Kjarnorkuvopna leikurinn: Íran 0 - Ísrael 400
8.11.2007 | 08:33
Þótt Íran kæmi sér upp nokkrum kjarnorkuflaugum, hver er svo veruleikafyrtur að halda að þeir beittu þeim í árásarhernaði gegn Ísrael sem á 400 ólöglegar kjarnorkuflaugar?
Kjarnorkuvopnavætt Íran myndi einungis jafna valdabaráttuna á svæðinu, til góðs eða ills, en það er einmitt það sem sum vesturveldanna og iðnaðarsamsteypur í kringum þau óttast. Um það snýst þetta mál.
![]() |
Íransforseti segir ómögulegt að hverfa frá kjarnorkuáætlun landsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Okrið á matvöru endað
7.11.2007 | 08:48
Ætli að þessi matvælaframleiðslu rýrnun og óhjákvæmileg matvælaverðs hækkun verði notuð til að réttlæta enn meira okur hér á Íslandi?
Vandamálið er að gróðasjónarmið í rekstri matvöruverslanna á litla íslenska fákeppnis-markaðinum er ávísun á okur. Væri ekki hægt að koma á laggirnar matvörubúð sem væri ekki rekin með gróðasjónarmiðinu (Not for Profit) og hefði einungis það markmið að selja neytendum alltaf matvöru á sem lægsta verði mögulegt?
Fyrsta búðin gæti verið með endinga góðar vörur eins og instant kaffi, dósamat og þess háttar. Það þarf bara að finna leið til að fjármagna fyrstu verslunina. Er ekki einhver velviljaður auðmaður eða uppgjafar smábúðareigandi sem myndi vilja eiga stað í íslensku þjóðarsálinni fyrir að gefa íslenskum fjölskyldum mestu kjarabótina í upphafi 21stu aldarinnar?
VINSAMLEGAST SETJIÐ KOMMENTIN HÉR
![]() |
Maturinn dýrari á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hver er þetta?
6.11.2007 | 10:48
Fyrsta vísbending - Rétt svar gefur 5 stig.
Hann er yfirgangssamur, hommafælin, kynáttahatari.
Önnur vísbending - Rétt svar gefur 3 stig.
Hann er meinfýsinn, sadískur, mikilmennskubrjálæðingur.
Þriðja vísbending - Rétt svar gefur 1 stig.
Hann hefur gerst sekur um barnamorð, sonarmorð og þjóðarmorð.
Rétt svar í Athugasemdum
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)