Árásir seðlabankahagfræðings á mótmælendur ritskoðaðar á mbl.is

hagfrae_ingur_se_labankans_-_lafur_rn_klemensson_763757.jpgÓlafur Örn Klemensson hagfræðingur úr Seðlabankanum ræðst með öðrum manni að mótmælendum og stjórnendur á mbl.is loka fyrir að hægt sé að blogga um fréttir af árásunum. (Sjá myndir neðst í þessu bloggi og sjá fréttirnar: Mótmælendum ógnað á gamlársdag og Taldi sér ógnað).

Nokkrum dögum áður klipptu nokkrir mótmælendur á sjónvarpskapla Kryddsíldarinnar og það helsta í fréttum á mbl eru skemmdarverk sem bloggheimurinn getur bloggað um. Smella hér til að sjá mynd

Sem betur fer héldu vökulir bloggarar utan um alla þá sem höfðu bloggað um fréttina af Ólafi áður en þeir sem stjórna mbl.is lokuðu fyrir möguleikan: Bannað umræðuefni og Taldi sér ógnað - mbl.is - athugasemdir horfnar... og komnar aftur... og horfnar aftur.

 

motmaelendum_ogna_a_gamlarsdag_763748.jpg

 

 

 

taldi_ser_ogna.jpg


mbl.is Með óbragð í munni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er merkilegt mál.  Bloggarar grafa upp raunverulega skúbbið og kryfja að kjarna málsins, mbl hinsvegar, þrátt fyrir slagorðið sitt "kjarni málsins" - gerir allt til að fela og leiða burt frá kjarnanum, og yfir í lala landið fagra.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 14:16

2 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Þetta er klassískur Orwelismi, að þykjast standa fyrir það sem þú stendur stendur gegn.

Fox News sjónvarpsstöðin sem þú þekkir í Bandaríkjunum er með slagorðið "Fair and Balanced" og þykist vera "sanngjörn" og sýna "jafnt vægi" skoðanna, meðan stöðin er ein sú ósanngjarnasta með hvað mest ójafnvægi skoðanna sem birt eru á nokkurri fréttastöð í Bandaríkjunum.

Takk fyrir að upplýsa um þessa ritskoðun mbl.is

Jón Þór Ólafsson, 4.1.2009 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband