Aukið gegnsæi í vísindum.

Screen Shot 2013-04-16 at 7.53.21 PMKonunglega breska vísindafélagið (The Royal Society), ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar í vísindalegum málefnum, gaf út skýrslu síðasta sumar þar sem kallað er eftir auknu gegnsæi í vísindum.

Í grein á vef tímaritsins New Scientist 21. júní síðastliðinn útskýrir Joanna Haigh, prófessor í loftslagsvísindum, að ein af ástæðum fyrir gerð skýrslunnar var “Climategate” hneykslið svokallaða. Í nóvember 2009 var lekið tölvupóstum loftslagsvísindamanna sem vinna skýrslur sem stuðst er við af „Milliríkjanefnd Sameinuðu Þjóðanna um Loftslagsbreytingar“ (IPCC). Þar virtust þeir ræða hvernig þeir hindruðu aðgang að upplýsingum, fölsuðu þær og földu og kúguðu vísindatímarit til að birta ekki greinar eftir gagnrýna vísindamenn. Málið fékk heimsathyggli og vakti áhyggjur um allan heim.

Áhyggjur mínar yfir mögulegum vísindafölsunum urðu að grein í Morgunblaðið mánuði síðar þar sem hvatt er til að hlustað væri á gagnrýnisraddir. Áhyggjur breskra stjórnvalda leiddu til þriggja opinberra rannsókna sem sýknuðu vísindamennina að lokum. Það jákvæða er háværari krafa í dag um aukið gegnsæi í vísindum og tillögur til að ná því fram.

Leiðirnar sem skýrsla Konunglega breska vísindafélagsins leggur til að auknu gegnsæi í vísindum eru m.a.:
1. Vísindamenn ættu að gera gögn sín og líkön aðgengileg án endurgjalds.
2. Háskólar og rannsóknastofnannir ættu að styðja opin aðgang gagna.
3. Opinn aðgangur að gögnum skal verðlauna.
4. Opinn aðgangur að vísindagreinum.
5. Yfirvöld þurfa að átta sig á möguleikum opinna gagna og opinna vísinda til að auka gæði vísinda.

Í grein sinni í New Scientist spyr Joanna Haigh: “Internetið hefur skapað áður ómöguleg tækifæri fyrir vísindamenn til að eiga samskipti og eiga í samstarfi sín á milli og við almenning. Hvernig eigum við að bregðast við?” 

Við Píratar viljum tryggja aukið gegnsæi í vísindum og aukið sjálfstæði vísindamanna.
Í starfi mínu sem aðstoðarmaður Birgittu Jónsdóttur hef ég byggt vinnu mína á áreiðanlegum rannsóknum og mun halda því áfram, sér í laga rannsóknum sem uppfylla skilyrði vísindalegrar aðferðar. Hin vísndalega aðferð er besta leiðin sem við höfum til að komast sem næst sannleikanum um eðli heimsins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

> "Þar virtust þeir ræða hvernig þeir hindruðu aðgang að upplýsingum, fölsuðu þær og földu og kúguðu vísindatímarit til að birta ekki greinar eftir gagnrýna vísindamenn"

Það er rosalega óheiðarlegt af þér að setja þetta svona fram en nefna ekki að þetta er allt saman vitleysa, ekkert var falsað og ekkert var falið. Þér hefur verið bent á þetta í umræðunni undanfarið.

Aukið gegnsæi snýst líka um að taka tillit til þess þegar betri upplýsingar koma fram - að endurtaka ekki vitleysuna þegar búið er að leiðrétta hana.

Matthías Ásgeirsson, 16.4.2013 kl. 21:20

2 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Takk fyrir athugasemdina Matthías.

Á þeim tíma þegar ég skrifa greinina 2009 þá "virtust þeir ræða hvernig þeir hindruðu aðgang að upplýsingum, fölsuðu þær og földu og kúguðu vísindatímarit til að birta ekki greinar eftir gagnrýna vísindamenn." - Gefnar þær upplýsingar er heiðarlegt að efast eins og margir gerðu og rannsaka málið eins og bresk stjórnvöld gerðu.

Svo tek ég einmitt tillit til betri upplýsinga eins og þú nefnir eftir að "áhyggjur breskra stjórnvalda leiddu til þriggja opinberra rannsókna sem sýknuðu vísindamennina að lokum." - og nefni skýrslur um aukið gegnsæi sem nauðsynlegt er að innleiða til að "endurtaka ekki vitleysuna þegar búið er að leiðrétta hana."

Jón Þór Ólafsson, 16.4.2013 kl. 21:38

3 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þetta er ekki alveg rétt lýsing hjá þér á þeim upplýsingum sem lágu fyrir þegar þú skrifaðir greinina. Þú gast valið að trúa samsærissinnum eða þú gast einfaldlega kynnt þér gögnin og hlustað á það sem vísindamennirnir sjálfir sögðu. En ég fagna að sjálfsögðu breyttu viðhorfi þínu.

Þegar þú dregur málið aftur fram er æskilegt að það komi afdráttarlaust fram að ekkert var til í þessum ásökunum á sínum tíma - og að það gátu allir séð sem kynntu sér málið.

> "Í starfi mínu sem aðstoðarmaður Birgittu Jónsdóttur hef ég byggt vinnu mína á áreiðanlegum rannsóknum og mun halda því áfram..."

Hver er skoðun þín (ykkar) á útiræktun á erfðabreyttum lífverum?

Matthías Ásgeirsson, 16.4.2013 kl. 22:18

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir að svara þessu Jón Þór, ég hef svarað þér við FB athugasemd þína á loftslag.is - Guðfræðingar, Píratar, kosningar, umhverfismál og loftslagsbreytingar af mannavöldum

Batnandi mönnum er best að lifa...

Sveinn Atli Gunnarsson, 16.4.2013 kl. 22:34

5 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Jón Þór: Hvar stendur þú núna varðandi loftslagsmálin - ertu sammála því að hnattræn hlýnun af mannavöldum er vandamál sem verður að takast á við?

Höskuldur Búi Jónsson, 16.4.2013 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband