Bankarnir veðja á að Íslendingar kyssi vöndinn.
4.4.2008 | 08:00
Viðskiptabankarnir hafa rassskellt okkur árum saman, við höfum þurft að borga þeim miklu hærri vexti en þeir rukka í nágrannalöndunum, og nú eigum við að kyssa vöndinn og bjarga þeim með okkar skatt fé eftir að þeir hafa ár eftir ár grætt á okkur með okri. Halda þeir að við séum aumingjar sem þorum ekki að gera neitt og kyssum bara vöndinn?
Það er auðvelt að féfletta hrædda þjóð og hræðsluraddirnar segja að ef ríkissjóður fleyti ekki bönkunum munu þeir stranda og brotna í fjörunni sem komi sér illa fyrir okkur öll. En það er bara hálfur sannleikurinn. Það væri slæmt fyrir okkur öll ef bankarnir brotna og leysast algerlega upp, en ef þeir sigla í gjald-þrot og ríkið tekur yfir þrotabúið þá þurfa bara eigendur bankanna, stjórnir þeirra og stjórnendur að taka ábyrgð á eigin ákvörðunum og ganga plankann.
Ef stjórnendur bankanna sigla þeim í þrot sendir Ríkið landhelgisgæsluna á strandstað, kaupir þrotabúið, skipar tímabundið nýjan skipstjóra, togar bankana á flot og siglir þeim þar til hærra verð fæst en fór í kaupin. Til að ná þessu fram þarft þú og þitt fólk að verja skatt fé ykkar og segja ríkisstjórnar þingmönnum í þínu kjördæmi að svona skuli þeir verja því ef þeir vilja fá atkvæðin ykkar aftur. Símanúmer þeirra og vefföng eru á heimasíðu Alþingis, www.althingi.is, undir þingmenn og svo kjördæmi. Hér.
Hvaða skilaboð sendum við bönkunum ef við stöðvum ekki áform ríkisstjórnarinnar um að bjarga þeim og senda okkur reikninginn? Ef bankarnir mega setja gróða góðra veðmála í eigin vasa og ríkið tryggir að tapið af þeim slæmu megi þeir taka úr okkar vösum, þá er hagkvæmast fyrir bankana að halda áfram að veðja stórt. Og þeir eru að veðja stórt, þeir eru að veðja á að Íslenska þjóðin þori ekki að verja skatt fé sitt og kyssi frekar vöndinn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.4.2008 kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fasismi í Bandaríkjunum í 10 einföldum skrefum.
4.2.2008 | 11:37
Naomi Wolf birti nýlega samnefnda grein í breska dagblaðinu Guardian sem segir að sagan frá Hitler til Pinochet sýni okkur 10 skref sem menn með einræðistilburði taka til að eyða stjórnarskrábundnu frelsi og lýðræði, og Bush stjórnin hefur stigið 9 þeirra nú þegar eins og hún útskýrir í videoinu hér að neðan:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ekki gefast upp á Bandaríkjunum alveg strax!
31.1.2008 | 00:39
Bandarískir Borgarar eru að vakna upp við vondan draum. Frelsi þeirra er ógnað heima fyrir og efnahagur þeirra er í hættu.
Forsetinn hefur tekið sér völd til að grafa undan grundvallar réttindi borgaranna, og fleiri og fleiri eru að verða fyrir barðinu á honum, með ólöglegum njósnum, innbrotum, flugbanns listum o.s.frv.
Dollarinn er í frjálsu falli því ofprenntun einkarekna seðlabankans hefur veikt traust á honum og rýrt verðmæti hans, og þannig ýtt miðstéttinni undir fátækrar mörkin. Og dollarinn og miðstættin munu halda áfram að falla.
En ekki gefast upp á Bandarísku Þjóðinni alveg strax! Það er einn forseta frambjóðandi sem er að vekja gríðarlegan áhuga fólks með byltingarkendum hugmyndum sínum um að fylgja stjórnarskránni og vernda réttindi borgaranna. Þetta eru hans skilaboð:
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.2.2008 kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)