Faðir kapítalismans var Samsæriskenninga Klikkhaus
5.11.2007 | 09:29
Það er ómögulegt að skilja viðskiptalífið, alþjóða stjórnmál og stjórnmál yfirleitt, án þess að skoða hverjir séu á leynilegan hátt að koma sér saman um að vinna að sínum hagsmunum á kostnað annarra. Í viðskiptum heitir þetta "samráð" og hefur kostað okkur neytendur gríðarlegar fjárhæðir. Í pólitík heitir þetta "samsæri" og er stórmerkilegt hugtak.
Er það ekki merkilegt að í dag er fólk hrætt við að tala um hvernig valdamiklir aðilar gætu verið að eiga samráð um að hagnast á kostnað annarra? Faðir kapítalismans, Adam Smith, var alls óhræddur við að benda á þetta í ritverki sínu Auðlegð Þjóðanna:
"Allt fyrir okkur, og ekkert fyrir annað fólk, virðist, á hverri öld heimsins hafa verið hin ógeðfelda regla valdhafa mankyns (the masters of mankind)." Bók I, kafli IX. og "Hver sem ímyndar sér að valdhafar (masters) koma sér sjaldan saman um hlutina er eins fáfróður um heiminn og um umræðuefnið." Bók I, kafli VIII.
Orðið samsæriskenning hefur svo sterk áhrif á fólk í dag að það stöðvar sig jafnvel í að hugsa að valdamenn gætu átt samráð um sína hagsmuni á kostnað annarra. Svona sjálfsritskoðun kallaði George Orwell "Crimestop" í bók sinni 1984:
Crimestop er það þegar hugurinn býr til blindan blett og losar sig sjálfkrafa við hugsanir sem eru óæskilegar fyrir valdhafa.
Auðvitað fremja valdhafar samsæri og það er heilbrigð og ábyrg hegðun allra borgara sem annt er um samfélag sitt að rannsaka og ræða um hvaða valdhafar hafi hugsanlega átt samráð um sína hagsmuni á kostnað borgaranna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.11.2007 kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Svona gætum við endað okrið á matvöru
3.11.2007 | 12:35
Gróðasjónarmið í rekstri matvöruverslanna á litla íslenska fákeppnis-markaðinum er ávísun á okur. Þegar markmið fyrirtækisins er að græða sem mest gera stjórnendur það sem þeir geta til að græða.
Væri ekki hægt að koma á laggirnar matvörubúð sem væri ekki rekin með gróðasjónarmiðinu (Not for Profit) og hefði einungis það markmið að selja neytendum alltaf matvöru á sem lægsta verði mögulegt? Stjórnendur yrðu verðlaunaðir fyrir lægra vöruverð og hagnaðurinn færi í að opna nýjar búðir og verja sig fyrir ólöglegu undirboði stóru matvörukeðjanna (því Samkeppniseftirlitið er svo svifaseint).
Fyrsta búðin gæti verið með endinga góðar vörur eins og instant kaffi, dósamat og þess háttar. Það þarf bara að finna leið til að fjármagna fyrstu verslunina. Er ekki einhver velviljaður auðmaður eða uppgjafar smábúðareigandi sem myndi vilja eiga stað í íslensku þjóðarsálinni fyrir að gefa íslenskum fjölskyldum mestu kjarabótina í upphafi 21stu aldarinnar? Og svo gerir náttúrulega margt smátt eitt stórt!
Endilega komið með hugmyndir og ræðið þetta við fólkið í kringum ykkur. Nú er komið nóg af Okrinu!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.11.2007 kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Hvað gerir maður við svona kraftaverk?
2.11.2007 | 10:48
Ég varð fyrir hugvekju um daginn. Ég sat og lét hugann ráfa og skyndilega áttaði ég mig á því að ég væri til!... Auðvitað vissi ég alltaf að ég væri til, en það er langt síðan að ég hef upplifað hvað það er magnað að ég skuli sitja hér og vera yfir höfuð til. Ímyndaðu þér það, hérna ertu; Þú upplifir tilveruna.
"Hvað gerir maður við svona kraftaverk?" var það næsta sem ég hugsaði og var hugsað til þess sem spaugsami heimspekingurinn Alan Watts hafði að segja:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)