Fjármálaráđherra segir upplýsingar um fjármálaáćtlun skemma fyrir

Ţađ er ómögulegt ađ sjá í hvađ ríkisstjórnin áćtlar ađ nota nánast allar fjárheimildir ríkisins nćstu fimm árin í fjármálaáćtlun sem fjármálaráđherra lagđi fyrir Alţingi.

Ţessar tölur liggja fyrir í ráđuneytum og skrifstofu Alţingis, en fjármálaráđherra segir ađgengi ţingmanna ađ ţeim spilla fyrir.

Án ţessara upplýsinga er ómögulegt ađ taka upplýsta ákvörđun um hvort fjármálaáćtlun sé farsćl fyrir landsmenn og vel verđi fariđ međ skattfé.

Fjármálaáćtlun rammar inn hvađ sé hćgt ađ setja í heilbrigđismál og húsnćđismál á fjárlögum í haust, og í alla hina málaflokkana. Ţessar upplýsingar ţurfa ţví ađ liggja fyrir áđur en Alţingi afgreiđir máliđ.

Viđ höfum sent formlega fyrirspurn um ţessar upplýsingar á alla ráđherra og forseta Alţingis sem hafa 15 virka daga til ađ gefa opinbert svar.

Fyrirspurnin til fjármálaráđherra:

 Svar fjármálaráđherra:Umrćđan í heild.


Viđ fjölskyldan höfum skođađ búsetuna á Stúdentagörđunum.

Viđ fjölskyldan höfum skođa búsetuna á Stúdentagörđunum, og finnst
rétt ađ víkja fyrir annarri fjölskyldu sem er ekki í jafn góđri stöđu og okkar fjölskylda.

Ţađ ţykir almennt réttmćtt ađ fólk fái ţrjá mánuđi til ađ skipta um búsetu og nú líđa bráđum ţrír mánuđir frá ţví ađ ríkisstjórnin var mynduđ og ljóst ađ ég yrđi áfram í ţingstarfinu. Viđ fjölskyldan flytum ţví eins fljótt og verđa má.

Viđ vörum viđ ţví ađ slíkt fordćmi verđi ađ reglu ţví ekki eru allir í sambúđ í eins öruggu sambandi eđa međ sameiginlegan fjárhag. Fólk verđur ađ geta veriđ sjálfstćtt ţótt ţađ sé í sambúđ.

Ţađ er búiđ ađ afnema ađ tekjur maka (utan fjármagnstekna) skerđi lífeyri eldri borgara frá almannatryggingum. Ţađ var gott réttindamál. En enn búa eldri borgara viđ tekjuskerđingar vegna sambúđar og öryrkjar í sambúđ einnig. Ţessar skerđingar ţarf ađ afnema. Ég mun áfram vinna međ Félagi Eldriborgara í Reykjavík í ţessum málum.

Varđandi húsnćđisvandan á Íslandi ţá er löngu kominn tími ađ ríki, sveitafélög og lífeyrissjóđir taki höndum saman og styđji međ afsláttum af opinberum gjöldum og ţolinmóđu fjármagni viđ byggingu íbúđa hjá sjálfstćđum leigufélögum sem standa öllum opin. Markađurinn er ekki ađ sinna ţessu og ţađ er krísa. Viđ Ragnar Ţór Ingólfsson nýkjörinn formađur VR funduđum í síđustu viku til ađ finna leiđir til ađ ţrýsta á ţetta. Viđ látum ykkur vita meira um ţađ í mánuđinum.


Ţađ verđur rannsókn á einkavćđingu bankanna allra.

Ţađ er meirhluti á Alţingi fyrir rannsókn á einkavćđingu Davíđs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar á bönkunum 2002.

Alţingi kallađi eftir ţví 2012. Benedikt fjármálaráđherra og formađur Viđreisnar hefur kallađ eftir ţví í vikunni. Valgeđur Sverrisdóttir ţávernadi ráđherra framsóknar líka. Meira ađ segja fyrrum kaupandi Landsbankans, Björgólfur Ţór, hefur kallađ eftir ţví.

Ţeir sem vilja stöđva rannsóknina eru ekki í sterkri stöđu.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband