Faðir kapitalismans á móti flötum tekjuskatti.
21.12.2013 | 18:28
Faðir kapitalismans, eins og hann er oft nefndur, Adam Smith hafði þetta að segja um skatta á tekjur: "It is not very unreasonable that the rich should contribute to the public expense, not only in proportion to their revenue, but something more than in that proportion." - Auðlegð Þjóðanna, Bók V, Kafli II, Partur II, Um Skatta.- (Getur einhver sett íslensku þýðinguna í athugasemdirnar að neðan?)
Þessu var Sjálfstæðisflokkurinn sammála á landsfundi flokksins fyrir kosningar. Þar var ályktað að lækka skatta og gera þá flatari, ásamt því að hækka persónuafslátt.
Ef hægri menn ætla að lækka og fletja út tekjuskattinn án þess að moka fylgi til vinstri þá færi vel á því að hækka persónuafsláttinn samhliða. Vona að við sjáum meira af mannúðlegri hægri stefnu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.1.2014 kl. 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Gegnsæisbeiðni í jólagjöf fyrir fólk í fjötrum Dróma.
21.12.2013 | 00:21
Það er ekki orðum aukið að segja að Drómi hf sé eitt hataðasta fyrirtæki landsins. Skipulagður og vel menntaður hópur fólks stofnaði fyrir nokkru Samstöðu gegn Dróma til að stilla saman krafta sína við að losa sig úr þeim fjötrum. Meðlimir hópsins settu nýlega upp upplýsingasíðuna Fólk í fjötrum Dróma.
Það minnsta sem við þingmenn getum gert til að aðstoða fólk í fjötrum Dróma er að kalla eftir upplýsingum sem munu uppljóstra um valdmisnotkun og vanrækslu opinberra aðila ásamt yfirstjórnar Dróma, ef einhver hefur verið. Það er hlutverk þingmanna að hafa eftirlit með stjórnvöldum og öðrum opinberum aðilum.
Fjármálaráðherra Bjarni Ben hefur verið beðin um eftirfarandi upplýsingar:
Kemur eftir 10 vikur (í mars):
Gleðileg jól og farsælt komindi ár :)
hlakka til að starfa meira með ykkur á nýja árinu.
![]() |
Ráðherra flytji Alþingi skýrslu um Dróma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Lög Hönnu Birnu um stöðvun á nauðungarsölu heimila samþykkt :)
19.12.2013 | 14:51
Þetta er vel gert og hæstv. innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, á mikinn heiður skilið fyrir að hafa tekið vel á málinu. Hún náði markmiði sínu og bætti um betur. Lengdi frestinn um tvo mánuði til 1. september og þeir sem þegar hafa lent í nauðungasölu geta beðið um að lengja samþykkisfrestinn um sama tíma.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.12.2013 kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)