Eins mans frelsishetja er annars mans hryðjuverkamaður

George of Arabia & Osama Walker BushVopnaðir baráttumenn sem hafa ekki þjóðríki eða fyrirtæki á bak við sig eru oft stimplaðir hryðjuverkamenn, og það oft réttilega, því í baráttu sinni fremja sumir þeirra hryðjuverk, sem samkvæmt Sameinuðu Þjóðunum er að ráðast á og skelfa almenna borgara í pólitískum, trúarlegum eða hugmyndafræðilegum tilgangi.

Hvort samtök skuli flokka sem hryðjuverkasamtök snýst ekki um málstað þeirra eða tilgang þótt hann sé að berjast fyrir frelsi og lýðræði; það snýst um aðferðir sem þau beita í baráttu sinni. Ef frelsishetjur ráðast á og skelfa almenna borgara til að ná fram markmiðum sínum eru þeir hryðjuverkamenn.

Útlitið og fögur orð geta blekkt, og menn sem segjast berjast fyrir frelsi eru oft hryðjuverkamenn.

 


mbl.is 15 Sádi-Arabar lausir úr haldi í Guantanamo-fangabúðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til að koma í veg fyrir sjálfsmorðs hryðjuverk.

Dying to WinSjálfsmorðsárásir snúast um hersetið land en ekki trúarbrögð. Fram á þetta sýnir Robert A. Pape, stjórnmálafræðingur við Háskólann í Chicago, í bók sinni Dying to Win: The Strategic Logic of Suicide Terrorism.

Bókin byggir á rannsóknum allra sjálfsmorðsárása frá 1980 til 2006 sem leiða í ljós að: "það er lítil tenging milli sjálfsmorðs hryðjuverkaárása og Íslamskrar bókstafstrúar, eða nokkurrar annarra trúarbragða. Þvert á móti, það sem er sameiginlegt með nærri öllum slíkum árásum er það markmið að þvinga nútíma lýðræðisríki til að draga herlið sitt frá svæðum sem hryðjuverkamennirnir álíta sitt heimaland." Bls. 4.

Í bókinni bendir hann einnig á að sá hópur sem er ábyrgur fyrir flestum hryðjuverka sjálfsmorðsárásum í sögunni eru hinir Marx-Lenínísku Tamíl Tígrar sem berjast fyrir sjálfstæði Tamíla á Srí Lanka. 

Lærdómurinn sem má draga af þessu er að ef við viljum koma í veg fyrir sjálfsmorðs hryðjuverk þurfum við að forðast það að styðja innrásir og hersetu á landi annarra.


mbl.is 59 börn meðal fórnarlamba sjálfsvígsárásar í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilbiðja múslimar og kristnir ekki sama Guð?

bænYfir 130 Íslamskir fræðimenn Sunni, Shía og minni trúarfylkinga skrifuðu á dögunum undir bréf til allra helstu leiðtoga kristinna kirkja sem bendir á að friður í heiminum velti á friði milli múslima og kristinna manna.
 
Bréfið segir að múslimar og kristnir tilbiðji sama Guð og að tvö æðstu boðorð beggja trúarbragða séu þau sömu. Hið fyrra er að aðeins sé einn guð og hann ber að elska af öllu hjarta, sál og hug, og hitt sé að elska ber náungan eins og sjálfan sig. Á þessu hvílir allt lögmálið og grundvöllurinn fyrir friði og skilningi milli múslima og kristinna.
 
Bréfið segir einnig: "Við þá sem samt sem áður hafa unun af ágreiningi og eyðileggingu eða telja sig hagnast á því, við segjum að okkar eilífa sál er að veði ef við skorumst undan því að af einlægni gera allt sem í okkar valdi stendur til að friðmælast og koma saman í friði."

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband