Fasismi í Bandaríkjunum í 10 einföldum skrefum.

Naomi Wolf birti nýlega samnefnda grein í breska dagblaðinu Guardian sem segir að sagan frá Hitler til Pinochet sýni okkur 10 skref sem menn með einræðistilburði taka til að eyða stjórnarskrábundnu frelsi og lýðræði, og Bush stjórnin hefur stigið 9 þeirra nú þegar eins og hún útskýrir í videoinu hér að neðan:

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Naomi er svo miklu fallegri fugl en Hitlary, bæði að innan og utan.

Bókin hennar er mjög góð og fæst fyrir fáeina dollara á amazon.

Frábært myndband, takk fyrir að pósta þessu, þetta á erindi við alla á íslandi, betra að sjá hvað er að koma og reyna að halda því fyrir utan okkar landamæri, heldur en að lenda í þessu blind og heyrnarlaus.

Þið sem ratið inn á þessa síðu, horfið á þetta myndband, það eru meiri fréttir í því heldur en 3ja ára annál rúv/stöð2 og álíka.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 13:51

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Takk fyrir þetta myndband, ætti að opna einhver augu fyrir klikkuninni og ég tek undir með Gullvagninum, sem flestir ættu að skoða hvað Naomi hefur að segja af því að þetta er gríðarlega mikilvægt að vita til að átta sig á því hvað er raunverulega í gangi...en þetta er vissulega biti sem getur staðið í mörgum.

Georg P Sveinbjörnsson, 4.2.2008 kl. 21:28

3 Smámynd: K Zeta

Kanar eru vanir svo löngu frelsi og aðhaldi á hið opinbera að þegar þeim er sagt frá íslenskum sögum að ráðningu "Dómara" og að stjórnandi Geirfinnsmálsins sé núna æðsti Saksóknari Ríkisins þá sega þeir mann ljúga.  Vörum okkur á flísinni og hugsum um eigin bjálka.

K Zeta, 11.2.2008 kl. 00:56

4 Smámynd: Alfreð Símonarson

Ég vona að ég sé ekki ókurteis ef ég pota hérna aðeins minni nýust færslu um efnarákir yfir Reykjavík. Ég er að reyna að safna sem flestum í þessa umræðu og er öllum það frjálst að bæta við athugasemd ef þið viljið tjá ykkur um þetta ákveðna málefni:

Víða efnarákir yfir Reykjavík, krakkar ekki borða snjóinn!!











Kær kveðja Alli

Alfreð Símonarson, 2.3.2008 kl. 23:19

5 Smámynd: Agný

Þetta þýddi ég fyrir að ég held 2 árum síðan..Það er ekki bara í USA sem þessi merki um fasískt stjórnarfar er..Það er hér líka..allavega finnst mér ég kannast við slatta...   http://alvaran.com/forum/index.php?showtopic=2546 

12 varúðar merki um fascisma.

1.Upprifinn Þjóðerniskennd.

Facista stjórn hættir til að nota stöðugt þjóðrækna ímynd, slagorð og merki-
Þjóðfáninn er allstaðar opinberlegur. Yfirgangur heimastjórnarinnar er aftur útskýrður sem hlutskifti/örlög – óbeðnum mikilleika þröngvað upp á þjóðina með sagnfræði.
Það er þetta sérkennilega megin inntak ábyrgðartilfinningar sem að núna vekur fyrst og fremst upp fascista ríki, þrátt fyrir undanfarandi þvinganir, ekki lengur bundin af alþjóða-skuldbindingum, milliríkja samningum eða lögum.

2. Borið kennsl á óvininn.
Þessi þjóðerniskennd er þekkt sem eining gegn óvininum –
Almenning er safnað saman, sameinaðir í föðurlandsást og/eða gegn einhverri sameiginlegri ógn:
Kommunistum, frjálslyndum, kynþáttum, þjóðfræðislegum eða trúarlegum minnihlutahópum, þeim sem eru meira menntaðir, samkynhneigðum, hryðjuverkahópum o.s. frv.
Skilaboð fylkisins eru stundum sett fram á þann hátt að sem auðveldast er að bera kennsl á trúarlega þemað.
Þótt ótrúlegt sé þá er þetta tungumál notað jafnvel þegar kenningin sýnir til fullnustu að merkingin sé gjörsamlega hið gagnstæða.
Allur ágreiningur er skilgreindur sem “ tekur afstöðu með óvininum”, og þessvegna landráðamaður.

3. Réttindi hverfa.
Lítisvirðing fyrir mann- og sjórnmálalegum réttindum-
Fasista stjórnarfar hlúir að tilbúnu óttakenndu andrúmslofti af ásettu ráði, með því að magna upp stress og hræðslu.
Borgaranir fyllast eðlilega þörf fyrir öryggi og eru auðveldlega taldir á að hunsa misþyrmingu
í nafni öryggis.

