Yfirskrift dagsins er kaupmáttur, atvinna og velferð.

SÍ
Kaupmáttur launa mun halda áfram að minnka meðan slíkt sé stefna Seðlabanka Íslands. Til að halda kaupmætti sínum þurfa launamenn því sífellt að semja um hærri laun. 2,5% kaupmáttarskerðing á ársgrundvelli segir hagfræðin að sé skilvirkt peningakerfi. Seðlabankinn nær þó þessu marki nánast aldrei (sjá tölur um síðustu tíu árin). Stefnu og stjórntæki Seðlabankans þarf að skoða og ræða í samfélaginu ef við viljum skilja hvernig hægt sé að verja kaupmáttinn.

Lengi vel hafa viðskiptabankarnir, með fulltingi Seðlabankans, búið til of mikið af nýjum peningum (með útlánum) svo kaupmáttarrýrnun krónunnar (verðbólga) fylgdi í kjölfarið. En þegar launafólk fer fram á kauphækkun til að halda kaupmætti launa sinna, þá heyrast háværar raddir um að hækkun launa hafi í för með sér aukna verðbólgu. Þetta er rétt, en aðeins hálfur sannleikur. Grunnorsök verðbólgunnar er að rekja til útlána einkabankanna, sem Seðlabankinn hefur heimildir og verkfæri til að takmarka meðan að viðskiptabankarnir vilja stunda viðskipti við Seðlabankann.
 
Rót kaupmáttarskerðingar launa er að finna í stefnu og stjórn Seðlabanka Íslands á peningakerfi landsins. Eigum við ekki að aðstoða stjórn bankans og annað starfsfólk við að vernda kaupmátt krónunar? Ég er búinn að biðja um fund með Má Guðmundssyni Seðlabankastjóra og læt ykkur vita hvernig fer.
 
Varðandi síðari tvö orðin í yfirskrift dagsins, þá er forsenda fleiri starfa og velferðar að koma atvinnulífinu í gang. Kynnið ykkur hvernig Píratar vilja koma að því verkefni með því að skapa kjörlendi fyrir netvænt atvinnulíf. Sjáumst í göngunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband