Kynferšisbrot Kažólskra presta. Fyrirspurn til dómsmįlarįšherra.

"Vatikaniš fyrirskipaši Kažólskum biskupum um heim allan aš hylma yfir kynferšisafbrotum eša eiga į hęttu aš vera vķsaš śr Kirkjunni."

Žetta kemur fram ķ frétt ķ The Guardian žegar skjali meš fyrirskipuninni var leikiš til fjölmišla įriš 2003. Skjališ er ķ dag opinbert į vefsķšu Vatikansins.

Sendi fyrirspurnina aš nešan į dómsmįlarįšherra ķ dag. Hśn žarf ekki aš svara fyrr en 15 virka daga eftir aš žing kemur saman ķ haust, en hśn getur svaraš žessum spurningum óformlega fyrr, ef hśn vill.

Vatican solicitation of children

_____________________________________________________________________________

Fyrirspurn til dómsmįlarįšherra um višurlög viš žvķ aš hylma yfir kynferšisafbrotum. (Kynferšisafbrot Kažólskra presta gegn börnum)

1. Hvaša lög eša reglur eru brotin af biskupi ef hann fylgir fyrirmęlum Vatikansins varšandi kynferšisafbrot presta kirkjunnar m.a. gagnvart börnum, sem vķsaš er ķ greinargeršinni aš nešan, og hvaša lög hefur Kažólska kirkjan brotiš fyrir aš gefa slķk fyrirmęli og hóta brottvķsun śr starfi sé žeim ekki fylgt?

2. Eru upplżsingarnar sem vķsaš er ķ greinargeršinni nęgar fyrir lögreglu eša saksóknara til aš rannsaka mįliš frekar og įkęra? Ef ekki, hvaš hyggst rįšherra gera til aš sterkur grunur um skipulagša yfirhylmingu kynferšisafbrota į börnum, sem upplżsingar ķ greinargerš žessarar fyrirspurnar gefa, sé rannsökuš?

3. Er žaš brot į lögum eša reglum fyrir einstaklinga aš hylma yfir kynferšisafbrot? Eru undanžįgur, frį žeim įkvęšum, og ef svo hver?

4. Eru žaš brot į lögum eša reglum fyrir trśfélög, félagasamtök, fyrirtęki eša stofnanir aš fyrirskipa félags- eša starfsmönnum aš hylma yfir kynferšisafbrot? Ef ekki, hvaš ef žeim fyrirskipunum fylgir hótun um mögulega brottvķsun śr starfi? Ef ekki, hvaš hyggst rįšherrra gera til aš koma ķ veg fyrir slķk fyrirmęli og hótanir?

5. Hver eru višurlögin viš žeim brotum į lögum og reglum sem spurt er um aš ofan og hvaš finnst rįšherra aš réttmęt višurlög ęttu aš vera?

Skriflegt svar óskast.


Greinargerš.

Fréttar dagblašsins The Guardian 2003 uppljóstraši aš Vatikaniš fyrirskipaši biskupum Kažólsku kirkjunnar um heim allan aš hylma yfir kynferšisafbrotum eša eiga į hęttu aš vera vķsaš śr Kirkjunni. Leišarvķsir Vatikansins til biskupanna sem fylgir frétt The Guardian er opinber, ašgengilegur og višurkenndur ķ dag į vefsķšu Vatikansins į slóšinni: http://www.vatican.va/resources/resources_crimen-sollicitationis-1962_en.html


Jón Žór Ólafsson
Žingmašur Pķrata.


mbl.is Fjįrmįlastjóri Pįfagaršs įkęršur
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

Nęstu skref ķ landsréttar mįlinu.

Skref 1.
Forseti Ķslands neitar aš skrifa undir og vķsar mįlinu aftur til Alžingis.

Alžingi kaus um dómara ķ Landsrétt ķ einum pakka en ekki um hvern fyrir sig eins og lög fyrirskipa. (Lög um dómstóla 50/2016:Įkvęši til brįšabirgša.IV.)

Forseti Ķslands veršur aš vera viss um žetta įšur en hann skrifar undir. Forseti Ķslands er sķšasti öryggisventillinn ķ žessu mįli. Hann getur neitaš aš skrifa undir og žį žarf žingiš aš vinna mįliš aftur.

Er bśinn aš hringja ķ GušniTh Jóhannesson og var sagt aš hann hringi sķšar ķ dag.

Skref 2.
Sem ég fer yfir ķ ręšunni aš nešan veršur fariš ķ óhįš žvķ hvort forseti Ķslands taki fyrsta skrefiš. Viš rannsökum mįliš opinberlega fyrst og höfum fullvissu um aš dómsmįlarįšherra hafi brotiš lög viš skipan dómara žį er lķklegara aš allir žingmenn minnihlutans kjósi meš vantraustinu og mögulega einhver meirihluta žingmašur. Žį og ašeins žį nęr vantraustiš ķ gegn.


Fjįrmįlarįšherra segir upplżsingar um fjįrmįlaįętlun skemma fyrir

Žaš er ómögulegt aš sjį ķ hvaš rķkisstjórnin įętlar aš nota nįnast allar fjįrheimildir rķkisins nęstu fimm įrin ķ fjįrmįlaįętlun sem fjįrmįlarįšherra lagši fyrir Alžingi.

Žessar tölur liggja fyrir ķ rįšuneytum og skrifstofu Alžingis, en fjįrmįlarįšherra segir ašgengi žingmanna aš žeim spilla fyrir.

Įn žessara upplżsinga er ómögulegt aš taka upplżsta įkvöršun um hvort fjįrmįlaįętlun sé farsęl fyrir landsmenn og vel verši fariš meš skattfé.

Fjįrmįlaįętlun rammar inn hvaš sé hęgt aš setja ķ heilbrigšismįl og hśsnęšismįl į fjįrlögum ķ haust, og ķ alla hina mįlaflokkana. Žessar upplżsingar žurfa žvķ aš liggja fyrir įšur en Alžingi afgreišir mįliš.

Viš höfum sent formlega fyrirspurn um žessar upplżsingar į alla rįšherra og forseta Alžingis sem hafa 15 virka daga til aš gefa opinbert svar.

Fyrirspurnin til fjįrmįlarįšherra:

 Svar fjįrmįlarįšherra:Umręšan ķ heild.


« Fyrri sķša | Nęsta sķša »

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband