Hentar íslenska skólakerfið þekkingarsamfélagi?

Einn af hugmyndasmiðum prússneska skólakerfisins sem við höfum á Íslandi í dag, Johann G. Fichte,  útskýrði markmið þess í Ávarpi til þýsku þjóðarinnar.  Þar sagði hann að eftir ósigurinn fyrir herjum Napóleons þyrfti þjóðin miðstýrt skylduskólakerfi þar sem öllum væri kennt að taka skilyrðislaust við skipunum.

HugarkrafturÞar sem forvitnir, sjálfstæðir einstaklingar með frumkvæði taka ekki skilyrðislaust við skipunum var í Prússlandi hannað skólakerfi til að bæla niður þessa eiginleika nemenda.

Iðnaðarsamfélagið þarfnaðist hlýðinna, ósjálfstæðra starfsmanna, svo vinsældir prússneska skólakerfisins eru skiljanlegar. Þekkingarsamfélagið, þar sem þekking starfsmanna skapar auðinn,  þarf hins vegar símenntun og þar sem menntað fólk verður sem sífellt sérhæfðara þurfa yfirmenn, sem ekki geta verið sérfræðingar á öllum sviðum, að treysta á að starfsmenn kunni að stjórna sér sjálfir. Þekkingarsamfélagið þarfnast því sjálfstæðra forvitinna einstaklinga með frumkvæði og sjálfstjórn.

Hefðbundna skólakerfið var hannað fyrir gamla samfélagið. Þekkingarsamfélagið þarfnast nýrra menntaleiða.

_____________________________________________________________________ 
Mig langar að þakka henni Margréti Pálu Ólafsdóttur kærlega fyrir innlegg hennar í Silfur Egils síðastliðinn sunnudag, og sérstaklega fyrir þá braut sem hún hefur rutt í menntamálum á Íslandi.
Hún er höfundur Hjallastefnunnar sem stefnt er gegn einsleitni og byggir á uppgötvunarnámi með enga stundaskrá, engar frímínútur, enga töflukennslu eða skólabækur, ekkert heimanám og engin eyðufyllingarverkefni. Samt er meirihluti sex ára barna í Barnaskóla Hjallastefnunnar orðinn læs fyrir jól.

Eins og hún bendir á þá er engin ein stór lausn sem á að vera í gangi í menntamálum. Börn og fólk almennt er jafn misjafnt og það er margt. Við þurfum fjölbreytni í menntun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég gæti ekki verið meira sammála þér. Grundvallarspurningar sem við þurfum að spyrja eru:

  • Hvað er skóli?
  • Til hvers eru skólar?
  • Hvaða hlutverki gegna skólar?
  • Hvernig ættu skólar að vera? 

Hrannar Baldursson, 3.4.2007 kl. 07:29

2 identicon

Ég er hjartanlega sammála þér með hana Margréti Pálu. Hún kom vel fyrir í Silfrinu og var með málefnanleg rök sínu máli til stuðnings sem að meikuðu sens í mínum kokkabókum. Mér finnst mál til komið að snúa jafnréttisbaráttunni að atvinnumálum kvenna sem og öðru sem okkur varðar, er orðin þreytt á endalausri umræðu um klám og vændi. Svo er líka hin hliðin á teningnum áhugaverð þ.e. skólamálin almennt.

Maj Britt Hjördís Briem (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband