FULLTRÚA LÝÐRÆÐI: Fullur réttur Geirs til að Ráða yfir Lýðnum

fulltrua_ly_rae_i.jpgÍ FULLTRÚA LÝÐRÆÐI afslar Lýðurinn völdum yfir velferð sinni til Fulltrúa á fjögurra ára fresti í von um að þeir verndi það sem er lýðinum verðmætt. Í FULLTRÚA LÝÐRÆÐI hafa Fulltúar Fullan lagalegan rétt til að Ráða yfir Lýðnum. FULLTRÚA LÝÐRÆÐI er í raun "FULLTRÚARÆÐI YFIR LÝÐNUM"

Ef við viljum ekki að sagan endurtaki sig þurfum við að losna undan Fulltrúum sem trúa að þeir hafi fullan rétt til að fara í fjögur ár með okkar vald eins og þeir vilja. Við þurfum Handhafa, sem vita að valdið hafa þeir úr höndunum borgara sem geta haft það af þeim, ef þeir hætta að hugsa um þeirra hagsmuni. Við þurfum Beint Lýðræði til að leiða inn lagabreytingar sem handhafar okkar leggjast allir gegn eða stöðva lagafrumvörp um þeirra sérhagsmuni sem ganga gegn okkar eigin. Beint Handhafa Lýðræði þarf að festa í Stjórnarskrá! Taktu þátt hér!

Fyrir meira um Beint Handhafa Lýðræði smelltu hér!


mbl.is Ekki á kosningabuxunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Ég er talsmaður beins lýðræðis. Allt annað er óþarft og ósanngjarnt.

Lifi byltingin

Þór Ludwig Stiefel TORA, 21.1.2009 kl. 18:22

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta orð er sá versti bastarður, sem valdaklíkan hefur kokkað upp.Það á sér engan grunn en er skáldað upp af munni fram af sjálfstæðis og samfylkingarelítunni til að breiða yfir einræðistaktana. Þetta fellur fullkomlega undir skilgreininguna oxymoron, sem er samsett orð með andstæðum, sem vega hverja aðra út og þýðir því ekkert. Það er ekki til margskonar lýðræði, svo það sé á hreinu. Lýðræði er að minnsta kosti 2500 ára gamalt hugtak og þýðir nákvæmlega það sem það segir. Ekkert meira, ekkert meðal og ekkert minna.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.1.2009 kl. 18:30

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þegar þessir grunnvitru spekingar okkar slá svona kjaftavaðli fram, þá er alltaf best að spyrja þá t.d.: Til aðgreiningar frá hvaða lýðræði er fulltrúalýðræði?. Einvaldslýðræði lýð-lýðræði alþýðulýðræði?

Þetta er í anda þess þegar Þorgerður Katrín (sem ég held að sé höfundur þessa orðskrípis) sagðist í gær hafa áhyggjur af því að mótmælin snerust upp í andhverfu sína.

Maður spyr: Nú, geta þau snúist upp í meðmæli, eða kannski aðgerðar og sinnuleysi?  Þessi frú er menntamálaráðherra er það ekki? Go figure!

Jón Steinar Ragnarsson, 21.1.2009 kl. 18:37

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er heldur ekkert til, sem heitir beint lýðræði frekar en óbeint eða á ská lýðræði.

Lýðræði er það þegar almúginn ræður en ekki auðmennirnir. Aristoteles.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.1.2009 kl. 18:40

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Handhafa-lýðræði er því að sama skapi skrípi. Lýðræði er fest í stjórnarskrá. Það er bara spurning um að setja það í námskránna að kenna hvað það þýðir. Þá þarf einnig að taka fulltrúa flokkanna á námskeið í því. Ég botna ekki í hversvegna menn eru að rugla með þetta og reyna að þynna út þetta grundvallarhugtak, sem ber með sé tilganginn í orðanna hljóðan.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.1.2009 kl. 18:48

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það veitir ekki á gott ef sjálfir fulltúar "lýðveldisbyltingarinnar", eru ekki betur að sér en þetta. Þetta er hreint og beint pínlegt, ef þið fyrirgefið.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.1.2009 kl. 18:52

7 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Ég skil vel hvað þú ert að fara Jón Steinar og hef mikið velt vöngum yfir þessu orði.

Á grísku eins og þú veist er Lýðræði: "Democracy" og eins og íslenska orðið samansett úr tveimur orðum: "Dēmos" eða "Fólk", og "Kratos" eða "Ræði."Fólksræði eða Lýðræði. Borgararæði væri eflaust best.

Lýðræði þýddi í upphafi það stjórnfyrirkomulag þegar borgararnir komu beint og milliliðalaust að ákvörðunum um reglur og framfylgd þeirra í ríkinu. En í gegnum tíðina hefur merking þess þróast. Kannski getum við þróað það áfram þannig að það varpi ljósi á mismunandi merkingar sem orðið hefur fengið:

Fulltrúa Lýðræði: Lýðurinn ræður til hvaða Fulltrúa hann afsalar sér völdum á nokkurra ára fresti.

Handhafa Lýðræði: Lýðurinn ræður hvaða Handhafa hann afhendir völd sín, án þess að afsala réttinum til að taka þau aftur.

Beint Lýðræði: Lýðurinn ræður hvenær skuli fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um  lagafrumvörp, og borgararnir geta lagt fram frumvörp til laga og komið þannig Beint að ákvörðunartöku í ríkinu.

Í öllum tilfellum Ræður Lýðurinn einhverju, bara mismiklu.

Jón Þór Ólafsson, 21.1.2009 kl. 20:23

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessi orð eru ekki til í orðabókum og þýða ekkert. Hversvegna að hjálpa við að þynna hugtakið út. Grikkir kusu sér fulltrúa og voru með þing. Ekki ætlar þú að láta þjóðina vinna þingstörf og setja sig inn í alla lagakróka í hvert skipti sem frumvarp er lagt fram og kjósa um það á netinu? Hvað della er þetta. Ertu að tala um að þingið sé óþarft? Hver verður samskiptavetvangurinn, hver semur frumvörpin og deilir skattfénu? Heldur þú að þingið sé einhver tilviljun og óþarfi? Ég hef bara aldrei heyrt annað eins rugl, þú verður að fyrirgefa.

Ef lýðurinn ræður sér málsvara, sem hann treystir þá er hann ábyrgur fyrir honum og hann rekur mál lýðsins fyrir þinginu. Það sem er að hér og veldur því að hér er ekki heilbrigt lýðræði er að það vantar að aðskilja Lögjafavald og framkvæmdavald. Setja ráðherra undir þingið sem þjóna en ekki ráðherra yfir þingið eins og nú er. Það er ekki lýðræði. Þingið er óstarfhæft út af þessu og getur ekki farið að vilja þjóðarinnar af því að það er valdalaus afgreiðslustofnun fyrir frumvörp ráðherra og ríkistjórnar.

Ráðherrar eru þingmenn líka en við að breyta þessu, hyrfu þeir hreinlega úr þingsal og þingið hefði völdin. Þessu er í eðli sínu létt að breyta og það verður ekki lýðræði hér fyrrr en það verður gert.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.1.2009 kl. 01:10

9 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Þú verður ad fyrirgefa, en þú gefur þér helst til mikið um mínar hugmyndir.

Hér geturðu lesið mínar hugmyndir um beint lýðræði sem eru m.a. að Svissneskri fyrirmynd: Fyrir meira um Beint Handhafa Lýðræði smelltu hér!

Jón Þór Ólafsson, 23.1.2009 kl. 02:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband