Ósættin á stjórnarheimilinu veikir samningsstöðu Íslands. (Myndskeið)
7.11.2013 | 13:47
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.11.2013 kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Grímulaus hagsmunagæsla SMÁÍS fyrir 365 fjölmiðla. (Myndskeið)
30.10.2013 | 19:33
ATH: Ég bendi á að ég segi ranglega að: "Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, ætlar að leggja fram kæru á hendur Tali og Netflix öðrum hvorum megin við helgina fyrir brot á lögum um höfundarétt." Hið rétta er auðvitað að það er Flix.is en ekki Netflix.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.11.2013 kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Lögfræðingar Pírata: "Löglegt að versla við Netflix á Íslandi."
28.10.2013 | 20:15

Í ritstjórnarpistli Fréttablaðsins "Ruglið í rauða hliðinu" fyrir ári bendir Ólafur Þ. Stephensen fyrst á að: "Hámarksverðgildi eins hlutar, sem má koma með inn í landið án þess að borga toll, er 32.500 krónur" Og svo bætir hann við að auðvitað eigi bara að: "hætta að koma fram við fólk sem hefur verzlað í útlöndum eins og glæpamenn. Það er neytendum í hag, stuðlar að því að innlend verzlun fái hæfilega samkeppni."
Það er ekkert nýtt að við getum verslað Netflix löglega frá erlendum netveitum fyrirtækisins með því að notast við erlendar IP tölur. Lögfræðingar okkar Pírata hafa staðfest að slíkt sé löglegt. Mánaðar áskrift af Netflix kostar tæpar 1100 krónur "sem er neytendum í hag og stuðlar að því að innlend verzlun fái hæfilega samkeppni." Í þessu tilfelli er það 365 miðlar sem Ólafur starfar hjá sem fær hæfilega samkeppni.
Ég er ánægður viðskiptavinur Netflix og hef þess vegna ekki notað torrent síður lengi vel. Sú hegðun er algeng eins og rannsókn frá Noregi fyrr á árinu sýnir. Með tilkomu Spotify og Netflix þar í landi hefur ólögleg dreifing tónlistar dregist saman um 82,5% og kvikmynda um meira en helming á árunum 2008 til 2012.
Því fleiri sem nota Netflix, og sambærilegar netveitur, því meiri verður þrýstingurinn á að hefja starfsemi þeirra á Íslandi. Þá hagnast listamenn, neytendur og nýju netveiturnar. Ólafur Þ. Stephensen og hans menn munu hins vegar tapa á fjárfestingum sínum í 20 aldar viðskiptamódeli.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)