Jafnrétti og friður á heimilinu.

Heimilisverk er þrætuepli á mörgum heimilum. Í tveim fyrri bloggum hef ég verið að skoða rót þessa vandamáls og sýnist hún felast í óuppfyltum væntingum og mismunandi gildum sambúðarfólks, og þar er líka lausnina að finna.

couple2

Óuppfylltar Væntingar.

Flest fólk á Íslandi í dag VÆNTIR jafnréttinda í samböndum sínum og þar sem jafnréttindi krefjast ekki aðeins að fólk í sambúð vinni heimilisverkin saman heldur líka að báðir aðilar ákveðið saman hvaða verk skuli vinna þá eru margir ósáttir. Við búum ekki við jafn-réttindi fyrr en það ríkir bæði jafn-ræði og jafnt framlag.

Ef fólk getur sæst á þetta er næst að ákveða í sameiningu hvaða verk skuli vinna.

Mismunandi Gildismat.

Hugmyndir fólks um hvaða verk skuli vinna hvíla alltaf á GILDIS-MATI þeirra. Þegar kemur að heimilisverkum eru gildin m.a. heilsa, hreinlæti, hagkvæmni og öryggi. Hve mikið fólk metur þessa þætti er mismunandi og ekkert eitt er réttara en annað því það fer eftir smekk þeirra. Minn smekkur, hvað ég kann að meta, er ekkert réttari en þinn.

Gildismat getur breyst.  

Þetta gerist yfirleitt hægt en þar sem gildismat byggir oft á röngum upplýsingum getur það breyst hratt þegar þær eru leiðréttar. Lengi vel trúði fólk til dæmis möntunni: "því hreinna, því betra", en núna benda læknar á að ónæmiskerfi barna sem alast upp við of mikið hreinlæti fái ekki nægilegt áreyti sýkla til að þroskast eðlilega. Við að sjá að hreinlæti er ekki það sama og heilbrigði minnkar gildismat margra þegar kemur að þrifum.

Af þessu má læra þrjár lexíur.

1. Það eru ekki jafn-réttindi að vinna heimilisverkin jafnt, fyrr en það ríkir jafn-ræði við að taka ákvörðun um hvaða verk skuli vinna.

2. Hvaða verk skuli vinna hvílir alltaf á gildismati fólks sem er mjög mismunandi og það er ekkert eitt rétt gildismat.

3. Gildismat getur breyst, en það gerist yfrleitt hægt. 

Lausn vandamálsins. 

Fyrir jafnréttissinna felst hún í því í að uppfylla væntingar þeirra um raunverulegt jafnrétti á heimilinu og ræða um gildismat sitt þegar kemur að heimilisverkunum með þessar þrjár lexíur í huga og það að leiðarljósi að finna lausn sem báðir aðilar eru raunverulega sáttir við.

Gildismatið og hvaða verk skuli vinna þarf svo að endurskoða reglulega því fólk veit ekki nákvæmlega í fyrstu tilraun hvað það metur mest, og svo breytast gildi fólks og hvernig það metur þau með tímanum.

Jafnrétti og sátt á heimilinu. 

Þessi aðferð leiðir ekki bara til sátta þegar kemur að heimilisverkum. Hana má nota í öllum tilfellum þegar fólk í sambúð ákveður að gera eitthvað sem krefst framlags frá báðum, hvort sem það er í formi peninga eða vinnu, og báðir vilja koma að ákvarðannatökunni, t.d. þegar kaupa á íbúð, innbú eða bíl, nú eða þegar "þarf" að bóna bílinn.

Gangi ykkur vel  Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Mér finnst einhvernvegin að svarið mitt þurfi að vera heil ritgerð, enda miklar pælingar hér að baki....læt þó duga að segja að ég er sammála þér með margt sem hér kemur fram ...skemmtileg lesning

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 28.6.2007 kl. 22:42

2 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Takk fyrir, ég vona að þessar hugrenningar hjálpi sem flestum

Jón Þór Ólafsson, 2.7.2007 kl. 13:29

3 Smámynd: Rúnarsdóttir

Jaaaaá, sko ... hmmm

Rúnarsdóttir, 10.7.2007 kl. 11:03

4 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Sæl frænka. Ég veit Flestum stelpum finnst óþægilegt að horfast í augu við þetta...en ef við viljum finna lausn sem báðir aðilar geta verið raunverulega sáttir við þurfum við að skoða þetta af heilindum

Jón Þór Ólafsson, 11.7.2007 kl. 12:47

5 Smámynd: Rúnarsdóttir

Sæll ... ööö ... frændi?

Ég er örugglega of PI-þenkjandi til að taka vitrænan þátt í þessari þörfu umræðu en stendur ekki hnífurinn einmitt í frúnni þegar kemur að því að fallast á hugmyndir húsbóndans um ásættanlega tíðni og gæði húsverka? Og öfugt náttúrulega ef þrætueplið er skortur á fornemmelse af hálfu húsfreyjunnar? Er ásættanlegt að húslegri aðlilinn í sambúðinni slái af sínum standard til að niðurstaðan geti orðið "sátt"? (Að því gefnu að téður standard sé innan geðheilbrigðismarka). 

Nei ég segi svona ...

Rúnarsdóttir, 11.7.2007 kl. 17:11

6 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Jú, þar stendur hnífurinn oft djúpt í frúnni (sem minnir mig á verðlauna teiknimyndina um kirikou) og ef hún vill sátt í sínu sambandi þarf hún að ná honum út sem getur reynst erfitt, sérstaklega ef maki hennar er ekki til í að leita sátta. Ef báðir aðiliar í sambandinu eru tilbúnir að viðurkenna lexíurnar 3 hér að ofan og raunverulega vilja finna lausn sem báðir aðilar eru raunverulega sáttir við þá er næsta skref að skoða í sameiningu gildismat sitt og hvors annars. Við þetta sér fólk hvað er þeim sjálfum og maka þeirra mikilvægt, sem gerir allar lausnir mikið auðveldari.

Hvort fólki finnst svo rétt að sætta sig við minni tiltekt en það myndi kjósa eða að vinna einhver verk sem þeim finnst ekki þess virði að vinna verður hver að gera upp við sig. Sjálfur reyni ég að halda því í lágmarki og reynist það auðvelt því ég veit hvað skiptir konuna mína mestu máli. Ég passa að hafa baðherbergið alltaf hreint og sest til að mynda alltaf þegar ég tefli við páfann, sama hvort ég leik hvítan eða svartan

Jón Þór Ólafsson, 11.7.2007 kl. 18:05

7 Smámynd: Rúnarsdóttir

Sú er aldeilis heppin, Guð blessi þig drengur og varðveiti um alla framtíð. Ég vona að þú eignist marga afkomendur svo þeir geti haldið í heiðri þessum gamla og góða en jafnframt deyjandi sið að hægja sér sitjandi jafnt til baks og kviðar ... 

... *fliss*

Rúnarsdóttir, 11.7.2007 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband