Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sjáið Kötu Jak tala gegn lögum á verkfall hjúkrunarfræðinga 2015. Hvað nú?

Hjúkrunarfræðingar samþykktu að fara í verkfall 2015, og ríkisstjórn Sigmunar Davís og Bjarna Ben setti lög sem bannna verkfallið.

Landlæknir varaði við því að lög á verkfallið væri skammtímalausn. - Eftir 5 ár án þess að fá samning sem þau geta samþykkt frá fjármálaráðherra sjá hjúkrunarfræðingar sig tilneydd til að fara í verkfall, og það eftir að hafa verið í framlínunni í heimsfaraldri fyrir okkur öll.

Hjúkrunarfræðingar vöruðu við því að margir þeirra myndu hætta  ef lög á verkfallið væri samþykkt. - yfir 200 hjúkrunarfræðingar sögðu upp.

Hér er það sem Katrín Jakobsdóttir sagði þá í þingræðu þegar lögin á verkfallið voru rædd á Alþingi.

Það er kominn tími til að Katrín Jakobsdóttir lýsi því yfir að hennar ríkisstjórn muni ekki setja lög á yfirlýst verkfall hjúkrunarfræðinga 22. júní, og þvinga þannig Bjarna Benediktsson til að semja við þá áður en til verkfallsins kemur.

Hún getur allavega gert það.


mbl.is Segja stöðuna ríkisstjórninni til skammar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lög á verkföll eða Velferðarsamningar við lægst launaða?

Landslög eru skýr að það sem er barni fyrir bestu skal ávallt hafa forgang. Það er börnum fyrir bestu að afstýra mögulegu verkfalli með góðum barnvænum samningum við foreldra fátækustu barna landsins.

Reykjavíkurborg hefur sýnt fordæmi með Velferðarsamningunum við Eflingu um mikla hækkun lægstu launa og styttingu vinnuviku. Barnvænir samningar.

Sveitafélögin sem ekki hafa samið við Eflingu geta fylgt fordæmi Velferðarsamninga Reykjavíkur og sett börnin líka í forgang.

Hótanir um lög á verkföll foreldra fátækustu barna landsins eins og formaður Sambands Íslenskra Sveitafélaga var með í gær verður mætt af hörku.


COVID pakki ferðamálaráðherra brýtur eignarrétt og stjórnarskrá.

Ráðherra ferðamála hefur lagt fram frumvarp um Pakkaferðir, sem leggur til að svipta neytendur lögbundnum réttindum, afturvirkt. - Það er bara viðurkennt í frumvarpinu sjálfu (3.2. í greinargerð).

Frumvarp sem leggur til að brjóta stjórnarskránna. - Já það kom skýrt fram hjá tveimur stjórnarskrár sérfræðingum sem við óskuðum eftir umsögn frá.

Frumvarp sem leggur til að taka af fólki eignarréttindi, án bóta. - Ótrúlegt en þetta kom skýrt fram hjá eignarréttar sérfræðingi fyrir þingnefndinni og báðum stjórnarskrár sérfræðingunum. Neytendasamtökin segja að fólk hafi þegar ákveðið að fara í skaðabótamál við ríkið.

Ég mun áfram standa vörð um eignarréttinn við vinnslu málsins. Það væri gott að Sjálfstæðismenn  minni ferðamálaráðherra og þingmenn flokksins á að brot á eignarrétti stjórnarskrárinnar verður ekki liðið.


Hjúkrunarfólk fer eftir faraldurinn, ef ekki er samið við þau.

Við getum treyst hjúkrunarfólki til að standa með okkur í gegnum faraldurinn þó starfsaðstæður eru svo slæmar að margir menntaðir hjúkrunarfræðingar starfa ekki sem slíkir og ríkið hefur ekki samið við þá í 5 ár frá því að stjórnvöld fengu samþykkt lög á verkföll hjúkrunarfólks 2015. Þá var bent á að þetta myndi valda meiri skorti hjúkrunarfólks og 200 sögðu upp störfum í kjölfarið.

Hjúkrunarfólk munu áfram setja sig í hættu til að hjúkra okkur og þau munu smitast af Covid 19 og þegar faraldurinn er búin hefur formaður Félags Íslenskra Hjúkrunarfræðinga bent á hættuna að sum þeirra munu segja upp ef stjórnvöld sýna ekki sóma og semja við þau núna.

Hjúkrunarfólk á betra skilið - semjið við þau strax.

 


Hjúkrunarfræðingar eiga betra skilið - semjið við þá.

Á tíma sem heilbrigðisstarfsfólkið okkar er lang mikilvægasta starfsfólk landsins segir Félag Íslenskra Hjúkrunarfræðinga okkur frá enn einum árangurslausum samingafundi við samninganefnd Bjarna Ben.

Ríkisstjórn Bjarna Ben og Sigmundar Davíðs gerði samninga við lækna sem kostaði 4 milljarða á ári, en settu lögbann á verkfall hjúkrunarfræðinga sem hefði kostað það sama fyrir tvöfallt fleira starfsfólk.

Það er neyðarástand og Kóróna faraldurinn mun kosta okkur yfir 100 milljarða samkvæmt Bjarna Ben fjármálaráðherra, en hann veit ekki hvað það kostar að klára samninga við hjúkrunarstarfsfólkið sem dag eftur dag fórnar sér fyrir okkur í framlínuni við hjúkra okkar veikasta fólki og minnka mannlegan og fjárhagslegan harmleik faraldursins.

Hjúkrunarfræðingar eiga betra skilið - semjið við þá strax.


Við neyðarástand er nauðsynlegt að verja lýðræðið.

Það er auðvelt að gera mistök þegar taka þarf hraðar ákvarðanir.

Samt er ríkisstjórnin almennt að bregðast rétt við neyðarástandinu vegna Kóróna veirunnar, og á hrós skilið.

Frumvarp Samgöngunefndar Alþingis er undantekningin. Það er hættuleg lýðræðinu og verður að lagfæra áður en Píratar geta samþykkt að hleypa því í gengum þingið.

Tilgangurinn er góður, að heimila sveitastjórnum að halda m.a. fjarfundi vegna heimsfaraldurs.

Tillagan er samt svo víðtæk að ráðherra fái:
- ótímabundið vald til að heimila sveitastjórnum að við víkja frá
- ótilgreindum lagaákvæðum sveitastjórnarlaga við
- óskilgreint neyðarástand.

Við neyðarástand er nauðsynlegt að verja lýðræðið.


Hamfara hlýnun eða hnattrænt samsæri?

Sama hvort háværa fólkið sitt hvoum megin hefur rétt fyrir sér, þá er staðreynd að:
 
1. Sjórinn við Ísland er heitari en hann var. = Makríll.
 
2. Heitari sjór þýðir tíðari og sterkari storma sem stundum toga heimskautaloftið yfir okkur. = 50 ára seltu-stormurinn um daginn sem sló út rafmagnið víða.
 
Þeir sem vilja ekki sjá að sjórinn við Ísland er heitari og það þýðir sterkari storma sem stundum blása köldu lofti yfir landið, er ekki treystandi fyrir raforkuöryggi og almannavörnum, og hvað þá stjórn landsins.
 
 


Fyrirséð að lög á verkfall hjúkrunnarfræðinga valdi skorti.

Langflestir landsmenn vilja þjóðarsátt um hærri laun og aðbúnað heilbrigðisstarfsfólk, og hafa viljað það um árabil samkvæmt könnunum Gallups.

Það var fyrirséð að lág laun og langar vaktir væru að ganga fram af hjúkrunarfræðingum. Svo þegar séttin fór í verkfall 2105 var fyrirséð að lögbann á verkfallið myndi valda flótta úr stéttinniYfir 200 hjúrkunarfræðingar sögðu upp í kjölfarið.

Þó að Landlæknir varaði ýtrekað við því þá samþykkti ríkisstjórn Sigmundar Davís og Bjarna Ben samt lög sem bannaði verkfall hjúkrunarfræðinga.

Svo viku síðar kausu stjórnarliðar gegn þvíleifa þingmönnum að spyrja heilbrigðisráðherra út í hættuástandið sem skapaðist eftir að 200 heilbrigðisstarfsmenn sögðu upp í kjölfar lögbanns á verkföll þeirra.

Það er kominn tími til að leiðrétta stöðu hjúkrunnarfræðinga.


mbl.is Skortur á hjúkrunarfræðingum stóra vandamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttindi barna hafin yfir vafa. - Annað er ekki í boði.

Réttindi barna hafin yfir vafaStjórnvöld munu ekki komast upp með annað en að verja réttindi barna, annað er ekki í boði á minni vakt, og þar eru börn sem verða fyrir einelti og börn á flótta í sérstaklega viðkvæmri stöðu.
 
Sem talsmaður barna hef ég heitið því að hafa réttindi barna sem leiðarljós í þingstarfinu og lögin um réttindi barna á Íslandi eru skýr, þau segja að:

"Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn."

Í þeim tilgangi hef ég í þingstarfinu meðal annars:
 
1. í dag verið að tala við Umboðsmann Barna og svo formann Velferðarnefndar Halldóru Mogensen um eftirlit með Útlendingastofnun, sem vill vísa úr landi börnunum Ali 9 ára og Mahdi 10 ára, og Zainab 14 ára og Amir 12 ára.
[Uppfært 16:51:
Helgi Hrafn var svo að óska svo eftir að Allsherjarnefnd Alþingis boði á sinn fund dómsmálaráðherra ásamt Umboðsmanni barna, UNICEF, Útlend­inga­stofn­un­ og kær­u­nefnd­a út­lend­inga­mála.]
 
2. hef átt þrjár óundirbúnar fyrirspurnir við ráðherra,
- við mennta- og menningamálaráðherra
 
3. fundað með forldrum barna sem beitt hafa verið einelti og sent fyrirspurnir á ráðherra um réttindi barnanna til verndar gegn einelti og hver beri ábyrgð á þeirri vernd:
1. 2. 3. 4.
 
4. sent forseta Íslands bréf til að fá leiðbeiningu um ábyrgð ráðherra á því að framfylgja lögum um réttindi barna.
 
5. mætt á dómskvaðningu í máli barns sem vísa á úr landi, og aðstoðað fulltrúa þess að vernda réttindi barnsins. Frá lögfræðingi barnsins lærði ég að Útlendingastofnun hefur heimild í lögum um að veita undanþágu um brottvísun barna til vendar réttinda þeirra. Ef Útlendingastofnun vanrækir það þá getur ráðherra sett reglugerð um að undanþágunni skuli beitt til að lögum um réttindi barna sé fylgt.
 
6. fundað með foreldrum fjögurra barna sem fá ekki full réttindi hér á landi sökum þjóðernis foreldris (sem er skýrt bannað að gera réttindi barns háð réttindum foreldris í lögum um réttindi barnsins),
 
7. fengið samþykkta skýrslubeðini á forsætisráðherra um að öll réttindi barna séu takin saman og hver ber ábyrgð á því að framfylgja þeim.
 
8. sent fjölda fyrirspurna á ráðherra um réttindi barna:
1. 2. 3. 4. 5. 6.

9. Haldið landsmönnum og þingnu upplýstum um starfið sem talsmaður barna og ábyrgð valdahafa í málefnum barna, í störfum þingsins:
1. 2. 3. 4. 5. 
 
Réttindi barna eiga að vera hafin yfir vafa, og annað er ekki í boði!

mbl.is Fara þurfi yfir framkvæmd útlendingalaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómsmálaráðherra klessukeyrði Landsrétt fyrir vini sína.

Ráðherra dómsmála var ítrekað vöruð við að ef hún virti ekki lög um skipan dómara þá væru þeir ekki skipaðir samkvæmt lögum.

En stjórnarskrá íslenska lýðveldisins er skýr í 59. grein: "Skipun dómsvaldsins verður eigi ákveðin nema með lögum."

Mannréttindadómsstóll Evrópu hefur í dag staðfest að þetta. Og áður hafði Hæstiréttur Íslands dæmt að hún hafi brotið lög við skipun á fjórum dómurum, en tveir eru persónulega tengdir henni.

Ráðherra dómsmála braut lög og stjórnarskrá við skipan dómara og ætti að segja af sér.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband