Hræðsluáróður kostar stjórnmálamenn lítið, en er þjóðinni dýrkeyptur

Hræðsluáróður virkar mjög vel til að þjappa fólki saman gegn vá-gestum, en mjög illa til að leysa vandamál sem koma upp í sambúð fólks af ólíkum uppruna. Dæmi nú hver fyrir sig hvort nýleg auglýsing Frjálslyndaflokksins sé hræðsluáróður eður ei.

Falinn-kostnaðurAuglýsingunni byrjar stórum stöfum að mála útlínur hræðilegrar framtíðar sýnar, fyllir svo inn í hana með myndum af lakari kjörum verkafólks ásamt ofálag á velferðarkerfið og gefur til kynna að þessi ógn stafi af innflytjendum. Þegar skuldsettu verkafólki er sýnd þessi mynd finnst þeim stafa að sér ógn, og ekkert er mannlegra en að finna til réttlátrar reiði í garð þeirra sem manni finnst ógna sér.

Að auka óvild í garð innflytjenda, fyrir mistök eða af ásetningi, er ekki árangursrík leið til að leysa vandamál íslensks samfélags því óvild elur af sér óvild og reitt fólk hyggur frekar á hefndir en lausnir, og þá töpum við öll.

Svo nú vona ég að allt gott ábyrgt fólk innan Frjálslyndaflokksins sýni í verki að það vilji ekki nota hræðsluáróður á kostnað þjóðarinnar, en nái sér í fylgi t.d. með bjartri framtíðarsýn þar sem innflytjendur og við sem fyrir voru tölum saman á íslensku um hvernig megi leysa vandamál íslensks samfélags.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Briem

Mér finnst þessi auglýsing vera til skammar.  Skil t.d. ekki alveg hvað er verið að fara þegar talað er um ofálag á velferðarkerfið.

Erlent vinnuafl á stóran þátt í að velferðarkerfið virki með viðunandi hætti.  

Eiríkur Briem, 4.4.2007 kl. 09:30

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þú sérð þetta svipað og ég.  B. kv.

Baldur Kristjánsson, 9.4.2007 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband