Hvað vilja konur og karlmenn?

AFLIÐ sem býr í kvenréttindahreyfingunni hefur tryggt konum mörg þau réttindi sem þær eiga réttilega að hafa og enn má betur gera, en nú er þetta sama afl farið að kúga margar konur og leiða aðrar á villigötur.

familyByltingin étur börnin sín

Margar ungar mæður sem vilja vera heimavinnandi og ala upp börnin sín, þora varla að segja frá því að þær séu ekki líka í námi eða vinnu. Þær fá oft spurninguna hvort þær séu "bara" að hugsa um börnin. Ímyndin er að sjálfstæðar konur fara út á vinnumarkaðinn. Það þykir ekki flott í dag að vera heimavinnandi móðir. Þetta er sorglegt virðingarleysi við móðurhlutverkið sem leggur grunninn að heilbrigðum einstaklingum og samfélagi.
Gæti verið að aukin ofbeldishneigð ungs fólks megi að einhverju leyti rekja til vanræktra lyklabarna sem alin voru upp af sjónvarpi og tölvuleikjum?
 

Undirlægjur

Konur eiga rétt á því að velja sér störf sem þær vilja vinna og fá fyrir vinnuna sömu laun og karlmenn. Eiga þær að leggja jafnt af mörkum og karlmenn, en fá minna fyrir? Konur með sjálfsvirðingu sætta sig auðvitað ekki við slíkt.

Það eru ekki mörgum karlmönnum sem finnast rykfríar hillur og skínandi gólf það mikilvæg að þeir vilji eyða tíma sínum í slík þrif. Eiga þeir að leggja jafnmikið af mörkum og konur við að vinna verk sem þeir fá minna út úr? Karlmenn með sjálfsvirðingu sætta sig ekki við slíkt.

Til að fá fólk til að gera það sem það vill ekki gera þarf að þvinga það undir vald sitt; gera það að undirlægjum.

Vilja konur virkilega mjúka menn?

Rannsóknir sýna að á egglostímabilinu falla konur fyrir sterkum, óhefluðum karlmönnum og sjálfsöryggi er yfirleitt efst, og alltaf ofarlega, á listanum yfir það sem konur falla fyrir í fari karlmanna.
Eflaust er samt til sú kona sem vill búa með manni sem er undirlægja. En þótt það sé þægilegt að eiga hlýðinn mann, spurðu sjálfa þig hve lengi þú munir haldast hrifin af undirlægju. Kveikir undirlægja í þér?
 

Sjálfstætt fólk fer á eftir því sem það vill

Við viljum finna frið í faðmi elskunnar okkar; finna að þar eigum við heima. En heimilið er ekki lengur griðastaður. Það er orðið vígvöllur þar sem barist er um heimilisstörf. Sjálfstætt fólk sem sættir sig ekki við að eyða lífinu í rifrildi og vilja vernda tilvonandi börn sín fyrir því að alast upp við stríðsástand, leitar þar til það finnur lífsförunaut sem finnst mikilvægara að veita fjölskyldu sinni griðastað en að rífast um heimilisverk; förunaut með fjölskyldufaðm, þar sem frið er að finna.
Það er auðvelt að gleyma því sem við viljum í raun og fórna meiru fyrir minna.
 

Höfundur er nemi og virkur baráttumaður fyrir réttindum kvenna og gegn kynbundnu ofbeldi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Engar undirlægjur takk!  Og jú konur hrífast (að ég held) af sjálfsöruggum, sterkum mönnum en vandinn liggur hins vegar oft í því, og þetta á við bæði um konur og karla, að þegar fólk fer að búa saman vill það fara að breyta hvert öðru og þá eru eiginleikarnir sem viðkomandi heillaðist mest af í upphafi efstir á hitlistanum, þ.e. kynin virðast vilja drepa það sem þau heillast af ... eða hvað?

Aðalheiður Ámundadóttir, 11.6.2007 kl. 21:47

2 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Góður punktur! Jú bæði kynin heillast af sjálfsöryggi þó ég haldi að það sé oftar ofar á listanum hjá konum en körlum, og vandamálið byrjar þegar slíkir einstaklingar vilja fara að breyta maka sínum því sjálfsöryggi og undirgefni eru ill samrýmanleg

Jón Þór Ólafsson, 11.6.2007 kl. 22:02

3 Smámynd: Indriði Ingi Stefánsson

Það er líka önnur aleiðing.  Þegar umræðan er alltaf hve vinnumarkaðurinn er neikvæður konum, verður hætt við að sumar konur líti á sig sem fórnarlömb og fara þarmeð að nálgast aðstæðurnar af veikleika en ekki styrkleika og þegar maður málgast aðstæður af veikleika verður maður oftar en ekki undir.

Indriði Ingi Stefánsson, 11.6.2007 kl. 22:27

4 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Góðir punktar..mikið til í þessu

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 14.6.2007 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband