Unglingadrykkja minnkað samhliða auknu aðgengi fullorðinna

Þegar frumvarpið um 'Verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis)' verður að lögum mun sölustöðum áfengis fjölga og sölutími lengjast sem hvoru tveggja mun auka aðgengi fullorðinna að áfengi. Það sama hefur gerst síðustu tvo áratugi, aðgengið fullorðinna hefur meira en tvöfaldast, en unglingadrykkja hefur nærri helmingast á sama tíma. Það er því ekki hægt að halda því fram að aukið aðgengi fullorðinna sem mun koma í kjölfar samþykktar frumvarpsins muni valda aukinni unglingadrykkju. Það verður að horfa á heildarmyndina, að horfa á alla þá þætti sem hafa áhrif á neyslu áfengis þ.m.t. forvarnir, sem frumvarpið eflir, og sem sannanlega minnka eftirspurn unglinga á áfengi.

Það vekur athygli að
engin þingmaður í umræðunni segist vilja snúa klukkunni til baka um tuttugu ár með því að fækka sölustöðum og stytta opnunartíma sem mun klárlega minnka aðgengi fullorðinna að áfengi eins og Helgi Hrafn þingmaður Pírata hefur þráspurt þingmenn um.
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það eru frekar líti takmörk á þeirri órökstuddu vitleysu sem þú lætur frá þér fara.  Mikið ósköp er ég feginn að bera ekki ábyrgð á því að þú varst kosinn á þing.......

Jóhann Elíasson, 22.10.2014 kl. 07:30

2 identicon

Þetta er mjög skrítin röksemdafærsla hjá þér. Unglingar geta ekki verslað í vínbúðum þannig að auðvitað er neysla þeirra í engu samhengi við opnunartíma vínbúða. Hjá fullorðnum einstaklingum hefur hins vegar aukið aðgengi aukið neyslu

Ársæll Arnarsson (IP-tala skráð) 22.10.2014 kl. 08:40

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sæll Jón Þór. Á Spáni var víst fyrir einhverjum áratugum hægt að kaupa bjór í sjálfssölum, og líklega mjög víða á öðrum stöðum.

Ég var eitt sinn að vinna með dreng sem kom frá Spáni og til norðurlanda á unglingsárum sínum. Hann sagði mér að ekki væri bjórbann á Spáni, en það væri viss bjórbannsstýring í því norðurlandi sem hann flutti til. Jafnframt lýsti hann því hvernig bjórbann gerði það spennandi fyrir unglinga að ná sér bannvöruna. Sálfræðingar ættu að skilja, og kunna að útskýra hvernig boð og bönn virka neikvætt á frelsisskerta mannskepnuna, og sérsstaklega unglinga á mótunarárum sjálfsstæðis fullorðinsmeðvitundarinnar.

Í dag er mjög auðvelt fyrir unga fólkið að nálgast alls kyns eiturbras á götunni, án þess að þurfa að framvísa skilríkjum. Landamæaraeftirlit er ekki í samræmi við lögbannareglur dómsstólaklikkaða Íslands!

Undarlegt að það skuli ekki vera til umræðu á hinu háa alþingi?

Hvernig væri að stoppa sölu á ólöglegu og eftirlitslausu rusli í undirheimunum/götunni, sem feitu hvítflibbarnir á fjósbita stjórnsýsluspillingarinnar standa að og græða á? Bankamafíu og lífeyrissjóðsglæpagengin eru farvegurinn fyrir þá ólöglegu og mafíustýrðu djöflastarfsemi Mammons!

Nú verða stjórnmálastjórnendur á efstu þrepum Íslandsveldisins að horfast í augu við heim staðreynda á Íslandi, því það koma líklega ekki fleiri tækifæri til siðferðisbetrumbóta á þessu sviði heimsmafíunnar.

Það er auðveldara að hóta/drepa fólk með sýktum sprautunálum á Íslandi, heldur en að hóta/drepa fólk með hríðskotabyssum. Við erum stödd í raunheimum Íslands, en ekki eftirlíkinga-blekkingarbíómynd í Hollywood.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.10.2014 kl. 20:18

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Maður getur varla annað en klórað sér í hausnum yfir sumum fullyrðingum Pírata. Eflaust ágætis fólk allt saman, röksemdafærslan oft á tíðum undarleg.

Halldór Egill Guðnason, 23.10.2014 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband