Vírusvörn: Ráð til að skera út sýkta ríkisstjórn.
28.1.2009 | 16:32
Þar sem vírus leggst gjarnan á reglugerðarmennina þurfum við einhver ráð til að skera út ríkisstjórn sem er sýktir af skinsemisskorti, skapbrestum eða sérhagsmunagæslu. Í Fulltrúa Lýðræði er fulltrúunum sjálfum treyst til að skera á völd sín verði þeir sjúkir. Við þurfum stýrikerfi þar sem borgararnir geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu og með vantrausti komið ríkisstjórninni frá völdum án óeirða. Við þurfum ekki að lifa við núverandi stýrikerfi Fulltrúaræðisins.
Fulltrúa Lýðræði (Fulltrúaræði): Lýðurinn ræður til hvaða Fulltrúa hann afsalar sér völdum á nokkurra ára fresti. (Vírusinn fær að grassera hjá ráðamönnum)
Handhafa Lýðræði: Lýðurinn ræður hvaða Handhafa hann afhendir völd sín, án þess að afsala réttinum til að taka þau aftur. (Borgararnir hafa ráð til að skera út sýktar ríkisstjórnir)
Beint Lýðræði: Lýðurinn ræður hvenær skuli fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um lagafrumvörp, og borgararnir geta lagt fram frumvörp til stjórnarskrárbreytinga og komið þannig Beint að ákvörðunartöku í ríkinu. (Borgararnir geta komið að gerð stýrikerfisins). - Svisslendingar hafa þennan stjórnarskábundna rétt. -
Ísland getur orðið fyrsta Beina Handhafa Lýðræði heims.
Taktu þátt í að koma okkur þangað: www.lydveldisbyltingin.is
Meira um Beint Handhafa Lýðræði hér: Kjósum Beint Handhafa Lýðræði
Uppfært í Ísland 2.0 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.