Seðlabankastjóri blés sjálfur upp húsnæðisútlána bóluna og verðbólgu bálið.

Með því að lækka bindiskyldu bankanna með vinstri hendinni blés seðlabankastjóri upp húsnæðisútlána bóluna og verðbólgu bálið sem hann sagðist svo þurfa að slökkva með stýrivöxtum hægri handar. (Útdráttur úr greininni að neðan sem birtist í Morgunblaðinu 10.10.2008)

 

Lausafjármagns fíklarnir

Áður en amfetamín varð ólöglegt keypti amma mín megrunar pillur sem voru svo hressandi að hún festi ekki svefn í tvær nætur. Næsta dag fleygði hún pillunum og var rúmföst í tvo daga. Á þessum árum ánetjaðist margt grunlaust fólk þessum pillum.

Lausafjár faraldurinn.

Í dag höfum við grunlaus ánetjast ódýru lausafé sem sprautaðist inn í efnahagslífið í gegnum viðskiptabankana og blés upp bólu á húsnæðismarkaði. Við vorum grunlaus að þessir peningar myndu margfaldast í bankakerfinu með svo kallaðari “bindiskyldureglu” seðlabankans og á skömmum tíma valda mikilli verðbólgu sem legðist ofan á vexti húsnæðislána með tilheyrandi gjaldþrotum og efnahagshruni. Þetta kennir hagfræði 101.

Götusalar lausafjárins.

Lögfræði 101 segir að fasteignasalar séu lagalega skuldbundnir að skýra kaupendum frá termítum sem munu valda þeim fjárhagstapi, ef þeir vita af vágestunum. Annað er glæpsamlegt svindl. Maður hefði haldið að stjórnendur banka sem selja (lána) lausafé á vöxtum væru lagalega skuldbundnir að skýra kaupendum frá því að verðbólga sem sigldi óhjákvæmilega í kjölfar svo mikilla húsnæðislána myndi valda þeim fjárhagstapi, ef þeir vissu af vágestinum. Þeir ættu ekki að framreikna 40 ára lán og láta sem verðbólga muni líklega verða lítil. Á þetta þarf að reyna fyrir dómsstólum og verði stjórnendur dæmdir sekir um svindl eiga þeir að dúsa í steininum.

Hin sýnilega höndin lausafjár kreppunnar.

Lítið mun breytast með nokkra götusala bak við lás og slá ef ekki er litið á hver leifði þeim að margfalda allt þetta lausafé. Lög um seðlabanka leifa seðlabankastjóra að stýra lágmarks vöxtum og bindiskyldu bankanna. Ef seðlabankastjóri lækkar bindiskylduna leifir það bönkunum að margfalda lausafé sem á skömmum tíma skilar sér í aukinni verðbólgu. Til að ná verðbólgunni niður getur hann svo hækkað stýrivexti, sem er nákvæmlega það sem hann gerði. Með því að lækka bindiskylduna með vinstri hendinni blés seðlabankastjóri upp verðbólgu bál sem hann sagðist þurfa að slökkva með stýrivöxtum hægri handar. Seðlabankastjóri hafði í hendi sér að minnka margföldun lausafjár en lét frekar vinstri höndina margfalda það meira og hægri höndina ekkert vita. Menn eru ábyrgir fyrir fyrirsjálegum afleiðingum gjörða sinna. Hvort seðlabankastjóri axlar sína kemur í ljós.

Forvörn gegn öðrum lausafjár faraldri. 

Íslendingar liggja nú í fletinu með ferleg fráhvarfseinkenni, sama hvort þeir fóru á lausafjár fyllerí eða forðuðust lánin. Ríkið mun með miklum tilkostnaði mýkja lendingu lausafjár fíklanna sem eins og allir fíklar ætla aldrei aftur á hausinn. Forvörnina er að finna í AA Bók lausafjár fíkilsins “The Austrian Theory of the Trade Cycle” úr röð austurrísku hagfræðinnar sem fyrir ‘Þynnkuna-Miklu’ upp úr 1929 spáði fyrir um þynnkuáhrif bankakerfis sem margfaldar lausafé.

Heilbrigt Efnahagslíf.

Eftir að við venjum okkur af lausafé sem hægt er að margfalda og lærum að vernda verðgilda vermæta okkar í eðalmálmum og öðru sem ekki er hægt að margfalda í bankakerfinu munum við lifa heilbrigðu (efnahags)lífi.


mbl.is Davíð: Varaði ítrekað við að bankar væru í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rýnir

Sæll og blessaður og takk fyrir áhugaverða færslu. Ég get þó langt í frá fallist algerlega á hana vegna eftirfarandi raka: Stóru íslensku bankarnir voru bæði viðskiptabankar og fjárfestingarbankar. Rétt er það að bindiskylda getur haft áhrif á útlánagetu viðskiptabanka, þar sem bankarnir eru þar skyldaðir til að halda eftir ákveðnum hluta innistæðna. Hinsvegar, og hér er lykilatriðið, bankarnir sóttu nær ótakmarkað fjármagn til að lána út, á erlenda skuldabréfamarkaði. Með öðrum orðum, þetta tæki Seðlabankans hefði í engu, eða a.m.k. mjög, mjög takmörkuðum mæli haft nokkur áhrif á útlánagetuna, hvort sem bindiskyldan hefði verið 5%, 10%, 50% eða 100%, þá hefðu það engu breytt. Bankarnir hefðu þá bara sótt það fjármagn sem þeir vildu lána, annarsstaðar frá. Einnig gat fólk fengið lánað í erlendri mynt fyrir húsnæði. Bindiskyldan hefði þar, að öðru óbreyttu, engin áhrif haft þar á. Vinsamlegast leiðréttu mig ef þú telur að ég sé ekki að fara með rétt mál. Er þetta ekki nokkuð rökrétt annars?

Rýnir, 24.10.2008 kl. 20:12

2 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Bindiskyldan segir til um hvað bankarnir mega lána út mörg prósent af þeim peningum sem inn í þá koma.

Ef banki með útlánastarfsemi á Íslandi fær inn 100 milljarðar króna, sama hvort er um sparifé Íslendinga eða lánsfé erlendis frá, má hann aðeins lána út 90% og halda eftir eða binda 10% ef bindiskyldan er 10%.

Þegar íslensku bankarnir fóru að taka fé að láni erlendis á 2% vöxtum og lána það hér á rúmum 4%, sem flæddi markaðinn með ódýru fé með bólu og verðbólgu í kjölfarið, hefði seðlabankastjóri geta hækkað bindiskylduna t.d. upp í 50% svo bankarnir hefðu aðeins geta lánað út og haft vexti af helmingi af því fé sem þeir tæku að láni, sem hefði þýtt að þeir hefðu þurft að hafa vexti 6% til að græða á útlánum hér á landi, sem hefði þá þýtt færri lánþega, minni eða enga bólu, verðbólgu og efnahagshrun.

Bindiskyldan er eins konar flóðgarður til að vernda landið fyrir of miklu innstreymi fjármagns sem veldur bólum með verðbólgu og kreppu í kjölfarið. Í stað þess að reisa flóðgarðinn hærra þegar holskefla ódýrs fjármagns flæddi inn í landið, reif seðlabankastjóri niður flóðgarðinn og drekkti efnahag landsins.

Jón Þór Ólafsson, 12.12.2008 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband