Hinn aldagamli "leikur", Pólitík.

Á öllum tímum hefur fólk leikið hinn pólitíska leik”, að hafa áhrif á aðra til að ná markmiðum sínum, hvort sem þau hafa verið hugmyndfræðileg, trúarleg, einhvers konar verðmæti eða vald.

Roman SenateFólk hefur á öllum tímum reynt að öðlast meiri áhrif og hlunnindi fyrir sig og sína á kostnað annarra. Á heimilinu, í ættbálkinum, trúfélögum, hirðum konunga, borgríkjum, þjóðríkjum, stjórnmálaflokkum og fyrirtækjum.

Alla mannkynssöguna hefur þessi leikur verið leikinn með orðum, vopnum og verðmætum, og hefur verið orsök allrar mismununnar, kúgunar og stríða.

Á síðari tímum hefur þróunin verið að innleiða reglur sem gera fleirum kleift að taka þátt á hinum pólitíska leikvelli og takmarka eða banna notkun kúgunar og ofbeldis í leiknum. Þessi þróun hefur skapað leikvöll sem á sama tíma hvetur til málamiðlanna og dregur úr líkum á mismunun, kúgun og stríðum.

En margt getur grafið undan þessum framförum því meðan fólk lifir í samfélagi hvert við annað munu það leika hinn pólitíska leik til að öðlast meiri áhrif og hlunnindi fyrir sig og sína á kostnað hinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Persónulega held ég að siðleysi (hlunnindi á kostnað annarra) hafi aukist eftir því sem samfélögin verða "þróaðri".  Í ættbálknum vann fólk að meðaltali 3-4 tíma við að safna / veiða mat eða rækta garðinn og byggja moldarkofa, og það dugði til að sjá sér og öllum þurfandi í ættbálknum farborða. 

Það er í eðli okkar að sjá um hina veikburða, börn, gamalmenni og hina sjúku.  Þannig að fólk sem reynir að græða á hinum veikburða er í raun afbrigði, ekki eðlilegt.  Fyrirtækjasamsteypur (corporates) eru hins vegar siðlausar by definition - þú getur skoðað heimildarmyndina "The corporate" þar sem það er sýnt svart á hvítu - ef galli er í vöru sem veldur dauða, þá er bara að reikna hvort sé hagkvæmara að innkalla, eða svelgja málsóknum (sem sannast) og greiða bætur, siðferðilega spurningin um hvort það sé í lagi að láta fólk deyja er alveg út úr kú í korporate heiminum.

Hin "þróuðu" samfélög einangra okkur og verðlauna siðblindu, það er peningakerfið sem leyfir fólki að lifa sem vampírur á samfélaginu, leggur ekkert til, en hagnast á öllum hreyfingum á peningamarkaðnum - upp og niðursveiflum, enda stjórna þeir þessum sveiflum mikið til sjálfir, samanber heimskreppan um 1930, þar sem það er viðurkennt að og vel skjalfest (falið vald talar um þetta) hvernig kreppan var sett af stað og fóðruð af alþjóðlegu bankamönnunum.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 18:49

2 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Góðir punktar. Corporatisminn skapar umgjörð sem vissulega verðlaunar allt það sem hámarkar hagnað sama þótt það sé siðlaust.

En þótt ástandið hafi verið siðferðilega heilbrigðara í sumum ættbálkasamfélögum þá held ég að fleiri geta tekið þátt á hinum pólitíska leikvelli í dag en á flestum tímum í sögunni, og  kúgun og ofbeldi er á heildina minna en fyrir 50 árum, 100 árum, 1000 eða 2000.

Ef við horfum á heildina þá er ástandið skárra í næstum ef ekki allri Suður Ameríku, Indlandi, Indónesíu, Rússlandi og áhrifa ríkjum þeirra í Evrópu, Kína og þá er mikið talið til.

okkar samfélag sé siðaðara en flest samfélög sögunnar. En 

Jón Þór Ólafsson, 25.10.2007 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband