Ósannindi Gunnars Helga stjórnmálafræðiprófessors.


GHÍ viðtali við Morgunblaðið í dag fer Gunnar Helgi mikinn um ágalla Stjórnarskrárferlisins. Þar fer hann líka með rangt mál þegar hann heldur því fram að: "þá var fyrirkomulagið þannig að engin leið var fyrir kjósendur að gefa stjórnlagaráði nokkur skilaboð um hvað stjórnarskráin ætti að fela í sér."

Þetta er ósatt. Það voru margar og góðar leiðir "fyrir kjósendur að gefa Stjórnlagaráði skilaboð um hvað stjórnarskráin ætti að fela í sér." Bæði með erindum í tölvupósti, með athugasemdum tengdu facebook á vef ráðsins og í persónu á opnum fundum.

1. Sjálfur sendi ég eitt þeirra rúmlega 300 erinda sem bárust Stjórnlagaráði með tölvupósti: 
http://www.stjornlagarad.is/servlet/file/Erindi+til+Stj%C3%B3rnlagar%C3%A1%C3%B0s.+-+Se%C3%B0labanki+%C3%8Dslands+%281%29.pdf?ITEM_ENT_ID=34045&ITEM_VERSION=1&COLLSPEC_ENT_ID=130

2. Erindum var svarað af Stjórnlagaráðsliðum og þau rædd í nefndum ráðsins.
http://www.stjornlagarad.is/erindi/nanar/item34046/

3. Í hverrri viku setti ráðið fram áfangaskjal sem var aðgengilegt á vef stjórnlagaráðs með möguleika að gera athugasemdir við í gegnum facebook tengt kerfi:
http://www.stjornlagarad.is/starfid/afangaskjal/

4. Svo voru opnir fundir alla fimmtudaga þar sem staðan var tekin og mér og öðrum gestum gafst færi að ræða við ráðsliða. Ég mætti á þónokkra og ræddi við ráðsliða: http://www.stjornlagarad.is/starfid/dagskra/

Opnir fundir Stjórnlagaráð
s voru sem hér segir: 

19. ráðsfundur
28.07.2011 14:00

18. ráðsfundur
26.07.2011 13:00

17. ráðsfundur
20.07.2011 13:00

16. ráðsfundur
12.07.2011 13:00

15. ráðsfundur
01.07.2011 09:30

14. ráðsfundur
24.06.2011 09:30

13. ráðsfundur
16.06.2011 10:00

12. ráðsfundur
09.06.2011 13:00

11. ráðsfundur
03.06.2011 10:00

10. ráðsfundur
26.05.2011 13:00

9. ráðsfundur
19.05.2011 13:00

8. ráðsfundur
12.05.2011 13:00

7. ráðsfundur
05.05.2011 13:00

6. ráðsfundur
28.04.2011 13:00

5. ráðsfundur
19.04.2011 13:00

4. ráðsfundur
14.04.2011 13:00

3. ráðsfundur
13.04.2011 09:30

2. ráðsfundur
07.04.2011 15:00

1. ráðsfundur
06.04.2011 14:00

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ef þessi Gunnar Helgi stjórnmálaprófessor hefur sagt að almenningur hafi ekki getað komið með tillögur að nýrri stjórnarskrá, þá veit ég að það er ósatt. Það er ó-ásættanlegt að hafa fölsk og blekkjandi áhrif á gang mála, með ó-gagnrýndum ósannindum.

Nú reynir á fjölmiðla að taka á svona skoðanamyndandi ósönnum blekkingaráróðri þessa Gunnars Helga, og GAGNRÝNA slík vinnubrögð, eins og  öll önnur  skoðanamyndandi blekkingar-áróðursvinnubrögð!

Hvernig stendur á því að þessi Gunnar Helgi er alltaf spurður um allt? Hann er nú varla æviráðinn álitsgjafi, né alvitur og gallalaus, né "guð almáttugur/alvitur", frekar en við hin í flóru landsbúa?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.12.2012 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband