Að njóta augnabliksins.
28.10.2007 | 15:24
Hér eru tvær útgáfur af ljóði sem lýsir sömu aðstæðum.
Sitjandi hljóður
án strits.
Vorið er komið
og grasið grær af sjálfu sér.
- Gamalt Taóískt ljóð -
Ég sat um daginn
og hafði ekkert að gera.
Ég sá að vorið væri brátt búið
og ég þyrfti fljótlega að slá grasið.
- Nútíma Tímafókusar ljóð -
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lærdómsmenning skref 2: "Hvað viljum við?"
11.9.2007 | 09:24
- Að finna sameiginlega sýn og hagsmuni -
Að hafa skýra sýn á framtíð sem við viljum skapa gefur okkur stefnu, orku og úthald til að framkvæma. En hvernig vekjum við áhuga annarra á því að taka þátt?
Það er auðveldara en þig grunar:
1. Byrjaðu að komast að því hvernig framtíð aðrir vilja skapa sér með því að spyrja þá spurninganna úr skrefi 1 og hlusta vel!
2. Deildu svo með þeim myndum af framtíðinni sem þú vilt geta skapað.
3. Skoðaðu með þeim hvernig þessar sýnir ykkar fara saman.
Við að finna sameiginlega sýn sér fólk sameiginlega hagsmuni af því að byggja hvort annað upp og hjálpast við að skapa sér framtíð. Sameiginleg framtíðarsýn vekur samkennd sem eykur samheldni og skapar traust. Slíkt andrúmsloft er hlaðið sköpunargleði og velvilja, og ótrúlegt hvað fólk getur skapað saman í slíku umhverfi.
Ég vill lifa í svona samfélagi og er því byrjaður að hjálpa fólki að finna hvað það raunverulega vill og deila með þeim minni framtíðarsýn. Það magnaða er að síðan ég byrjaði að spyrja fólk spurninganna í skrefi 1, hafa allir í kjarnann sömu þrá, að lifa sátt og starfa í samfélagi við velviljað fólk. Þetta eru skrefin til að skapa slíkt sam-félag.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að skapa lærdómsmenningu skref 1: "Hvað vil ég?"
23.8.2007 | 13:43
- Að skapa frjóan jarðveg og skjóta rótum -
"Raunverulegur lærdómur á sér stað þegar fólk reynir að skapa það sem það vill." Sem börn lærðum við að ganga til að skapa okkur nýja möguleika og sem tegund lærðum við að byggja þak yfir höfuðið til að skapa okkur betri aðstæður. Lærdómur er í raun: "að auka hæfileika okkar til að skapa möguleika og aðstæður."
Fyrsta skrefið er því að komast að því hvaða möguleika og aðstæður við virkilega viljum skapa, og það er ótrúlega auðvelt:
Sjáðu fyrir þér í huganum einhverja mynd af möguleikum og aðstæðum sem þig langar til geta skapað. Það er hægt að byrja hvar sem er. Ímyndaðu þér að þetta er nú þegar raunveruleikinn. Upplifðu það í nokkrar sekúndur og spurðu svo: "Hvað geri ég núna? Hvaða aðstæður eða möguleika langar mig að skapa?" Gerðu þetta þar til þér dettur ekkert annað í hug og skoðaðu þá hvort einhver af myndunum sem komu upp í hugann lætur þér líða og hugsa með létti: "ahhh...ég er loksins komin/n heim!"
Ef ekki, haltu þá áfram að leita að aðstæðum sem þú vilt skapa. En ef svo, byrjaðu að lifa á þessum stað í huganum núna. Sjáðu fyrir þér í nokkrar sekúndur hvernig allt er og finndu hvernig þér líður þar. Ef þú heldur áfram að gera þetta muntu hægt og rólega sjá og fara að trúa hvernig þú getur skapað möguleika til að skapa þessar aðstæður.
Þegar hugur þinn er fullur af djúpri löngun til að skapa þér aðstæður þar sem þér finnst þú eiga heima þá er hann mjög frjór jarðvegur til að læra að skapa þær, og í þessum jarðvegi spírar trúin að þú getir það og skýtur djúpum rótum. Þegar þú ferð að lifa í huganum á hverjum degi þær aðstæður sem þú vilt skapa er það bara tímaspursmál hvenær þú horfir í kringum þig í raunveruleikanum og segir brosandi: "Mikið er gott að vera kominn heim."
____________________________________________________________________________
Ef þig langar að rækta þig og fólkið í kringum þig sendu þeim þá linkinn á þetta blog og geymdu hann í favorits til að lesa í gegnum blogið eins oft og þú vilt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.9.2007 kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)