Ţurfum ađ geta treyst á réttarríkiđ á Íslandi.

Ţađ er sorglegt en satt ađ Hanna Birna ţverbraut reglur međ afskiptum sínum af lögreglurannsókn eins og Umbođsmađur Alţingis hefur útlistađ í áliti sínu og Hanna Birna gengist viđ. Í álitinu segir ađ: "[...] afskipti ráđherra sem fór međ yfirstjórn lögreglunnar af lögreglurannsókn sakamáls, sem tengdist honum sjálfum á tiltekinn hátt og sú framganga sem lögreglustjórinn lýsir, eru ekki ađeins andstćđ ţeim reglum sem fjallađ er um í álitinu heldur eru ţau einnig til ţess fallin ađ gera ţeim sem rannsaka sakamál óhćgt um vik ađ rćkja ţađ starf sitt í samrćmi viđ gildandi reglur."

Í fréttinni sem ţetta blogg vísar í segir Brynjar Níelsson ţingmađur Sjálfstćđisflokksins ađ Hanna Birna sé "ekki fyrsta mann­eskja sem ger­ir ein­hvers kon­ar mis­tök. Mér finnst ţau ekki al­var­leg,"

Sjálfstćđi lögreglurannsókna er grundvallar ţáttur í okkar réttarríki. Ađgerđir fyrrum innanríkisráđherra voru til ţess fallnar ađ kasta vafa á ţađ sjálfstćđi. Ađ draga úr alvarleika slíkra ađgerđa ráđherra er ekki í ţágu öflugs réttarríkis á Íslandi.

 


mbl.is „Ég treysti henni fullkomlega“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Mannréttindadómstóll Evrópu: Móđganir réttlćta ekki takmörkun tjáningafrelsis

1280px-european_court_of_human_rights_logo_svg.png

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dćmt ađ 10 grein Mannréttindasáttmála Evrópu um tjáningafrelsiđ "varđi ekki ađeins upplýsingar og hugmyndir sem vel er tekiđ eđa álitnar kurteisar, heldur líka ţćr sem móđga, sjokkera og trufla ríkiđ eđa nokkurn hluta mannfjöldans. Slíkar eru kröfurnar sem fjölhyggja, umburđarlyndi og víđsýni gera og án ţeirra er ekkert "lýđrćđissamfélag.""

Í samantekt um hatursumrćđu á vefsíđu Mannréttindadómstóls Evrópu segir ađ dómstóllinn "hefur boriđ kennsl á mörg form tjáningar sem skal líta á sem brot á og andstćđ Mannréttindasáttmála Evrópu (ţ.m.t. kynţáttahatur, útlendingahatur, gyđingahatur, árásargjörn ţjóđernishyggja, og mismunun á minnihlutahópum og innflytjendum). Ţrátt fyrir ţađ er dómstóllinn jafnframt mjög varkár ađ gera greinarmun annars vegar á ósvikninni og alvarlegri hvatningu til öfgahyggju og hins vegar rétt almennings (ţ.m.t. blađa- og stjórnmálamanna) ađ tjá skođanir sínar frjálst og ađ "móđga, sjokkera og trufla" ađra."


Sendibođi hugmyndar sem gengur gegn reglum Sjálfstćđisflokksins

skipulagsreglur_sja_769_lfst_isflokksins_1252877.pngŢađ ţarf ađ tryggja öryggi landsmanna. Ţeirri umrćđu eru ţingmenn Sjálfstćđisflokksins sammála.

En viđ ţá umrćđu blandađi Ásmundur Friđriksson, ţingmađur flokksins, bakgrunnsskođunum minnihlutahóps á grundvelli trúarskođanna sem eru alvarleg brot á stjórnarskrá Íslands og borgararéttindum.
Allir ađrir ţingmenn XD sem hafa tjáđ sig eru á móti ţví ađ gera bakgrunnsskođannir á grundvelli trúarskođanna. Ţau benda réttilega á ađ slíkt sé ólöglegt og ófarsćlt, og formađur flokksins Bjarni Ben segir réttilega ađ: "Ţetta endurspeglar svo sannarlega ekki ţađ viđhorf okkar ađ viđ eigum ađ byggja samfélag okkar á grundvallarmannréttindum sem ţessar hugmyndir ganga ţvert gegn."

Ađ benda Ásmundi á ţetta er hvorki takmörkun á hans tjáningafrelsi, "tjáningafrelsiđ er ekki einstefnugata," ţađ er ekki tjáningafrelsi nema öllum sé frjálst ađ gagnrýna ţađ sem er tjáđ. Né er veriđ ađ skjóta Ásmund sem sendibođa. Ţađ er veriđ ađ skjóta á hann fyrir ađ koma međ tillögur um víđtćk brot á borgararéttindum, stjórnarskrá Íslands og skipulagsreglum síns flokks í formi spurningar. "Hann fór fram úr sér" eins og formađur flokksins orđar ţađ.


Í Skipulagsreglum Sjálfstćđisflokksins segir skýrt:

Grunngildi. 2.gr.[...] Grunngildi Sjálfstćđisflokksins eru frelsi og trú á einstaklinginn. Eignarréttur, réttur til frelsis og jafnréttis eru frumréttindi sérhvers einstaklings ţar sem enginn einstaklingur er fćddur til neinna réttinda um fram ađra.

Frelsi einstaklingsins og jafnrétti. 3. gr. Sjálfstćđisflokkurinn starfar á grundvelli frelsis einstaklingsins og jafnréttis. Markmiđ flokksins er ađ stuđla ađ jafnri stöđu og jöfnum tćkifćrum einstaklinga óháđ kynferđi, uppruna, aldri, búsetu, trúarbrögđum eđa stöđu ađ öđru leyti. Í öllum störfum Sjálfstćđisflokksins skal ţetta haft ađleiđarljósi.

Flokksađild. 4. gr. Sjálfstćđisflokkurinn er opinn öllum ţeim sem orđnir eru 15 ára gamlir, ađhyllast grunngildiflokksins, skuldbinda sig til ađ hlíta samţykktum hans og gegna ekki trúnađarstörfum fyrir annanstjórnmálaflokk.

 


mbl.is Má ekki drepa sendibođann
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband