Seðlabanki Bandaríkjanna Orsakaði Hrunið.
30.9.2008 | 08:28
Seðlabanki Bandaríkjanna sem heitir á móður málinu "Federal Reserve" eða "Alríkis Birgðasjóður" beinþýtt er hvorki í eigu 'alríkisins' né er hann 'sjóður með byrgðir'. Seðlabanki Bandaríkjanna er bankaauðhringur í einkaeigu með ríkistryggða einokun á því að prenta dollara úr engu til að lána bandaríska ríkinu og bönkum.
Austuríska hagfræðin var sannspá hvernig seðlabankar myndu ekki koma í veg fyrir kreppur eins og þeir áttu að gera heldur gera þær dýpri eins og raunin hefur verið í heila öld. Seðlabanki Bandaríkjanna hafði flætt markaðinn með ódýru lánsfé í heilan áratug þar til verðbólga og órói á markaðinum orsakaði óhjákvæmilegt hrun 1929 og heimskreppuna sem flæddi yfir m.a. Ísland. Það sama er að gerast í dag.
Fyrir þá sem vilja ekki að önnur bólu og annað hrun ræni öllum afrakstri erfiðis okkar er hér einföld skýrin Austurrísku hagfræðinnar á þessum vanda:
Inflation and the Business Cycle (Verðbólga og Hagsveiflan)
![]() |
Hrun á Wall Street |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Geir Haarde veðjar á að við kyssum vöndinn.
29.9.2008 | 12:03
Þessu spáði ég í grein í byrjun apríl: Veðjað á að Við Kyssum Vöndinn. Geir Haarde er að veðja á að við gerum ekkert eftir að hann tók úr okkar vösum tap slæmra veðmála meðan Glitnir setti gróða góðra veðmála í sinn vasa. Geir tók ákvörðun um að fletta af þér og hverjum Íslendingi 280.000 krónur til að bjarga m.a. erlendum lánadrottnum Glitnis. Þeir sem verja hann segja að ef hann ekki féflett okkur hefði fjármálakerfið á Íslandi hrunið. Það er auðvelt að féfletta hrædda þjóð sem skilur ekki Austurrísku hagfræðina sem spáði fyrir um þessar bólur og hrun.
Fyrir hrunið 1929 og kreppuna miklu sem fylgdi í kjölfarið spáði Austurríska hagfræðin að þetta sé óhjákvæmileg afleiðing "seðlabankakerfis sem prentar peninga úr engu". Húsnæðisbólan hefði aldrei orðið meira en húsnæðis uppsveifla ef ódýrt lánsfé að utan hefði ekki flætt yfir okkur. Lánsfé í heiminum hefur verið ódýrt síðustu ár því seðlabanki bandaríkjanna (Federal Reserve) hélt stýrivöxtum langt undir raunvirði og aðrir fylgdu á eftir.
Hér er ókeypis hljóðútgáfa á mannamáli hvers vegna þú gast tekið ódýr lán sem núna er dýrt, hvers vegna krónan hrundi, hvers vegna þú varst að tapa 280.000 krónum og hvernig hægt er að breyta kerfinu til að koma í veg fyrir bólur og kreppur í framtíðinni:
9: Inflation and the Business Cycle (Verðbólga og Hagsveiflan)
![]() |
Ríkið eignast 75% í Glitni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.9.2008 kl. 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Veðjað á að við kyssum vöndinn.
8.4.2008 | 17:54