Eins mans frelsishetja er annars mans hryðjuverkamaður
10.11.2007 | 16:52
Vopnaðir baráttumenn sem hafa ekki þjóðríki eða fyrirtæki á bak við sig eru oft stimplaðir hryðjuverkamenn, og það oft réttilega, því í baráttu sinni fremja sumir þeirra hryðjuverk, sem samkvæmt Sameinuðu Þjóðunum er að ráðast á og skelfa almenna borgara í pólitískum, trúarlegum eða hugmyndafræðilegum tilgangi.
Hvort samtök skuli flokka sem hryðjuverkasamtök snýst ekki um málstað þeirra eða tilgang þótt hann sé að berjast fyrir frelsi og lýðræði; það snýst um aðferðir sem þau beita í baráttu sinni. Ef frelsishetjur ráðast á og skelfa almenna borgara til að ná fram markmiðum sínum eru þeir hryðjuverkamenn.
Útlitið og fögur orð geta blekkt, og menn sem segjast berjast fyrir frelsi eru oft hryðjuverkamenn.
![]() |
15 Sádi-Arabar lausir úr haldi í Guantanamo-fangabúðunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Til að koma í veg fyrir sjálfsmorðs hryðjuverk.
9.11.2007 | 09:13
Sjálfsmorðsárásir snúast um hersetið land en ekki trúarbrögð. Fram á þetta sýnir Robert A. Pape, stjórnmálafræðingur við Háskólann í Chicago, í bók sinni Dying to Win: The Strategic Logic of Suicide Terrorism.
Bókin byggir á rannsóknum allra sjálfsmorðsárása frá 1980 til 2006 sem leiða í ljós að: "það er lítil tenging milli sjálfsmorðs hryðjuverkaárása og Íslamskrar bókstafstrúar, eða nokkurrar annarra trúarbragða. Þvert á móti, það sem er sameiginlegt með nærri öllum slíkum árásum er það markmið að þvinga nútíma lýðræðisríki til að draga herlið sitt frá svæðum sem hryðjuverkamennirnir álíta sitt heimaland." Bls. 4.
Í bókinni bendir hann einnig á að sá hópur sem er ábyrgur fyrir flestum hryðjuverka sjálfsmorðsárásum í sögunni eru hinir Marx-Lenínísku Tamíl Tígrar sem berjast fyrir sjálfstæði Tamíla á Srí Lanka.
Lærdómurinn sem má draga af þessu er að ef við viljum koma í veg fyrir sjálfsmorðs hryðjuverk þurfum við að forðast það að styðja innrásir og hersetu á landi annarra.
![]() |
59 börn meðal fórnarlamba sjálfsvígsárásar í Afganistan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.1.2014 kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Tilbiðja múslimar og kristnir ekki sama Guð?
8.11.2007 | 11:12

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)