Ríkisklukkan og Sannleikurinn í Sovíet.

"Það er einkennilegt ef við hugsum út í það að ríkið, hið opinbera, valdhafar, ákveði hvað klukkan er. Það er mjög áhugavert í sjálfu sér. Það er svona eins og þegar valdhafar í Sovétríkjunum ákváðu á sínum tíma að í dag væri ekki svona kalt, það væri heitara. Þeir gáfu út yfirlýsingar í aðaltímariti Sovétríkjanna, Pravda, Sannleikanum. Sannleikurinn var að það væri heitara en raunverulega var. Það var til þess að fólk kynti ekki jafn mikið þann daginn."

Fólk í Sovítríkjunum kynti þegar það var kalt og við eru ófærari til vinnu og náms klukkan 6:30 á morgnanna þó að ríkisklukkan slái 8:00. 

 

Ríkisklukkan: 

 

 

Yfirvinnutaxtinn (smá húmor í lokin :): 


Heimilin í skjól þar til lögmæti lánanna sé ljóst.

Fyrsta lagafrumvarp sem Píratar frumfluttu í dag miðar að því að koma heimilum landsins í tímabundið skjól frá nauðungarsölu að kröfu Íbúðalánasjóðs. 
 
Jón Þór Ólafsson, fluttningsmaður frumvarpsins og þingmaður Pírata.
 

Kostir frumvarpsins:
1. Frumvarpið tekur aðeins til Íbúðalánasjóðs. Innanríkisráðherra hefur sett sig alfarið upp á móti því að stöðvar séu nauðungarsölur kröfuhafa og ber þar fyrir sig eignarrétta þeirra sem tryggður er í stjórnarskrá. En Íbúðalánasjóður er í ríkiseigu og Alþingi hefur stefnumótunarvald yfir sjóðnum, svo þau mótrök ráðherra ná ekki til hans.
2. Samhljóðandi frumvarp var flutt og samþykkt á Alþingi í tvígang á síðasta kjörtímabili. Frumvarpinu verður því ekki vísað frá vegna formgalla og gerir afgreiðslu þess í nefnd auðveldari.
3. Flutningsmenn frumvarpsins eru úr Framsóknarflokki, Bjartri Framtíð, Samfylkingu og Pírötum.
 
Gallar frumvarpsins: 
1. Frumvarpið tekur aðeins til Íbúðalánasjóðs. Það mun því sem lög aðeins veita helmingi heimila landsins sem eru með lán sín hjá sjóðinum skjól. Þetta er aðeins fyrsta skrefið og eru flutningsmenn frumvarpsins að þrýsta á að öllum heimilum landsins verði komið í skjól sem fyrst. 

Hún Hanna Birna sem Innanríkisráðherra ætti að beita öllum tiltækum ráðum síns embættis til að vernda réttarstöðu lántakenda lögum samkvæmt. Við munum nota öll tiltæk ráð til að þrýsta á að svo verði. Við erum rétt að byrja.
 

Stefna Pírata í skuldamálum heimilanna er skýr:

1. Leita allra leiða til að stöðva nauðungarsölur á heimilum landsmanna þar til dómstólar taka af allan vafa um lögmæti lánanna sem á þeim hvíla. (Fyrsta skrefið stigið með þessu frumvarpi)

2. Að landsmenn fái úr réttarstöðu sinni skorið fyrir dómsstólum óháð efnahag. (Næsta mál á dagskrá)

3. Að sá skaði sem landsmenn hafa orðið fyrir vegna nauðungarsalna og gjaldþrota vegna óréttmætrar málsmeðferðar eða ólöglegra lána sé leiðréttur.


Elsa Lára Arnardóttir, meðfluttningsmaður og þingmaður Framsóknar.

Íbúðalánasjóður fresti nauðungarsölum tímabundið.

Hér er fréttin í DV sem ég vísa til í ræðunni sjá hér
Hér er lagafrumvarpið um tímabundna stöðvun á nauðungarsölum Íbúðalánasjóðs, sjá hér.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband