Án vantrausts á ráðherra mun lögreglan tapa trausti.

stefa_769_n_eiri_769_ksson.jpgÞetta er grafalvarlegt mál. Ef ráðherra dómsmála kemst upp með þetta þá er ekki hægt að treysta lögreglurannsóknum í landinu. Þá hefur skapast fordæmi að yfirmaður lögreglumála komist upp með það að hafa áhrif á rannsóknir lögreglu. Ef ráðherra dómsmála nýtur áfram trausts Alþingis eftir að hafa ítrekað gagnrýna rannsóknir lögreglu á hennar fólki yfir langt tímabil og hótað svo rannsókn á rannsókn lögreglu þá mun mikið traust til lögreglunnar tapast.
mbl.is „Svo kom gusa af gagnrýni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væri pólitík Sigmundur Davíð, að lýsa ekki yfir vantrausti.


Forsætisráðherra segir: „Það er svo­lítið sér­stakt að van­traust­stil­laga út af leka­máli skuli koma frá Pír­öt­um. Ég hélt að þeir væru helstu stuðnings­menn leka, lög­legs og ólög­legs.“

En Sigmundur eins og Björn Bjarnason virðist þú gefa þér að Píratar vilji algert upplýsingafrelsi fyrir suma. Þetta er rangt. Engin hefur rétt á algeru upplýsingafrelsi, því þú hefur meðfæddan rétt til að hafa þitt einkalíf í friði. Allar upplýsingar um þig sem ekki varða vernd á borgararéttindum annarra hefur engin rétt á að fara með án þíns leyfis.

Píratar telja að almenningur hafi rétt á upplýsingum
- sem oft komast ekki til skila nema með leka - til að geta tekið upplýstar ákvarðanir í lýðræðissamfélagi, en að sá réttur nái ekki inn á einkalíf fólks.

Engin hefur því rétt á því að leka upplýsingum um þitt einkalíf - ekki opinberir aðilar og ekki almennir borgarar - og yfirvöldum er gert í stjórnarskránni að verja friðhelgi þess. Nú sýna málaskjölin að það er mjög líklegt að ráðherra dómsmála hafi meðvitað takmarkað eftirlitshlutverk þingsins með málinu með því að villa um fyrir því og haft áhrif á rannsókn lögreglu á glæp sem aðstoðarmaður hennar hafði lengi stöðu grunaðs áður en hann var ákærður fyrir glæpinn.

Fyrir þingmenn að lýsa ekki vantrausti á slíkan ráðherra væri pólitík sem áfram mun grafa undan trausti almennings bæði á stjórnkerfinu og réttarkerfi landsins.


mbl.is „Betra að klára þetta fyrr en síðar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem Björn Bjarnason skilur ekki um Pírata.

1240647_10153107073755031_7510377310709684825_n_1244180.jpgÞessi sniðuga klippa birtist í Féttablaðinu. Hún vitnar í snjalla samlíkingu Björns Bjarnasonar sem gefur sér að Píratar vilji algert upplýsingafrelsi fyrir suma. Þetta er rangt. Engin hefur rétt á algeru upplýsingafrelsi, því þú hefur meðfæddan rétt til að hafa þitt einkalíf í friði. Allar upplýsingar um þig sem ekki varða vernd á borgararéttindum annarra hefur engin rétt á að fara með án þíns leyfis.

"Píratar telja gegnsæi eiga mikilvægan þátt í að almenningur sé upplýstur og þar af leiðandi hæfur til lýðræðislegrar ákvörðunartöku." Eins og segir í grunnstefnu Pírata. Jafnframt segir þar að: "Takmörkun á frelsi fólks til að safna og miðla upplýsingum er óásættanleg, nema til verndar borgararéttindum einstaklinga." Þar með talið friðhelgi einkalífs þíns.

Píratar telja því að almenningur hafi rétt á upplýsingum - sem oft komast ekki til skila nema með leka - til að geta tekið upplýstar ákvarðannir í lýðræðissamfélagi, en að sá réttur nái ekki inn á einkalíf fólks.

Ég hef spjallað við Björn Bjarnason um þennan mun og held hann skilji hann alveg, hann vill kannski frekar vera sniðugur en að sýna skilning sinn á málinu út á við. En þetta er ekki flókið og kemur skýrt fram í grunnstefnu Pírata.

Engin hefur því rétt á því að leka upplýsingum um þitt einkalíf - ekki opinberir aðilar og ekki almennir borgarar - og yfirvöldum er gert í stjórnarskránni að verja friðhelgi þess.


_____


Frekari útskýringar á hugtökum:

Upplýsingaréttur:
Þú hefur sem ríkisborgari rétt á að fá aðgang án undandráttar og án skilyrða að öllum gögnum sem þið opinbera safnar eða stendur straum af, svo framarlega sem það brjóti ekki gegn borgararéttindum annarra, s.s. friðhelgi einkalífsins og getu ríkisins til að verja borgararéttindi annarra.
Án upplýsingarréttar getur almenningur ekki tekið upplýstar ákvarðannir í lýðræðissamfélagi.

Friðhelgi einkalífs:
Þú hefur meðfæddan rétt til að hafa þitt einkalíf í friði. Allar upplýsingar um þig sem ekki varða vernd á borgararéttindum annarra hefur engin rétt á að fara með án þíns leyfis.
Án friðhelgi einkalífssins er hætt við því að fólk ritskoði sjálft sig. Það þorir ekki að gera eða segja það sem til þarf til að verja sín réttindi. Þetta kemur hvað skýrast fram í mikilvægi leynilegra kosninga.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband