Var að koma af félagsfundinum...

xojmqzd.jpgVar að koma af frábærum félagsfundi Borgarahreifingarinnar þar sem 30 manns lögðu fram tillögur og breytingar á tillögum hvors annars uns allir voru sammála... það tók næstum fjóra tíma... en það virkaði og allir voru sáttir. Ég vona að þinghópurinn geti þetta líka!

Sama hvað verður um þinghóp eða stjórn ætla ég að starfa áfram í grasrótinni við að halda þessari brú inn á þing opinni borgurum landsins.


mbl.is Harmar persónulegar deilur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Við vorum 37. Og sammála þér um fundinn.

Margrét Sigurðardóttir, 7.8.2009 kl. 00:56

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Gott hjá ykkur. Virðist hafa verið málefnalegur fundur. Gott að álykta um að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir.

Guðmundur St Ragnarsson, 7.8.2009 kl. 01:09

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Gott mál.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 7.8.2009 kl. 01:51

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þið gátuð ekki skilgreint ykkur í pólitíska litrófinu fyrir kosningar.... og þið getið ekki unnið sem lið eftir kosningar. Ekkert skrítið við það.

Þið eruð andvana fætt pólitískt kraðak.

Þjóðin á þing!!  "Yea right"

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.8.2009 kl. 03:14

5 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Margrét, Guðmundur og Arinbjörn:

Já fundurinn var frábær, takk. Gott mál ;)

Gunnar:

Ef við hefðum hugsað svona, þá hefði Borgarahreyfingin ekki orðið til. Og ef þingmenn hreyfingarinnar hugsa svona þá mun þeir aldrei ná saman aftur. Svo ég vona að þeir haldi bjartsýninni og rækti sáttaviljan.

Ég vona líka að þú gefist ekki upp. Hreyfingin hefur sterka grasrót. Mættu á fundi, stofnaðu vinnuhópa og breyttu því sem þér finnst mega betur fara.

Jón Þór Ólafsson, 7.8.2009 kl. 04:25

6 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Sæll

Þessi frásögn stangast verulega á við það sem kemur fram í athugasemdum frá Friðriki Þór og Jóni Kristófer við þessa bloggfærslu http://thorsaari.blog.is/blog/thorsaari/entry/926757/?t=1249603848

Hvernig stendur á því?

Sóley Björk Stefánsdóttir, 7.8.2009 kl. 11:15

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þið hefðuð semsagt ekki komist á þing ef þið hefðuð sagt kjósendum ykkar hvar þið stæðuð í pólitík?

Það er bebblega það

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.8.2009 kl. 12:27

8 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Sæl Sóley.

Við Friðrik og Jónerum sammála um gagnlegan fund það sem skoðanir voru skiptar en fólk komst á endanum að samhljóða niðurstöðu í öllum (nema einu máli). Ég þarf að athuga hvaða mál það var. Ég festist tvisvar í eldhúsinu.

Þessi fundur er til í hljóðupptöku og verður settur á vefsíðu hreyfingarinnar og það verður reglan í framtíðinni með félagsfundi og stjórnarfundi. Gott mál :)  

Hér er það sem Friðrik Þór sagði:

"Mér fannst fundurinn gagnlegur Þór. Skoðanir voru vissulega talsvert skiptar um frammistöðu bæði þinghópsins (beggja "arma") og stjórnarinnar. En umræðurnar voru mjög góðar og einar 7 eða 8 tillögur og ályktanir samþykktar, allar nema ein samhljóða. Meðal annars var mynduð sáttanefnd sem fólk í ágreiningi tekur vonandi vel á móti. Og um tilteknar verklagsreglur fram að því að nýtt og virkt skipulag (sem nú er í smíðum í sérstökum vinnuhópi) verður samþykkt á aðalfundinum í september.

Það er ekki eins og fundurinn snérist um að "dissa" ykkur þremenningana umfram aðra. Þráinn fékk líka sínar sneiðar og stjórnin fékk líka sitt. En umfram allt var leitað leiða til úrbóta og sátta. Fundurinn var hljóðritaður svo þú getur sannreynt það! Í öllu falli vona ég að fólki takist að slíðra sverðin hið fyrsta."

Friðrik segir: "skoðanir voru talsvert skiptar", enda tók fjóra tíma að leita "leiða til úrbóta og sátta." En það tókst. "Umræðurnar voru mjög góðar og einar 7 eða 8 tillögur og ályktanir samþykktar, allar nema ein samhljóða."

Hér er það sem Jón Kristófer sagði:

"Friðrik.  Ég tek undir með þessari athugasemd þinni (nr. 11) og þakka fyrir gagnlegan fund.  Eitt vil ég þó benda á.  Allar samþykktar tillögur voru samþykktar samhljóða.  Ein tillaga var felld.  Enginn tillaga var sem sé samþykkt með mótatkvæðum og því einhugur um allar þær tillögur sem samþykktar voru á þessum fundi."

 Jón Kr. er sammála um gagnlegan fund en grenir á um eina tillögu sem hann segir að hafi verið feld og "Enginn tillaga var sem sé samþykkt með mótatkvæðum og því einhugur um allar þær tillögur sem samþykktar voru á þessum fundi."

Jón Þór Ólafsson, 7.8.2009 kl. 12:32

9 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Sæll Gunnar.

Ef ég les rétt milli línanna þú sé ég að þú sért vonsvikinn en vona að við getum talað saman eins og menn sem eru að reyna að skilja hvern annan.

Hvar hreyfingin stendur í pólitík er mjög skýrt í stefnu hreyfingarinnar (sjá hér). Fyrir mér þá kristallast stefnan í því að: uppræta spillingu fortíðar, hjálpa heimilunum í nútíðinni og vinna að lýðræðisumbótum til framtíðar. Án þessara þriggja stoða sýnist mér við ekki byggja upp heilbrigt samfélag á Íslandi.

Jón Þór Ólafsson, 7.8.2009 kl. 15:33

10 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Takk fyrir þetta Jón Þór. Það er rétt að ég var ekki að lesa alveg rétt út úr þessum kommentum á hinni síðunni :) Gangi ykkur sem allra best, það er til mikillar fyrirmyndar að leysa ágreining með samræðum :)

Sóley Björk Stefánsdóttir, 7.8.2009 kl. 16:42

11 Smámynd: Sævar Finnbogason

heyr heyr

Sævar Finnbogason, 7.8.2009 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband