Von í heilbrigðismálum - dómsmálaráðherra hættulegur stjórninni.
14.12.2017 | 23:06
Fjallaði um vonir, áskoranir og hættur sem fylgja nýju ríkisstjórninni við umræðunum um fyrstu stefnuræðu forsætisráðherra Katrínar Jakobs í kvöld:
![]() |
Steingrímur er íhaldsmaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.2.2018 kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mun VG verja ólöglegar skipanir dómara?
29.11.2017 | 11:44
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra braut lög við skipun dómara í Landsrétt samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Ef Hæstiréttur staðfestir dóminn þá eru eflaust fáir sem í alvöru treysta Sigríði fyrir því að misnota ekki vald sitt sem dómsmálaráðherra.
Svo ef Katrín Jakobsdóttir skipar Sigríði áfram dómsmálaráðherra þrátt fyrir dóm héraðsdómstóls og hæstiréttur staðfestir dóminn mun ég leggja fram vantraust á Sigríði í þinginu. Að sjálfsögðu.
Stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn mun þá eflaust þýða að VG mun verja ráðherra sem misnotar vald og skipar dómara pólitískt. Hvað segja kjósendur VG um það? - Deilið og taggið vin í VG.
Katrín Jakobsdóttir vissi vel í vor að Sigríður væri að brjóta lög við skipan dómara í landsrétt því hún vann málið með mér og Sigurði Inga í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og skrifaði undir nefndarálit sem gagnrýndi skipanirnar.
Þetta sagði Katrín um dómaraskipanir Sigríðar í þinginu í vor:
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.12.2017 kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Verndum fjölmiðlafólk svo það verndi lýðræðið.
17.10.2017 | 14:05
Geta fjölmiðla til að upplýsa almenning um upplýsingar sem varða almenning er grundvöllur lýðræðisins.
Þetta fjölmiðlafrelsi er bundið í mannréttindasáttmála, staðfest í úrskurðum mannréttindadómstóla og lögbundið í Stjórnarskrá Ísland.
Tilgangur Pírata og annarra sem setja borgararéttindi á oddinn er að vernda fjölmiðlafólk svo það geti verndað lýðræðið okkar. Með þingmenn í þingnefnd sem hefur eftirlit með stjórnvöldum, og þar með sýslumönnum, höfum við Píratar og Vinstri Græn virkjað eftirlitshlutverk þingsins gagnvart því sem virðist ólögleg takmörkun Sýslumanns Reykjavíkur á fjölmiðlafrelsi Stundarinnar og Reykjavik Media.
Formaður nefndarinnar hefur samþykkt kröfu Píratar og Vinstri Grænn að boða opin fund. Fundurinn verður opinn og sendur út á vef Alþingis á fimmtudagsmorgun klukkan 9:00.
Gestir fundarins verða:
Kl. 9:10 Sýslumaðurinn í Reykjavík (fulltrúar, óstaðfest)
Kl. 9:35 Eiríkur Jónsson lögfræðingur og Hallgrímur Óskarsson frá Gagnsæi.
Kl. 10:00 Sigríður Rut Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður og Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Kl. 10:25 Fjölmiðlanefnd (fulltrúar, óstaðfest).
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.10.2017 kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)