Þeir fáu sem enn efast, verða fyrir yfirgangi og rógburði með þvingandi aðgerðum.
Lagaleg réttindi, ef að einhver eru enn til staðar, eru notuð til kúga fólk til samþykktar möglunarlaust, með einstaka formlegri mótspyrnu.(sem iðulega er bæld hið snarasta niður)
Dómskerfinu hættir til að verða aðgerðarsinni til stuðnings sjónarmiða ríkisins.
Almenningur horfir oftast framhjá eða jafnvel samþykkir af ákafa að réttindi séu afnumin.
Hugtakið um einstaklingsbundin grundvallarréttindi, er skift út gegn loforðum alræðis ríkisins um öryggi.

4.Launungar krafist.
Þráhyggja í sambandi launung og þjóðaröryggi-
Störf stjórnvalda verða í auknum mæli falin. Dregið er úr efasemdum í sambandi við hið opinbera.
Frá skrifstofu tali við vatnskælinn og upp allan valdastigann, kemur varfærni í máli og launung að lokum sjálfkrafa.
Vandræða spurningar eru þaggaðar niður og allt umhverfið sætir nákvæmri rannsókn af einni ástæðu, “ þjóðaröryggi”.

5.Hervald lofsungið.
Yfirburðir hervalds-
Stofnsetning hervalds fær í röngu hlutfalli, hlut af auðlindalögsögu ríkisins, jafnvel þannig, að brýnar þarfir fjölskyldunnar eru vanræktar.
Þetta tryggir tilgang bæði til vegsamar opinberlega, sem og skarprar viðvörunar,
gegn mögulegum óróa borgaranna, það að veldi ríkisins er nálægt,
tilbúið til að nota sína stórkostlegu yfirburði til ofbeldis.

6.Fyrirtækjum hlíft.
Vald fyrirtækjanna er verndað –
Að jafnaði er það hluti af heldra fólki sem leikur aðalhlutverkið í viðskiftunum,
við að koma fasistum til forystu yfir þjóðinni, oft með óþverra brögðum.
Hjónaband mikilla auðæfa og hreins ofbeldis, er oft talið af sagnfræðingum,
aðalsmerki og uppistaða fasisma.
Þegar þessi viðskifta- stjórnvalda – hernaðar hagsmunir sameinast,
þá verður sú ógn að verkalýðurinn sameinist greinilega augljós.
Verkalýðsfélög og þeirra stuðningssamtök velja sér aðstoðarmenn sem hallast að þessum stjórnunaraðferðum ef ekki þá eru þau miskunnarlaust bæld niður og upprætt eins fljótt og mögulegt er.

7.Spilling látin viðgangast.
Siðspilling fær að vaxa hömlulaust-
Fasista ríki halda utan um vald sitt í gegnum tiltölulega litla hópa sem hafa sameinast, sem kjósa eða útnefna hvern annan innbyrðis í stjórnunarstöður í ríkisstjórninni, viðskiftum eða hernum.

8. Fjölmiðlum stjórnað.
Eftirlit með fjölmiðlum –
Stundum er fjölmiðlum stýrt beint af ríkisstjórninni af klaufalegum undirtyllum.
Á öðrum tímum eru það viðkunnalegir innanfélagsmenn sameiginlegs fjölmiðils sem að mótar stefnuna óbeint og þess vegna faglegri.
Reglulega eru ímyndanir/myndir spunnar upp sem “fréttir” og eru kynntar með öndina í hálsinum og með leiftrandi fyrirsögnum.
Æfð þula af fastheldinni endurtekningu gerir jafnvel augljósustu lygi mjög ásættanlega með tímanum.
Með ásetningi verður málfarið sjálft og starfsfólkið ákaflega samdauna og mun framfylgja því að ýta  almennum skoðunum “ út úr aðal umræðunni”.
Allar umræður sem eftir eru, lúta skilmálum og eru naumlega útskýrðar,
til hagsbóta fyrir stjórnina.

Auðveldara verður að hafa yfirsýn með þeim sem eru ósammála og frábrugðnir.
Ritskoðun og “sjálf-ritskoðun “, sérstaklega á stríðstímum er algeng.

9.Stjórnlaust kynjamisrétti.
Stjórnlaust kynjamisrétti-
Ríkisstjórnum fasista ríkja hættir til að vera svo til algjer karlaveldi.
Hefðbundnar kynja ímyndir eru skapaðar jafnvel gerðar enn strangari og ýktari.
Fordæming fóstureyðinga og samkynhneigðar, er yfirleitt innrætt á breiðum grundvelli í stefnumálum.

10. Menntafólk kúgað.
Fyrirlitning á velgefnum einstaklingum –
Fasista ríkjum hættir til að skapa öfgakennt og óvinveitt umhverfi gegn almennum gagnrýnum skoðunum, sérstaklega akademískum.
Hugmyndafræðilega rekin “ vísindi” eru hafin til metorða og styrkt rausanarlega,  á meðan framsetning sem samræmist ekki sjónarmiðum ríkisins er fyrst hunsað, síðan véfengt og gert að athlægi og að lokum rutt í burt.

Það er ekki óalgengt fyrir akademíur að þær séu þvingaðar til að ráðast á vinnu samstarfsmanna sinna.
Ritverk eru ritskoðuð; kennarar reknir og handteknir.
Frjálsa og listræna túlkun í verkum er ráðist á opinberlega, það sem til er, talið óþjóðernislegt og oft eyðilagt opinberlega.

11. Lögreglan hervæðist.
Þráhyggja í sambandi við glæpi og refsingu –
Fasista ríki eru oft gjörn á að líta framhjá misþyrmingu lögreglu og fórna réttindum borgaranna í nafni þjóðerniskenndar.
Langar fangelsisvisstir fyrir það eitt að móðga stjórnmálamann, pyntingar og síðan aftökur eru fyrst  sem "óþægindi" og eru látin viðgangast, og verður að lokum litið á sem reglu.
Oft er alríkislögreglunni veitt ótakmarkað vald til að snuðra/njósna um borgarana.
Eftirlitskerfi og uppljóstrarar eru hafðir í vinnu, bæði til að fylgjast með samkomum mennntafólks og eins til þess að einangra nágranna og samstarfsmenn og skapa vantraust þeirra á milli.

12. Atkvæðum stolið.
Fölsuð atkvæði –
Í ringulreiðinni sem skapast þegar fasistar eru að rísa upp til valda, þá verður kosninga umhverfið verulega ruglandi, spillt og hagrætt. ( minnir á svokallaða kosningu Bush 2000. Agný).
Það er rísandi opinbert vantraust yfir því sem almennt er talið vera fölsuð og hagrædd atkvæði með áhrifamætti peninga,
greininlegrar hlutdrægni fjölmiðla, rógburða herferðum, hagræðingu atkvæða, dómsíhlutun, þvinganir, eða afdráttarlaust úthlutað stjórnarstöðum.
Fasistar við völd hafa verið þekktir fyrir að nota þessa ringulreið sem réttlætingu til að fresta kosningum um óákveðinn tíma.
Þýð.Agný.

http://www.mvp-seattle.com/Pages/pageFascism.htm

Agný, 5.3.2008 kl. 04:08

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Jón þór á ekkert að fara að blogga meira ?

Brynjar Jóhannsson, 10.3.2008 kl. 17:13

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

A.m.k. helmingurinn af lista Agnýjar hefur verið viðhafður þarna vestra allt frá heimsstyrjaldarárunum, ekki síst fyrir tilstilli lokaðs hóps valdamikilla iðnjöfra og alþjóðlegra fjárfesta sem bæði fjármögnuðu og stórgræddu á vopnaframleiðslu og -sölu til beggja fylkinga í báðum stríðunum í Evrópu. Þarna á ég við sk. "military-industrial complex" eða "hernaðar-iðnaðar bákn" sem sjálfur Eisenhower reyndi að vara við í kveðjuræðu sinni til bandarísku þjóðarinnar. Í embættistíð sinni hafði hann fengið nasaþefinn af því hvernig þessi stríðsvél var byrjuð að grafa undan völdum lýræðislega kjörinna fulltrúa þjóðarinnar, rétt eins og hafði gerst í valdatíð fasista á Ítalíu. Restinni af listanum hefur svo smám saman verið bætt við síðan þá, að miklu leyti í stjórnartíð Bush-feðga sem hafa nú samanlagt gegnt embætti forseta/varaforseta í heila tvo af þessum örfáu áratugum sem um ræðir. Og talandi um hluti á þessum lista sem minna á Bush sérstaklega (sjá #12), þá má líka nefna #4. Ég veit ekki hversu margir vita að Bush eldri var einmitt yfirmaður leyniþjónustunnar áður en hann varð forseti (alveg eins og Pútin vinur þeirra!) en í dag á Bush-fjölskyldan ásamt tengdum aðilum gríðarmikil ítök í flestum stærstu fyrirtækjunum vestra í hergagnaiðnaði, olíubransanum, lyfjageiranum og svo mætti lengi telja...

"The first truth is that the liberty of a democracy is not safe if the people tolerate the growth of private power to a point where it becomes stronger than their democratic state itself. That, in its essence, is fascism--ownership of government by an individual, by a group, or by any other controlling private power."

-Franklin D. Roosevelt, 29. April 1938, message to Congress

Takk fyrir videoið Jón Þór, ég horfi á það seinna í kvöld...

Guðmundur Ásgeirsson, 10.3.2008 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband