eftir öðrum menntastefnum en hinni Prússnesku. Sú fyrri er Waldorf-stefnan (skoða hér og hér) og sú síðari er Hjallastefnan hennar Margrétar Pálu (skoða hér). Hún er höfundur Hjallastefnunnar sem stefnt er gegn einsleitni og byggir á uppgötvunarnámi með enga stundaskrá, engar frímínútur, enga töflukennslu eða skólabækur, ekkert heimanám og engin eyðufyllingarverkefni. Samt er meirihluti sex ára barna í Barnaskóla Hjallastefnunnar orðinn læs fyrir jól.

Eins og hún bendir á þá er engin ein stór lausn sem á að vera í gangi í menntamálum.

Börn og fólk almennt er jafn misjafnt og það er margt. Við þurfum fjölbreytni í menntun.


Hræðsluáróður kostar stjórnmálamenn lítið, en er þjóðinni dýrkeyptur

Hræðsluáróður virkar mjög vel til að þjappa fólki saman gegn vá-gestum, en mjög illa til að leysa vandamál sem koma upp í sambúð fólks af ólíkum uppruna. Dæmi nú hver fyrir sig hvort nýleg auglýsing Frjálslyndaflokksins sé hræðsluáróður eður ei.

Falinn-kostnaðurAuglýsingunni byrjar stórum stöfum að mála útlínur hræðilegrar framtíðar sýnar, fyllir svo inn í hana með myndum af lakari kjörum verkafólks ásamt ofálag á velferðarkerfið og gefur til kynna að þessi ógn stafi af innflytjendum. Þegar skuldsettu verkafólki er sýnd þessi mynd finnst þeim stafa að sér ógn, og ekkert er mannlegra en að finna til réttlátrar reiði í garð þeirra sem manni finnst ógna sér.

Að auka óvild í garð innflytjenda, fyrir mistök eða af ásetningi, er ekki árangursrík leið til að leysa vandamál íslensks samfélags því óvild elur af sér óvild og reitt fólk hyggur frekar á hefndir en lausnir, og þá töpum við öll.

Svo nú vona ég að allt gott ábyrgt fólk innan Frjálslyndaflokksins sýni í verki að það vilji ekki nota hræðsluáróður á kostnað þjóðarinnar, en nái sér í fylgi t.d. með bjartri framtíðarsýn þar sem innflytjendur og við sem fyrir voru tölum saman á íslensku um hvernig megi leysa vandamál íslensks samfélags.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband