Bankarnir veðja á að Íslendingar kyssi vöndinn.

Jon_Sigurdsson_FrelsishetjaViðskiptabankarnir hafa rassskellt okkur árum saman, við höfum þurft að borga þeim miklu hærri vexti en þeir rukka í nágrannalöndunum, og nú eigum við að kyssa vöndinn og bjarga þeim með okkar skatt fé eftir að þeir hafa ár eftir ár grætt á okkur með okri. Halda þeir að við séum aumingjar sem þorum ekki að gera neitt og kyssum bara vöndinn?

Það er auðvelt að féfletta hrædda þjóð og hræðsluraddirnar segja að ef ríkissjóður fleyti ekki bönkunum munu þeir stranda og brotna í fjörunni sem komi sér illa fyrir okkur öll. En það er bara hálfur sannleikurinn. Það væri slæmt fyrir okkur öll ef bankarnir brotna og leysast algerlega upp, en ef þeir sigla í gjald-þrot og ríkið tekur yfir þrotabúið þá þurfa bara eigendur bankanna, stjórnir þeirra og stjórnendur að taka ábyrgð á eigin ákvörðunum og ganga plankann.

Ef stjórnendur bankanna sigla þeim í þrot sendir Ríkið landhelgisgæsluna á strandstað, kaupir þrotabúið, skipar tímabundið nýjan skipstjóra, togar bankana á flot og siglir þeim þar til hærra verð fæst en fór í kaupin. Til að ná þessu fram þarft þú og þitt fólk að verja skatt fé ykkar og segja ríkisstjórnar þingmönnum í þínu kjördæmi að svona skuli þeir verja því ef þeir vilja fá atkvæðin ykkar aftur. Símanúmer þeirra og vefföng eru á heimasíðu Alþingis, www.althingi.is, undir „þingmenn“ og svo „kjördæmi.“ Hér.

Hvaða skilaboð sendum við bönkunum ef við stöðvum ekki áform ríkisstjórnarinnar um að bjarga þeim og senda okkur reikninginn? Ef bankarnir mega setja gróða góðra veðmála í eigin vasa og ríkið tryggir að tapið af þeim slæmu megi þeir taka úr okkar vösum, þá er hagkvæmast fyrir bankana að halda áfram að veðja stórt. Og þeir eru að veðja stórt, þeir eru að veðja á að Íslenska þjóðin þori ekki að verja skatt fé sitt og kyssi frekar vöndinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Hreint frábær pistill hjá þér. Það versta er að við erum "aumingjar sem þorum ekki að gera neitt og kyssum bara vöndinn".

 

Halla Rut , 4.4.2008 kl. 22:16

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ég verð hissa ef einhver æmtir og skræmtir fyrir utan einn eina, ég hef heyrt æi mörgum sem finnst það bara sjálfsagt mál að ríkið(við) hlaupi undir bagga ef illa fer, sjálfur vil ég ekki heyra á það minnst að verið sé að redda gírugum fjárglæframönnum...nema þá til að taka viðkomandi banka aftur til ríkisins.

Georg P Sveinbjörnsson, 6.4.2008 kl. 21:29

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Það sem vantar á Íslandi (og raunar flestum ríkjum heims) er aðskilnaður ríkisvalds og hagkerfis (rétt eins og aðskilnað ríkis og trúmála). Þetta þýðir upplausn seðlabankans, afnám ríkiseinokunar á gjaldmiðlaútgáfu, og raunar afnám myntútgáfu ríkisins.

Enginn seðlabanki, engin vaxtamunarviðskipti fjármögnuð af seðlabanka með prentun/útgáfu nýrra krónupeninga, og ekkert ímyndað "traust" á gjaldmiðli sem eingöngu byggist á lánshæfi hins skattheimtandi ríkisvalds. 

Geir Ágústsson, 6.4.2008 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband