Tekst Bjarna Ben að drepa fólk úr Dróma fyrir jól?
13.12.2013 | 13:19
Fyrir hálfu ári birti Seðlabankinn viljayfirlýsingu um að hefja viðræður um kaup og sölu á eignum Dróma hf. til ESÍ og Arion banka hf. Lán einstaklinga yrðu þá færð frá Dróma til Arion banka. Þar segir að: "Gera má ráð fyrir að á næstu þremur til sex mánuðum liggi fyrir hvort af samkomulagi verði." Í gær voru sex mánuðir frá yfirlýsingunni og Viðskiptablaðið greindi frá að samningar um Dróma verði hugsanlega kláraðir fyrir áramót.
Eftir allt sem fólk með skuldir í þrotabúi Dróma hefur mátt þola, m.a. vegna mistaka Fjármálaeftirlitsins og lögbrota Dróma, væri rétt að sá hópur fái að heyra fyrir hátíðarnar hvort af þessum samningum verði. Fjármálaráðherra Bjarni Ben gæti gengið í málið, gengið úr skugga um hvort svo sé, og fært þanning fjölmörgum fjölskyldum frið á jólunum.
Ef Bjarni Ben er ófær um að gefa þessa jólagjöf fyrir jólahlé þingsins þá mun ég leita eftir því að annar jólaglaðningur verði undirbúin og til þarf 9 þingmenn. Á næst síðasta þingdegi munu þá 9 þingmenn biðja fjármálaráðherra um ýtarlega skýrslu um Dróma, sem innihéldi m.a. tengsl félagsins við opinbera aðila s.s FME ásamt eigna og stjórnartengsla allra aðila sem um komið hafa að opinberri ákvarðannatöku sem varðar félagið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.12.2013 kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vill hrósa Hönnu Birnu, og hvetja.
12.12.2013 | 16:19
Ef Hanna Birna heldur vel á frumvarpi sínu um að fresta nauðungarsölum á heimilum landsmanna þá mun skjólið sem hún skapar nægja til að engin missi heimili sitt áður en dómur er fenginn í máli Hagsmunasamtaka Heimilanna um lögmæti verðtryggðra neytendalána.
Það dómsmál er í flýtimeðferð vegna laga sem Hanna Birna lagði fram og fékk samþykkt á sumarþinginu. Það er ólýðandi að fleiri heimili fari á nauðungarsölu áður en lögmæti lánanna sé ljóst.
Takist Hönnu Birnu þetta þá hefur hún staðið sig best allra ráðamanna frá hruni í að verja réttindi lántakenda fyrst með lögunum um flýtimeðferð og svo með stöðvun á nauðungasölu heimila.
En á nefndarfundi í alherjar- og menntamálanefnd eftir hádegið í dag var ljóst að kröfuhafar (helst Íbúðalánasjóður) og stjórnsýslan vilja þynna út framvarp Hönnu Birnu. Setja ýmiss skilyrði sem munu flækja þessa aðgerð, skapa óvissu sem leiða til kæruferla og fresta samþykkt frumvarpsins.
Fylgjumst með ferli frumvarpsins í þinginu og styðjum Hönnu Birnu í því að svigrúmið verði eins og hún leggi til í frumvarpinu og sé samþykkt öðru hvorum megin við helgina eins og hún leggur til. Hafa landsmenn ekki mátt þola réttaróvissu nógu lengi?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.12.2013 kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hvað þurfa margir að kveikja í sér til að heimsbyggðin sjái?
4.12.2013 | 17:57
Úr þingsályktun um framferði kínverskra yfirvalda gagnvart tíbesku þjóðinni:
"Flutningsmenn hafa áhyggjur af grófum mannréttindabrotum gagnvart Tíbetum, eins og t.d. þvinguðum ófrjósemisaðgerðum á tíbeskum konum, nauðungarflutningum hirðingja af hjarðlandi í einangrunarbúðir, kerfisbundinni afneitun á rétti munka og nunna til að iðka trú sína án afskipta, pyntingum og morðum á pólitískum föngum. Brýnt er að Sameinuðu þjóðirnar sendi sérstaka sendinefnd til Tíbet til að kanna m.a. hvað varð um þá sem hurfu í tengslum við handtökur á þátttakendum í mótmælaaðgerðum árið 2008.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.12.2013 kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)