Hinn aldagamli "leikur", Pólitík.
8.8.2007 | 09:16
Á öllum tímum hefur fólk leikið hinn pólitíska leik, að hafa áhrif á aðra til að ná markmiðum sínum, hvort sem þau hafa verið hugmyndfræðileg, trúarleg, einhvers konar verðmæti eða vald.
Fólk hefur á öllum tímum reynt að öðlast meiri áhrif og hlunnindi fyrir sig og sína á kostnað annarra. Á heimilinu, í ættbálkinum, trúfélögum, hirðum konunga, borgríkjum, þjóðríkjum, stjórnmálaflokkum og fyrirtækjum.
Alla mannkynssöguna hefur þessi leikur verið leikinn með orðum, vopnum og verðmætum, og hefur verið orsök allrar mismununnar, kúgunar og stríða.
Á síðari tímum hefur þróunin verið að innleiða reglur sem gera fleirum kleift að taka þátt á hinum pólitíska leikvelli og takmarka eða banna notkun kúgunar og ofbeldis í leiknum. Þessi þróun hefur skapað leikvöll sem á sama tíma hvetur til málamiðlanna og dregur úr líkum á mismunun, kúgun og stríðum.
En margt getur grafið undan þessum framförum því meðan fólk lifir í samfélagi hvert við annað munu það leika hinn pólitíska leik til að öðlast meiri áhrif og hlunnindi fyrir sig og sína á kostnað hinna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.8.2007 kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Upphaf Lærdómsstjórnunar
27.7.2007 | 11:27
Lærdómsstjórnun sem sérstakt svið þekkingar verður til sem svar við áskorun, sem Peter Drucker faðir nútíma stjórnunarfræða kallar mestu stjórnunar áskorun 21st aldarinnar, að auka framleiðni þekkingarstarfsmanna.
Í kjölfarið verður lærdómsstjórnun til sem samansafn aðferða til að skapa teimi sem læra að skapa saman hvað eina sem þau einbeita sér að.
Fljótlega ráku menn sig á að til að virkja þekkingarafl teimisfélaga til fulls, og kveikja raunverulega löngun til að skapa og miðla þekkingu, urðu teimisfélagar að hafa sameiginlega sýn sem væri sprottin af persónulegum framtíðarsýnum hvers og eins þeirra. Fyrsta skrefið var því að finna aðferðir til að hjálpa teimisfélögum að gera sýnar eigin sýnir skýrari og finna sameiginlega fleti á sýnum þeirra allra.
Þessi nálgun gafst mjög vel en þrátt fyrir mikinn árangur í fyrstu virtist erfitt að viðhalda viðvarandi árangri, sem reyndist við athugun stafa af takmarkandi hugmyndarömmum, þ.e. djúpstæðum hugmyndum og alhæfingum sem ákvarða hegðun fólks. Eftir að taka til notkunar aðferðir til að endurskoða þessar skilyrðingar, og uppræta þær sem voru takmarkandi, gátu teimin leyst úr læðingi viðvarandi sköpunarkrafta.
Í næsta bloggi mun ég fjalla um hvernig hægt sé að rækta lærdómsmenningu með lærdómsstjórnun.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað er Lærdómssamfélag?
25.7.2007 | 13:25
Lærdómssamfélag er samfélag með menningu sem leggur megin áherslu á að - 1 - fólk læri að finna hvað það raunverulega vill og - 2 - hvað hindri það í að uppfylla það, - 3 - læri að hlusta á hvað aðrir vilja og finna svo sameiginlega fleti á þessum framtíðarsýnum til að sjá kosti þess að - 4 - læra í sameiningu að skapa þær.
Innan lærdómsmenningar þarf að ríkja umhverfi trausts, heiðarleika og samvinnu sem hvetur til, og skapar frjóan jarðveg fyrir, sköpun og miðlun þekkingar, því fólk vill frekar skapa og deila þekkingu með þeim sem það treystir, og er vel við, en hið gagnstæða. Slíkt umhverfi getur reynst erfitt að skapa. Nokkrum skipulagsheildum hefur þó tekist að skapa slíka lærdómsmenningu, m.a. ein sú vinsælasta í dag, Apple, og fleiri og fleiri eru að reyna það sama. Því, að sögn stjórnunar gúrúsins Peter Drucker, er framleiðni aukning þekkingarstarfsmanna mesta stjórnunar áskorun 21st aldarinnar, og þeim sem best tekst til munu tryggja sér langvarandi samkeppnisyfirburði. Þetta á ekki aðeins við fyrirtæki, heldur allar skipulagsheildir - skóla, stofnanir, stjórnmálaflokka og hvers kyns félög.
Lærdómsmenning þarf mjög frjósamt umhverfi til að festa rætur og sprettur því fyrst hjá litlum hópum með skýra sameiginlega sýn um hvað það vill skapa, brennandi áhuga að gera hana að veruleika og bjargfasta trú um að geta það. Slíkir hópar leysa úr læðingi svo mikinn sköpunarkraft og áhuga að það smitar út frá sér og þegar aðrir fara að sjá kosti lærdómsmenningar breyðir hún úr sér um þær skipulagsheildir og samfélög sem hún hefur fest rætur í.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.7.2007 kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)