Bjarni Ben samþykkti lög á verkfall ljósmæðra 2015.

Landlæknir varaði ríkisstjórn Bjarna Ben og Sigmundar Davíðs ítrekað við að lög á verkföll ljósmæðra og annars heilgræðisstarfsfólks vorið 2015 myndi ekki leysa vandan til lengri tíma. Þeir stöðvuðu samt verkfallið með lögum.

Fjölmargar ljósmæður hafa nú sagt upp og nú þarf ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að tryggja að samið verði við ljósmæður í sátt. Það verður ekki erfitt að réttlæta málþóf ef ráðherra og þingmenn sem þáðu 45% launahækkun 2016 ætla aftur að setja lög á verkföll ljósmæðra í dag.

Þegar Bjarni Ben samþykkti lög á ljósmæður og annað heilbrigðisstarfsfólk 2015:


Dómsmálaráðherra vöruð við lögbrotunum sem hún framdi.

Enn bendir allt til þess að Sigríður Á. Andersen  dómsmálaráðherra hafi skipað fjóra dómara pólitískt af geðþótta en ekki útfrá hæfi eins og dómstólalög fyrirskipa, og ljóst er að hún braut stjórnsýslulög til þess. Við höfum áfram farið fram á rannsókn í þinginu á skipan ráðherra í Landsrétt.

Dómsmálaráðherra var ítrekað vöruð við því (líka af Katrínu Jakobsdóttur) að hún væri líklega að brjóta lög við skipun sína á dómurum í Landsrrétt, ef hún rökstyddi ekki betur
hvers vegna hún valdi frekar fjóra aðra umsækjendur umfram þá sem matsnefnd taldi hæfasta.

Nú hefur Hæstiréttur úrskurðað að hún hafi með þessu brotið lög við skipan dómara, eins og í dóminum segir að:
"[...]
til grundvallar í dómaframkvæmd að ef dómsmálaráðherra gerði tillögu til Alþingis um að vikið yrði frá áliti dómnefndar, væri óhjákvæmilegt að sú ákvörðun væri reist á frekari rannsókn ráðherrans [en] Gögn málsins bæru á hinn bóginn ekki með sér að slík rannsókn hefði farið fram af hálfu ráðherra. Samkvæmt því hefði málsmeðferð hans verið andstæð 10. gr. stjórnsýslulaga [...].


mbl.is Vill áfram láta rannsaka skipan dómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingmenn fengu 45% hækkun og flugvirkjar biðja um 20%

Fyrir ári síðan fengu þingmenn 45% launahækkun. Þingmenn Pírata lögðu fram frumvarp um að leiðrétta þá launahækkun í samræmi við lög eins og Davíð Oddsson gerði 1992 og Halldór Ásgrímsson 2006.

Við settum málið í forgang og fengum það því í fyrstu umræðu á þingfundi, en svo fór það í nefndina hans Óli Björn Kárasonar þar sem það dó.

Ég krafðist þess á nefndarfundi að fá gesti til að geta rætt og afgreitt málið og Óli Björn lofaði því en sveik. Nú kvartar hann yfir kröfu flugvirkja um 20% launahækkun. Já það er of brött launahækkun fyrir stöðuleika, en kannski að Óli Björn ætti að byrja á að leggja til að leiðrétta sína 45% launahækkun fyrst því hún ógnar stöðuleika, annað er hræsni. Hann má leggja fram frumvarp okkar Pírata.


mbl.is Verkfall flugvirkja hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband